NBA stórveldin mætast á Sýn í nótt 23. nóvember 2007 11:38 Þríeykið mikla hjá Boston tekur á móti erkifjendunum í LA Lakers í nótt Nordic Photos / Getty Images Gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers eigast við í NBA deildinni í nótt klukkan hálfeitt eftir miðnætti og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Bæði lið hafa byrjað nokkuð vel í deildinni, ekki síst heimamenn, sem eru með besta árangur allra liða - 9 sigra í 10 leikjum. Lakers liðið hefur unnið 7 af 11 leikjum sínum og hefur í raun komið nokkuð á óvart eftir ólguna sem var í herbúðum liðsins í kring um Kobe Bryant í sumar. Boston hefur ekki byrjað betur í 20 ár eftir að liðið fékk til sín þá Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Boston er eina liðið í deildinni sem inniheldur þrjá leikmenn sem skora yfir 20 stig að meðaltali í leik - þríeykið Garnett (20,7 stig, 13 fráköst), Allen (20,3 stig) og Paul Pierce (22,3 stig). Boston hafnaði í neðsta sæti í Austurdeildinni á síðustu leiktíð með aðeins 24 sigra í 82 leikjum og þar á bæ standa vonir til þess að sjá fyrsta meistaratitilinn í meira en tvo áratugi. Lakers-liðið er með nánast sama lið og í fyrra en þá byrjaði liðið vel í deildinni en datt út úr úrslitakeppninni í fyrstu umferð eins og árin þar á undan. Ungu leikmennirnir í kring um Kobe Bryant í kjarna liðsins hafa margir hverjir verið að spila ágætlega í haust og Bryant er t.a.m. "aðeins" með um 27 stig að meðaltali í leik - sem er lægsta meðaltal hans í fjögur ár. Lakers skorar að meðaltali 106,6 stig að meðaltali í leik sem er fjórða hæsta stigaskor í deildinni. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð þegar það tapaði nokkuð óvænt í Milwaukee á miðvikudagskvöldið. Boston vann sinn síðasta leik nokkuð sannfærandi sigur á Golden State á heimavelli eftir fyrsta tapið á leiktíðinni í leiknum þar á undan. Kevin Garnett hefur farið hamförum með Boston það sem af er og er með rúmlega 63% skotnýtingu utan af velli. Boston vann fyrstu sex leiki sína í deildinni með rúmum nítján stigum að meðaltali. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þessum stórveldum vegnar í kvöld þegar þau eigast við í Boston. Síðustu sigrar Boston hafa komið gegn liðum í lakari kantinum og því verður áskorunin stærri í kvöld. Lakers vann báðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð með næstum 20 stiga mun að meðaltali, þar sem Kobe Bryant var með 31 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ray Allen var með 31 stig að meðaltali í leik í tveimur leikjum á móti Lakers á síðustu leiktíð, en þá var hann reyndar leikmaður Seattle. Þeir Bryant og Allen hafa eldað grátt silfur í gegn um tíðina og því verður áhugavert að sjá viðureign þeirra á Sýn í kvöld. NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers eigast við í NBA deildinni í nótt klukkan hálfeitt eftir miðnætti og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Bæði lið hafa byrjað nokkuð vel í deildinni, ekki síst heimamenn, sem eru með besta árangur allra liða - 9 sigra í 10 leikjum. Lakers liðið hefur unnið 7 af 11 leikjum sínum og hefur í raun komið nokkuð á óvart eftir ólguna sem var í herbúðum liðsins í kring um Kobe Bryant í sumar. Boston hefur ekki byrjað betur í 20 ár eftir að liðið fékk til sín þá Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Boston er eina liðið í deildinni sem inniheldur þrjá leikmenn sem skora yfir 20 stig að meðaltali í leik - þríeykið Garnett (20,7 stig, 13 fráköst), Allen (20,3 stig) og Paul Pierce (22,3 stig). Boston hafnaði í neðsta sæti í Austurdeildinni á síðustu leiktíð með aðeins 24 sigra í 82 leikjum og þar á bæ standa vonir til þess að sjá fyrsta meistaratitilinn í meira en tvo áratugi. Lakers-liðið er með nánast sama lið og í fyrra en þá byrjaði liðið vel í deildinni en datt út úr úrslitakeppninni í fyrstu umferð eins og árin þar á undan. Ungu leikmennirnir í kring um Kobe Bryant í kjarna liðsins hafa margir hverjir verið að spila ágætlega í haust og Bryant er t.a.m. "aðeins" með um 27 stig að meðaltali í leik - sem er lægsta meðaltal hans í fjögur ár. Lakers skorar að meðaltali 106,6 stig að meðaltali í leik sem er fjórða hæsta stigaskor í deildinni. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð þegar það tapaði nokkuð óvænt í Milwaukee á miðvikudagskvöldið. Boston vann sinn síðasta leik nokkuð sannfærandi sigur á Golden State á heimavelli eftir fyrsta tapið á leiktíðinni í leiknum þar á undan. Kevin Garnett hefur farið hamförum með Boston það sem af er og er með rúmlega 63% skotnýtingu utan af velli. Boston vann fyrstu sex leiki sína í deildinni með rúmum nítján stigum að meðaltali. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þessum stórveldum vegnar í kvöld þegar þau eigast við í Boston. Síðustu sigrar Boston hafa komið gegn liðum í lakari kantinum og því verður áskorunin stærri í kvöld. Lakers vann báðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð með næstum 20 stiga mun að meðaltali, þar sem Kobe Bryant var með 31 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ray Allen var með 31 stig að meðaltali í leik í tveimur leikjum á móti Lakers á síðustu leiktíð, en þá var hann reyndar leikmaður Seattle. Þeir Bryant og Allen hafa eldað grátt silfur í gegn um tíðina og því verður áhugavert að sjá viðureign þeirra á Sýn í kvöld.
NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira