NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Stjörnurnar skera á tengslin við Ye

Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið.

Sport
Fréttamynd

Stóru karlarnir Brady og Rodgers litlir í sér eftir helgina

Tom Brady og Aaron Rodgers eru tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar og því vekur mikla athygli vandræðalega léleg frammistaða þeirra og liða þeirra þessa vikurnar. Aðra helgina í röð gengu þessar goðsagnir af velli með skottið milli lappanna.

Sport
Fréttamynd

Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady

Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara.

Sport
Fréttamynd

Var trillaður af velli því hann þurfti að tefla við páfann

Stólpagrín hefur verið gert af DK Metcalf, útherja Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, eftir að sjúkrabörur þurfti til að koma honum af velli í leik Seahawks við Detroit Lions á sunnudagskvöldið. Metcalf hefur staðfest að ástæða þess sé sú að hann þurfti að hægja sér og gat ekki haldið í sér.

Sport
Fréttamynd

Hvaða lið áttu að styðja í NFL?

Bandaríska NFL-deildin í amerískum fótbolta hefur notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin misseri. Margur á hins vegar erfitt með að finna sér lið til að halda með. Ekki þarf þó að örvænta - Lokasóknin er með svör á reiðum höndum.

Sport
Fréttamynd

„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“

Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna.

Sport