Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. Neytendur 29. júní 2021 12:23
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. Neytendur 25. júní 2021 14:32
Bjóða upp á spariföt til leigu í nýrri rafrænni fataleigu „Það er ríkt í okkur Íslendingum að eiga alla skapaða hluti en við þurfum kannski fara að hugsa neysluna okkar upp á nýtt,“ segir Kristín Edda Óskarsdóttir í viðtali við Reykjavík síðdegis. Lífið 23. júní 2021 15:32
Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. Neytendur 23. júní 2021 10:39
Það kostar inn og dyrunum er lokað hálfeitt á aðildarklúbbnum b5 Bankastræti Club, arftaki skemmtistaðarins b5 í Bankastræti, mun bjóða upp á tvær tegundir af aðild að klúbbnum. Viðskiptavinir með ólíka félagsaðild munu njóta ólíkra sérréttinda á staðnum, sem opnar í sumar. Viðskipti innlent 21. júní 2021 10:11
Áhrifavaldar vilja að Neytendastofa sé enn skýrari Hópur áhrifavalda, sem er fólk sem fær greitt fyrir að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlum sínum, kallar eftir skýrari reglum um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur í gegnum tíðina gripið til aðgerða gegn áhrifavöldum sem fylgja ekki reglum um duldar auglýsingar og gefið út sérstakar leiðbeiningar í málaflokknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áhrifavaldar kalla eftir þessu. Neytendur 16. júní 2021 22:31
Sek um duldar auglýsingar en skilgreinir sig ekki sem áhrifavald Kristín Pétursdóttir leikkona hefur gerst sek um auglýsa á Instagram-síðu sinni án þess að fram komi með skýrum hætti að um auglýsingar sé að ræða. Neytendur 15. júní 2021 14:15
Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. Neytendur 11. júní 2021 13:12
Innkalla á annað þúsund Mitsubishi-bíla af árgerð 1996 til 2000 Hekla hyggst innkalla 1.394 Mitsubishi-bíla af árgerð 1996 til 2000 vegna möguleika á að loftpúðar virki ekki sem skyldi. Neytendur 11. júní 2021 08:14
Annar bjór innkallaður sem getur bólgnað út og sprungið ÁTVR hefur innkallað vöruna Benchwarmers Citra Smash, sem er bjór í 330 ml áldós, þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Neytendur 9. júní 2021 14:46
Innkalla bjór vegna slysahættu ÁTVR hefur innkallað vöruna The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Neytendur 4. júní 2021 09:57
Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi. Neytendur 3. júní 2021 13:53
Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. Neytendur 3. júní 2021 09:57
Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. Neytendur 2. júní 2021 11:50
Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. Viðskipti innlent 1. júní 2021 16:45
Landsmenn líklega ofrukkaðir um milljarða af vatnsveitum landsins Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir mörg sveitarfélaganna nota vatnsveitur sem mjólkurkýr og hafi tekið út háar arðgreiðslur þaðan í gegnum tíðina. Innlent 31. maí 2021 16:03
Helmingsafsláttur á Ísey Skyr Bar heyrir brátt sögunni til Viðskiptavinir Ísey Skyr Bar munu framvegis ekki fá 50 prósenta afslátt af drykkjum, söfum og skálum frá og með 1. júní þegar ný morguntilboð taka gildi. Rekstrarstjóri segir breytingarnar í samræmi við verð sem sambærilegir staðir hafa verið að bjóða upp á og þetta sé hluti af frekari breytingum á stöðunum. Neytendur 29. maí 2021 12:38
Fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hafi verið gallað frá upphafi Fjármálaráðherra segir uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs gallað fyrirkomulag sem kostað hafi ríkissjóð tvö hundruð milljarða milljarða króna. Hann fagnar því hins vegar að búið sé að skera úr um lögmæti gjaldanna. Viðskipti innlent 28. maí 2021 19:15
Matarílát fyrir börn innkölluð vegna slysahættu Matvælastofnun varar við matarílátum úr HEROISK og TALRIKA línum IKEA vegna hættu á að þau brotni og valdi bruna. IKEA hefur innkallað vöruna og gert Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs viðvart. Innlent 28. maí 2021 16:32
Ítarlegir álagningarseðlar aðgengilegir á skattur.is Nýir og breyttir álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á vefnum skattur.is en á þeim má sjá á myndrænan hátt hvernig sköttum sem lagðir eru á tekjur einstaklinga er skipt á milli ríkis og sveitarfélaga og í hvaða málaflokka þeir renna. Innlent 28. maí 2021 08:21
Um hundrað þúsund ónýttar ferðagjafir renna út á þriðjudag Nú fer hver að verða síðastur að nýta ferðagjöf sína sem gefin var út í fyrrasumar. Ferðagjöfin rennur út um mánaðamótin, á þriðjudaginn eftir fimm daga, og enn eiga um hundrað þúsund Íslendingar eftir að nota sína gjöf. Neytendur 27. maí 2021 12:47
Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. Innlent 26. maí 2021 17:01
Hasar á bílavörumarkaðnum: Lénadeilur Poulsen og Orku ehf ná áratug aftur í tímann Deilur Poulsen á Íslandi og Orku ehf um lén á Internetinu eru á engan hátt nýjar af nálinni og hafa þær ítrekað komið til kasta Neytendastofu. Neytendur 24. maí 2021 07:01
Ekki sama hvar eða hvenær fjölskyldan hyggst dýfa tánum í náttúrubað Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu ferðamannastaða hérlendis á síðustu árum og enn bætist í flóru baðstaða sem er ætlað að bjóða upp á eitthvað annað en hina hefðbundnu sundlaugaupplifun. Neytendur 22. maí 2021 11:00
Vextir og vaxtaverkir Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað. Skoðun 20. maí 2021 15:00
Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. Neytendur 19. maí 2021 18:45
Safna liði í málsókn gegn bönkunum: Stærsta hagsmunamál neytenda Neytendasamtökin segja breytilega vexti á lánum ólögmæta og hyggjast stefna bönkunum. Formaður samtakanna segir einhliða vaxtaákvarðanir byggja á matskenndum og huglægum mælikvörðum bankanna. Þetta sé stærsta hagsmunamál neytenda í dag. Neytendur 19. maí 2021 11:59
Lán með breytilegum vöxtum ólögleg - Taktu þátt og verðu rétt þinn Vextir húsnæðislána á Íslandi hafa líklega aldrei verið jafn lágir og undanfarið. Þó er óvinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum lánastofnana. Þær virðast stundum ekki skilja það sjálfar. Skoðun 19. maí 2021 08:01
„Er lánið þitt ólán?“ spyrja Neytendasamtökin og hyggjast stefna bönkunum „Er lánið þitt ólöglegt? Aukum gagnsæi lána!“ segir á nýrri vefsíðu Neytendasamtakanna sem opnaði í morgun. Þar er greint frá því að samtökin hyggist stefna bönkunum og leiti að lántökum til að fara með mál sín fyrir dóm. Neytendur 19. maí 2021 06:47
Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. Neytendur 18. maí 2021 19:01