Durant og James vinsælastir LeBron James skoraði þrefalda tvennu fyrir meistara LA Lakers í nótt þegar þeir stungu Denver Nuggets af í seinni hálfleik og unnu 114-93, í NBA-deildinni í körfubolta. Þar mættust liðin sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra. Körfubolti 5. febrúar 2021 07:30
NBA dagsins: Þristapásan virkar vel á gríska undrið Þjálfari Milwaukee Bucks þvertekur fyrir að hafa bannað Giannis Antetokounmpo að taka þriggja stiga skot en í fyrsta sinn á ferli sínum hjá Bucks hefur Grikkinn nú spilað tvo leiki í röð án þess að reyna eitt einasta slíkt skot. Körfubolti 4. febrúar 2021 15:31
Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. Körfubolti 4. febrúar 2021 07:31
NBA dagsins: Svona afgreiddi þríeykið toppliðið, Curry gat ekki stöðvað Boston og VanVleet fór yfir fimmtíu stig Í NBA dagsins má sjá hve magnaður Kyrie Irving var í sigri Brooklyn Nets á LA Clippers sem fór þar með niður úr efsta sæti vesturdeildarinnar í nótt. Stephen Curry var frábær en ekki nógu góður gegn Boston Celtics, og Fred VanVleet skoraði 54 stig fyrir Toronto Raptors. Körfubolti 3. febrúar 2021 14:30
Ofurtríóið sýndi hvers það er megnugt eftir tapið óvænta Með Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden í liðinu eiga Brooklyn Nets að geta barist um NBA-meistaratitilinn. Það sýndu þeir í nótt með 124-120 sigri á LA Clippers sem fyrir leikinn var með besta árangurinn í deildinni á þessari leiktíð. Körfubolti 3. febrúar 2021 07:30
NBA dagsins: Bestu tilþrifin skiluðu sigri og Finninn á flugi Þriggja stiga sigurkarfa Devins Booker er sú besta í topp 10 tilþrifunum í NBA dagsins hér á Vísi. Booker tryggði með henni Phoenix Suns 109-108 sigur gegn Luka Doncic og félögum í Dallas Mavericks. Körfubolti 2. febrúar 2021 14:31
James fagnaði orðaskaki við áhorfanda sem var vísað út LeBron James og Anthony Davis leiddu LA Lakers til sigurs gegn Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt, 107-99. Á meðal nokkurra áhorfenda á leiknum var kona sem lét James heyra það og var á endanum vísað út úr húsi. Körfubolti 2. febrúar 2021 07:31
NBA dagsins: Sjáðu lokasekúndurnar ótrúlegu, tröllaleik Jokic og fleira Lokasekúndurnar ótrúlegu í sigri Washington Wizards á Brooklyn Nets, tröllaleikur Nikola Jokic og enn einn sigur besta liðsins það sem af er leiktíð, er meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi. Körfubolti 1. febrúar 2021 14:32
Ævintýralegar lokasekúndur og botnliðið vann meistarakandídatana Brooklyn Nets setja stefnuna á NBA-meistaratitilinn eftir komu James Harden á dögunum en urðu að sætta sig við tap í nótt gegn liðinu með versta árangurinn á leiktíðinni, Washington Wizards. Körfubolti 1. febrúar 2021 07:30
NBA dagsins: Spennutryllir í stórleiknum og ótrúleg afgreiðsla Lillard Það var mikil dramatík í stórleik næturinnar í NBA körfuboltanum er LA Lakers og Boston mættust í Garðinum. Lakers hafði að endingu betur, 96-95, eftir góðan fjórða leikhluta. Körfubolti 31. janúar 2021 15:38
NBA dagsins: Rosaleg frammistaða Young og sigling Utah heldur áfram Það var nóg um að vera í NBA körfuboltanum í nótt. Tíu leikir fóru fram og hér að neðan má sjá helstu tilþrif næturinnar sem og það helsta úr leik Milwaukee og New Orleans annars vegar sem og Atlanta og Washington. Körfubolti 30. janúar 2021 21:01
Stórveldaslagur í Garðinum í Boston Stórveldin og sigursælustu lið NBA-deildarinnar í körfubolta, Boston Celtics og Los Angeles Lakers, eigast við í Boston í nótt. Körfubolti 30. janúar 2021 11:30
NBA dagsins: LeBron og félagar drápu á sér í bílaborginni Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, áttu ólíku gengi að fagna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 29. janúar 2021 14:30
Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 29. janúar 2021 08:00
NBA dagsins: Þríhöfða sóknarskrímslið í Brooklyn skoraði samtals 89 stig Kevin Durant, James Harden og Kyrie Irving skoruðu samtals 89 stig þegar Brooklyn Nets sigraði Atlanta Hawks, 128-132, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 28. janúar 2021 15:31
Philadelphia vann dramatískan sigur á Lakers í stórleiknum Philadelphia 76ers vann Los Angeles Lakers, 107-106, þegar topplið Austur- og Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 28. janúar 2021 08:01
NBA dagsins: Vottaði Kobe virðingu sína eftir stóra körfu Í gær var ár síðan Kobe Bryant lést í þyrluslysi. Trae Young, leikmaður Atlanta Hawks, minntist hans með táknrænum hætti í leik gegn Los Angeles Clippers í nótt. Körfubolti 27. janúar 2021 14:29
Ekkert fær stöðvað sjóðheita Utah-menn Utah Jazz er heitasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta um þessar mundir. Í nótt vann Utah New York Knicks, 108-94, en þetta var níundi sigur liðsins í röð. Körfubolti 27. janúar 2021 07:31
NBA dagsins: Mömmumaturinn fór vel í LeBron sem setti 46 stig á gamla liðið sitt LeBron James sýndi gamla liðinu sínu, Cleveland Cavaliers, enga miskunn þegar Los Angeles Lakers mætti til Ohio í gær. Hann skoraði 46 stig í 108-115 sigri Lakers. Körfubolti 26. janúar 2021 14:31
Kobe Bryant kvöld á Stöð 2 Sport 2: Ný heimildarmynd og síðasti leikurinn Í dag er eitt ár liðið síðan að heimurinn fékk þær hræðilegu fréttir að Kobe Bryant hefði farist í þyrluslysi ásamt Gigi dóttur sinni og sjö öðrum. Körfubolti 26. janúar 2021 13:00
LeBron stórkostlegur á gamla heimavellinum LeBron James fór á kostum á sínum gamla heimavelli og skoraði 46 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Cleveland Cavaliers, 108-115, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 26. janúar 2021 07:31
Miami Heat mætir með COVID-hunda til að þefa uppi smitaða áhorfendur NBA körfuboltaliðið Miami Heat ætlar að leyfa áhorfendum aftur að mæta á leiki liðsins í AmericanAirlines Arena en það hefur bæst við starfsliðið í höllinni þeirra. Körfubolti 25. janúar 2021 15:30
NBA dagsins: Boston bauð til sóknarveislu gegn Cleveland Eftir þrjú töp í röð vann Boston Celtics stórsigur á Cleveland Cavaliers, 141-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 25. janúar 2021 15:01
Sögulega góður leikur hjá Jaylen Brown Boston Celtics bauð til sóknarveislu þegar liðið sigraði Cleveland Cavaliers, 141-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 25. janúar 2021 08:01
NBA: Utah með áttunda sigurinn í röð og þríeykið í Nets aftur á sigurbraut Það fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 24. janúar 2021 09:32
NBA: Brooklyn tapaði fyrir Cleveland annan leikinn í röð | Denver vann í framlengingu Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt, alls voru spilaðir ellefu leikir. Körfubolti 23. janúar 2021 09:30
NBA dagsins: Flautuþristur og troðsla LeBrons bæði meðal fimm flottustu tilþrifa næturinnar Það voru kannski bara þrír leikir á dagskrá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það vantaði ekki tilþrifin og þeir LeBron James, Donovan Mitchell og RJ Barrett hafa allir ekki skorað meira í einum leik í vetur. Körfubolti 22. janúar 2021 14:45
81 stigs leikur Kobe Bryant sýndur í heild sinni í kvöld Í dag 22. janúar eru liðin fimmtán ár síðan að Kobe Bryant skoraði 81 stig í einum og sama leiknum í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 22. janúar 2021 14:00
LeBron James sjóheitur þegar Lakers byrjaði langt útileikjaferðlag á sigri LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann Golden State og sigurganga Utah Jazz hélt áfram. Körfubolti 22. janúar 2021 07:31
NBA dagsins: Afgreiddi ofurþríeykið í Brooklyn með skotsýningu í lokin Collin Sexton var óvænt stjarna kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar allir voru að velta fyrir sér hvað nýja ofurþríeyki Brooklyn Nets myndi gera í sínum fyrsta leik saman. Körfubolti 21. janúar 2021 15:30