Durant sektaður vegna einkaskilaboða á Twitter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 11:31 Durant á það til að eyða frítíma sínum í að rífast við fólk á samfélagsmiðlum. Elsa/Getty Images Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, var sektaður um 50 þúsund dollara í gær, föstudag, fyrir að urða yfir leikarann Michael Rapaport í einkaskilaboðum á Twitter. Durant lét gamminn geysa – eða fingurna öllu heldur – á Twitter í samtali sem nær aftur til síðasta árs. Hinn 51 árs gamli Rapaport gerði garðinn frægan í þáttunum Boston Public og svo í stórmyndum á borð við Deep Blue Sea en hefur fært sig yfir í hlaðvörp á undanförnum misserum. Rapaport er stuðningsmaður New York Knicks og hefur því nýtt tækifærið til að grafa undan einum besta leikmanni Brooklyn Nets þegar tækifæri gafst, og eftir að Durant fór yfir strikið. I receive threats and disgusting messages DAILY, but never in my wildest dreams did I think @KDTrey5 would be among them. The himself is now threatening me, bringing up my wife and wants to fight. This is supposed to be America s sweetheart right? #ImDaRealMVP pic.twitter.com/l1VQfGMMRF— MichaelRapaport (@MichaelRapaport) March 30, 2021 Durant kallaði leikarann öllum illum nöfnum ásamt því að móðga eiginkonu hans. Var sumt af því sem Durant lét falla túlkað sem hómófóbískt og það er ekki boðlegt af hálfu NBA-deildarinnar. Durant þarf nú að borga 50 þúsund Bandaríkjadali í sekt eða rúmar 6.3 milljónir íslenskra króna. Eftir að samskiptin voru opinberuð hefur Durant beðist afsökunar en samt sem áður bent á að hann og „Mike“ tali reglulega saman og þá sé það mun verra en það sem leikarinn birti. I m sorry that people seen that language I used. That s not really what I want people to see and hear from me KD addresses his social media exchanges with Michael Rapaport(via @SNYNets)pic.twitter.com/mUnIxWFNzd— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2021 Durant hefur lengi verið umdeildur á samfélagsmiðlum en hann er duglegur að svara fyrir sig og þá viðurkenndi leikmaðurinn að hann ætti „burner“ aðgang sem hann notaði til að verja sig fyrir gagnrýni. Hinn 32 ára gamli Durant samdi við ofurlið Nets sumarið 2019 í þeirri von um að landa sínum þriðja meistaratitli. Hann var frá allt síðasta tímabil eftir að hafa slitið hásin tímabilið á undan. Hann hefur spilað einkar vel það sem af er þessari leiktíð, það er þegar hann er heill. Durant er með 29 stig, 7.3 fráköst og 5.3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 19 leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Hann hefur hins vegar ekki spilað síðan 13. febrúar vegna meiðsla aftan í læri. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. 3. apríl 2021 10:16 Sögulegur sigur Toronto Raptors Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. 3. apríl 2021 09:46 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Durant lét gamminn geysa – eða fingurna öllu heldur – á Twitter í samtali sem nær aftur til síðasta árs. Hinn 51 árs gamli Rapaport gerði garðinn frægan í þáttunum Boston Public og svo í stórmyndum á borð við Deep Blue Sea en hefur fært sig yfir í hlaðvörp á undanförnum misserum. Rapaport er stuðningsmaður New York Knicks og hefur því nýtt tækifærið til að grafa undan einum besta leikmanni Brooklyn Nets þegar tækifæri gafst, og eftir að Durant fór yfir strikið. I receive threats and disgusting messages DAILY, but never in my wildest dreams did I think @KDTrey5 would be among them. The himself is now threatening me, bringing up my wife and wants to fight. This is supposed to be America s sweetheart right? #ImDaRealMVP pic.twitter.com/l1VQfGMMRF— MichaelRapaport (@MichaelRapaport) March 30, 2021 Durant kallaði leikarann öllum illum nöfnum ásamt því að móðga eiginkonu hans. Var sumt af því sem Durant lét falla túlkað sem hómófóbískt og það er ekki boðlegt af hálfu NBA-deildarinnar. Durant þarf nú að borga 50 þúsund Bandaríkjadali í sekt eða rúmar 6.3 milljónir íslenskra króna. Eftir að samskiptin voru opinberuð hefur Durant beðist afsökunar en samt sem áður bent á að hann og „Mike“ tali reglulega saman og þá sé það mun verra en það sem leikarinn birti. I m sorry that people seen that language I used. That s not really what I want people to see and hear from me KD addresses his social media exchanges with Michael Rapaport(via @SNYNets)pic.twitter.com/mUnIxWFNzd— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2021 Durant hefur lengi verið umdeildur á samfélagsmiðlum en hann er duglegur að svara fyrir sig og þá viðurkenndi leikmaðurinn að hann ætti „burner“ aðgang sem hann notaði til að verja sig fyrir gagnrýni. Hinn 32 ára gamli Durant samdi við ofurlið Nets sumarið 2019 í þeirri von um að landa sínum þriðja meistaratitli. Hann var frá allt síðasta tímabil eftir að hafa slitið hásin tímabilið á undan. Hann hefur spilað einkar vel það sem af er þessari leiktíð, það er þegar hann er heill. Durant er með 29 stig, 7.3 fráköst og 5.3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 19 leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Hann hefur hins vegar ekki spilað síðan 13. febrúar vegna meiðsla aftan í læri.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. 3. apríl 2021 10:16 Sögulegur sigur Toronto Raptors Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. 3. apríl 2021 09:46 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. 3. apríl 2021 10:16
Sögulegur sigur Toronto Raptors Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. 3. apríl 2021 09:46
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum