Dómsmálaráðherra boðar breyttan raunveruleika brugghúsa Dómsmálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag frumvarp sem heimilar smærri brugghúsum að selja áfengi á staðnum. Fjármálaráðherra vill ganga enn lengra og einfaldlega leyfa vefverslun með áfengi. Neytendur 25. mars 2022 22:21
Innkalla graflax vegna listeríu Matvælastofnun varar við neyslu á Úrvals graflaxi frá Eðalfiski vegna bakteríunnar listeríu sem fannst í laxinum. Eðalfiskur hefur ákveðið að innkalla vörurnar. Neytendur 25. mars 2022 21:42
Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku. Neytendur 25. mars 2022 14:49
Leggja til að greiðslumat leigjenda taki mið af greiddri húsaleigu Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að fjármála- og efnahagsráðherra geri breytingar á reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat til að auðvelda fólki á leigumarkaði að kaupa sér íbúðarhúsnæði til eigin nota. Neytendur 24. mars 2022 10:15
Innkalla framleiðslulotu af Stoðmjólk Mjólkursamsalan hefur tekið úr sölu og innkallað eina tiltekna framleiðslulotu af Stoðmjólk. Ástæða innköllunarinnar er að umrædd framleiðslulota stenst ekki gæðakröfur vegna geymsluþols. Neytendur 22. mars 2022 12:55
Áfrýjunarnefnd taldi brot BPO Innheimtu umfangsminni og lækkaði sekt Áfrýjunarnefnd neytendamála mildaði ákvörðun Neytendastofu í máli innheimtufyrirtækisins BPO Innheimtu og telur að brot fyrirtækisins hafi verið nokkuð umfangsminni en lagt hafi verið til grundvallar í sekt stofnunarinnar. Viðskipti innlent 21. mars 2022 13:14
Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum. Innlent 20. mars 2022 12:31
Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Neytendur 19. mars 2022 14:45
Máli ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað málum ÁTVR gegn Sante ehf, Santewines SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi. Viðskipti innlent 18. mars 2022 15:14
2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. Viðskipti innlent 18. mars 2022 13:54
Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot. Viðskipti innlent 17. mars 2022 11:37
Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. Neytendur 16. mars 2022 12:58
Sekta Hörpu eftir að hafa krafið miðakaupanda um kennitölu Persónuvernd hefur sektað Hörpu um eina milljón króna í máli þar sem kvartað var yfir söfnun upplýsinga um kennitölu og fæðingardag einstaklings í tengslum við rafræn kaup hans á aðgöngumiða. Viðskipti innlent 15. mars 2022 07:42
Íslenskt (staðfest) Nýtt upprunamerki fyrir íslensk matvæli, Íslenskt staðfest, var kynnt í dag. Því er ætlað að fræða neytendur, sem eru sagðir vilja skýrar upplýsingar um uppruna matvöru. Neytendur 14. mars 2022 11:51
Engin virkni í kollagen sem ekki fæst úr hefðbundinni fæðu Vísindavefurinn birtir grein þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort það liggi fyrir að kollagen sé eins hollt og gagnlegt og framleiðendur vilja vera láta. Svarið er: Nei. Kollagen sem fæðubótarefni er í raun algerlega sambærilegt við matarlím. Innlent 14. mars 2022 10:17
Hafa samið um kaup á Eldum rétt Hagar hf. og eigendur Eldum rétt ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á öllu hlutafé Eldum rétt. Viðskipti innlent 11. mars 2022 14:28
Innkalla salat vegna glerbrots Garðyrkjustöðin Ösp hefur ákveðið að innkalla íslenskt batavía salat sem dreift er af Hollt og gott ehf. eftir að glerbrot fannst í vörunni. Ákvörðunin var tekin í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Neytendur 11. mars 2022 08:11
„Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum“ Formaður fjárlaganefndar útilokar ekki að ríkið komi með stuðning að einhverju leyti vegna mikilla hækkana á hrávöruverði eins og olíu. Hún bendir á að fjármálastofnanir geti líka haft áhrif fari verðbólgan á flug. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar vill hraða orkuskiptum. Innlent 10. mars 2022 13:01
Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. Viðskipti innlent 9. mars 2022 21:00
Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Neytendur 9. mars 2022 18:01
300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. Neytendur 9. mars 2022 10:14
Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. Neytendur 9. mars 2022 08:48
Teslueigendur uggandi vegna óbætts vatnstjóns eins þeirra Eigendur rafbíla af gerðinni Tesla virðast vera uggandi eftir fréttir af óbættu vatnstjóni eins þeirra. Margir þeirra segjast ætla að skipta um tryggingar og sumir íhuga jafnvel að falla frá kaupum á pöntuðum Teslum. Neytendur 3. mars 2022 21:18
Tesla firrar sig ábyrgð: Situr uppi með milljóna króna tjón eftir að hafa ekið í poll Samkvæmt ábyrgðarskilmálum Tesla ber fyrirtækið ekki ábyrgð á tjónum sem verða þegar Teslu-bifreið er ekið í vatn sem er dýpra en 20 sentímetrar. Þetta segir Hafþór Pálsson, sem varð fyrir því að glæný Tesla tjónaðist þegar hann ók í poll á dögunum. Innlent 3. mars 2022 11:02
Ormsson laust úr skammakrók Neytendasamtakanna Neytendasamtökin hafa tekið Ormsson af listanum yfir þá „svörtu sauði“ sem ekki hafa hlýtt niðurstöðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Nýir eigendur tóku við fyrirtækinu í fyrra og hafa gert upp umrætt mál. Neytendur 2. mars 2022 14:43
„Svartir sauðir“: Neytendasamtökin vara fólk við því að versla við sjö nafngreind fyrirtæki Neytendasamtökin hafa nafngreint sjö fyrirtæki sem þau vara neytendur við að versla við en fyrirtækin eiga það öll sameiginlegt að hafa ekki farið að niðurstöðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Neytendur 2. mars 2022 10:34
Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley. Innherji 2. mars 2022 08:01
PLAY ræsir miðasölu til Orlando, sjá mikið svigrúm til verðlækkana PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til Orlando í Flórída sem verður fjórði áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir flugfélagið geta boðið mun hagstæðari fargjöld til Orlando en tíðkast hafa hingað til. Innherji 23. febrúar 2022 08:00
Ísland ekki í næsta hópi HBO Max Fimmtán Evrópulönd fá aðgang að streymisveitunni HBO Max þann 8. mars næstkomandi en þeirra á meðal eru Pólland, Portúgal, Rúmenía og Holland. Neytendur 22. febrúar 2022 09:26
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur innkallað framleiðslulotuna. Neytendur 21. febrúar 2022 13:38