NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Baron Davis er liðtækur rappari

Þeir eru ekki ófáir NBA-leikmennirnir sem hafa reynt fyrir sér í rappinu með misgóðum árangri. Menn á borð við Shaquille O´Neal, Allen Iverson, Tony Parker og Ron Artest hafa sent frá sér lög og skífur sem hafa fengið vægast sagt misjafna dóma. Í myndbandinu sem sjá má með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan má heyra framlag Baron Davis til rappsins, en þar er hann að ríma með vini sínum Mr Drastick.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson á ekki von á að Bryant fari frá Lakers

Engin frétt hefur stolið senunni jafn rækilega í NBA deildinni síðustu vikur eins og yfirlýsing Kobe Bryant um að hann vilji fara frá liði LA Lakers. Bryant virðist harður á því að vilja fara frá félaginu, en þjálfari hans Phil Jackson á ekki von á því að liðið verði án hans þegar keppni hefst á ný í deildinni í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Formsatriði - San Antonio NBA meistari 2007

San Antonio tryggði sér í nótt fjórða NBA titil félagsins síðan árið 1999 þegar liðið lagði Cleveland 83-82 á útivelli og vann því úrslitaeinvígið örugglega 4-0. Franski leikstjórnandinn Tony Parker var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna eftir að hafa verið óstöðvandi í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio getur orðið NBA meistari í nótt

Fjórði leikur Cleveland og San Antonio í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni fer fram klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint á Sýn. Þar getur San Antonio orðið meistari í þriðja sinn á fimm árum með sigri þar sem liðið er með 3-0 forystu í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant mætti á æfingu hjá Barcelona

Körfuboltastjarnan Kobe Bryant er nú í sumarfríi í Evrópu og í dag lét hann gamlan draum rætast þegar hann fékk að fylgjast með æfingu hjá spænska stórliðinu Barcelona. Bryant ólst upp á Ítalíu og var Frank Rijkaard þjálfari Barcelona uppáhaldsleikmaður hans á sínum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Grant Hill til Phoenix eða San Antonio?

Framherjinn Grant Hill sem leikið hefur með Orlando Magic undanfarin ár hallast að því að ganga í raðir San Antonio eða Phoenix á næsta tímabili. Hann er með lausa samninga og langar mikið að ganga í raðir liðs sem hefur möguleika á að vinna meistaratitilinn næsta sumar. Hill segir sjálfur að það myndi líklega henta sínum leikstíl best að ganga í raðir Phoenix.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston og Minnesota að skipta á leikmönnum

ESPN sjónvarpsstöðin greindi frá því í gærkvöld að Houston Rockets og Minnesota Timberwolves væru búin að samþykkja skipti á leikmönnum sem færu væntanlega fram á næstu dögum. Minnesota mun senda bakvörðinn Mike James til Houston í skiptum fyrir hinn reynda framherja Juwan Howard. Til greina kemur að fleiri leikmenn skipti um heimilisfang í viðskiptunum þegar að þeim kemur.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James orðinn faðir á ný

Stórstjarnan LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA deildinni hefur ekki haft mikla ástæðu til að fagna undanfarna daga þar sem lið hans er undir 3-0 í úrslitaeinvíginu við San Antonio Spurs. Hann gat þó leyft sér að brosa í nótt þegar kona hans ól honum sitt annað barn. Nafnið sem strákurinn fékk er ekki af ódýrari gerðinni frekar en nafn frumburðarins.

Körfubolti
Fréttamynd

Viðtöl eftir þriðja leik Cleveland og San Antonio

San Antonio náði afgerandi 3-0 forystu gegn Cleveland í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni í nótt. Í myndbrotinu sem fylgir þessari frétt má sjá þjálfarar og leikmenn liðanna svara spurningum á blaðamannafundinum eftir leikinn, þar sem LeBron James var spurður hvort brotið hefði verið á honum í þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall.

Körfubolti
Fréttamynd

Tímabilið búið?

Alls er óvíst hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti spilað með Barcelona í lokaleik spænsku deildarinnar. Eiður fékk slæmt högg á vinstra hnéð og neyddist til að snúa aftur til búningsherbergja. Ekki er ljóst hversu lengi Eiður verður frá en það ætti að koma í ljós eftir nánari skoðun.

Fótbolti
Fréttamynd

San Antonio með aðra höndina á titlinum

San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

37 ára bið Cleveland á enda

Gamall draumur stuðningsmanna Cleveland Cavaliers verður að veruleika í nótt þegar liðið spilar sinn fyrsta leik á heimavelli í lokaúrslitum NBA deildarinnar í 37 ára sögu félagsins. Ljóst er að heimamenn þurfa á einhverju sérstöku að halda í kvöld þegar þeir taka á móti San Antonio í þriðja leik liðanna, enda undir 2-0 í einvíginu. Leikurinn í nótt verður sýndur beint á Sýn klukkan eitt eftir miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Viðtöl eftir annan leik San Antonio og Cleveland

Mike Brown, þjálfari Cleveland, átti fá svör við lélegum leik sinna manna í nótt þegar liðið steinlá öðru sinni fyrir San Antonio í lokaúrslitum NBA deildarinnar. Cleveland lenti mest um 30 stigum undir í leiknum en náði að bjarga andlitinu með góðri rispu í lokin. San Antonio sigraði 103-92 og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Smelltu á spila til að sjá viðbrögð þjálfara og leikmanna í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas

San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir.

Körfubolti
Fréttamynd

Viðtöl eftir fyrsta leik San Antonio og Cleveland

Varnarleikurinn var helsta umræðuefni þjálfara og leikmanna San Antonio og Cleveland í nótt eftir fyrsta leik liðanna í lokaúrslitunum í NBA. Í myndbandinu með þessari frétt má sjá viðbrögð þeirra Gregg Popovich, Mike Brown, Tim Duncan og LeBron James eftir leikinn sem San Antonio vann örugglega 86-76.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio

San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio.

Körfubolti
Fréttamynd

Aldrei fleiri útlendingar í úrslitum NBA

Úrslitaeinvígið í NBA deildinni hefst með látum klukkan eitt eftir miðnætti í nótt þegar San Antonio tekur á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aldrei hafa fleiri útlendingar verið í liðunum tveimur sem spila til úrslita og verður leikjunum lýst beint í 205 löndum á 46 tungumálum.

Körfubolti
Fréttamynd

Úrslitin í NBA hefjast í nótt - James í sviðsljósinu

Fyrsti leikur San Antonio Spurs og Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í nótt klukkan eitt og verður sýndur beint á Sýn. Einvígið hefur verið teiknað upp sem einvígi reynslu og hungurs. Þrefaldir NBA meistarar San Antonio falla algjörlega í skuggann af ofurstjörnunni LeBron James í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Stan Van Gundy tekur við Orlando

Stan Van Gundy hefur verið ráðinn þjálfari Orlando Magic í NBA deildinni. Van Gundy var síðast þjálfari Miami Heat í tvö ár en sagði af sér árið 2006. Hann hafði einnig verið í viðræðum við Sacramento Kings, en skrifaði undir hjá Orlando um leið og félagið náði að losa sig út úr samningnum sem það gerði við Billy Donovan á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

James gæti misst af fæðingu sonar síns

Ofurstjarnan LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA deildinni hefur í nægu að snúast þessa dagana. Lið hans mætir San Antonio Spurs í fyrsta leik lokaúrslitanna annað kvöld, en þar að auki eiga hann og kona hans von á barni á þjóðhátíðardag Íslendinga.

Körfubolti
Fréttamynd

Milljón fyrir miða á leik með Cleveland

Það er ekki tekið út með sældinni að vera stuðningsmaður Cleveland Cavaliers þessa dagana ef marka má fréttir af miðasölu fyrir heimaleiki liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitum NBA sem hefjast annað kvöld. Dýrustu miðarnir á leikina í Cleveland kosta 940,000 krónur.

Körfubolti
Fréttamynd

Saunders verður áfram með Detroit Pistons

Flip Saunders verður áfram þjálfari Detroit Pistons í NBA deildinni á næsta keppnistímabili þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr keppni fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar á dögunum. Margir höfðu spáð því að hlutirnir yrðu stokkaðir upp í herbúðum liðsins í sumar, en þjálfarinn segir framtíð sína aldrei hafa verið í vafa.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland í úrslit NBA

Cleveland tryggði sér í nótt rétt til að leika í úrslitum NBA í fyrsta sinn í sögu félagsins. Cleveland vann sjöttu viðureignina gegn Detroit Pistons í nótt og vann þar með einvígið 4-2.

Körfubolti
Fréttamynd

Sýning hjá LeBron James - Úrslitin í augsýn hjá Cleveland

Undrabarnið LeBron setti á svið sannkallaða sýningu í nótt þegar hann skoraði 48 stig í 109-107 sigri Cleveland á Detroit í tvíframlengdum fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. James skoraði 25 síðustu stig Cleveland í leiknum, í frammistöðu sem fer á spjöld sögunnar. Cleveland leiðir nú 3-2 í einvíginu eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum með sigri á heimavelli á laugardagskvöldið.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrjú lið í NBA ráða þjálfara

Miklar hræringar hafa verið í þjálfaramálum í NBA deildinni á síðustu dögum og í gær staðfestu þrjú félög í deildinni nýja þjálfara til starfa. Þá bárust þær fréttir í nótt að Steve Kerr hafi náð samkomulagi við Phoenix Suns um að gerast forseti og framkvæmdastjóri félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Jermaine O´Neal á leið til LA Lakers?

Körfuboltasérfræðingurinn Peter Vescey hjá New York Post greinir frá því í dag að LA Lakers og Indiana Pacers séu komin langt með að samþykkja leikmannaskipti sem gætu þýtt að miðherjinn Jermaine O´Neal færi til Los Angeles. Það yrði þá væntanlega í skiptum fyrir Lamar Odom og hugsanlega miðherjann unga Andrew Bynum.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit - Cleveland í beinni í kvöld

Fimmti leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 eftir að Cleveland lenti undir 2-0 en náði að jafna metin í heimaleikjum sínum tveimur. Það verður því mikið undir þegar liðin mætast í Detroit í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio í úrslit NBA deildarinnar

San Antonio tryggði sér í nótt sigur í viðureign sinni við Utah Jazz og er þar með komið í úrslit NBA deildarinnar. Leikurinn endaði 109 - 84 Spurs í vil. Tim Duncan og Tony Parker, verðandi eiginmaður Evu Longoriu, settu báðir 21 stig í leiknum. Þetta er í þriðja sinn á síðastliðnum fimm árum sem Spurs kemst í úrslit NBA. Þar mun liðið eiga við annað hvort Detroit Pistons eða Cleveland Cavaliers en staðan í þeirra viðureign er 2 - 2.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio í úrslit

San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní.

Körfubolti
Fréttamynd

Williams og Fisher tæpir hjá Utah í nótt

San Antonio Spurs getur tryggt sér sæti í úrslitum NBA deildarinnar í kvöld með heimasigri á Utah Jazz í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan eitt eftir miðnætti. Tveir af byrjunarliðsmönnum Utah eru tæpir fyrir leikinn.

Körfubolti