NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Miami tapaði 12. leikunum í röð

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami tapaði 12. leiknum í röð þegar það lá fyrir Portland á heimavelli 98-91. Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Dwyane Wade skoraiði 37 stig fyrir heimamenn.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland vann í San Antonio

Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Jason Kidd leikmaður ársins hjá landsliðinu

Jason Kidd hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá bandaríska landsliðinu í körfubolta eftir fína frammistöðu á Ameríkuleikunum síðasta sumar. Bandaríska liðið vann alla 10 leiki sína á mótinu og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Endurkoma Shaq dugði skammt

Shaquille O´Neal lék með Miami Heat á ný í nótt þegar liðið tók á móti Chicago Bulls í einvígi liðanna sem hafa valdið mestum vobrigðum í Austurdeildinni í NBA. Nærvera miðherjans stóra var ekki nóg til að kveikja í Miami á heimavelli þegar liðið steinlá 126-96.

Körfubolti
Fréttamynd

Vinsældir Garnett og Boston margfaldast

Sögufrægt lið Boston Celtics í NBA deildinni hefur heldur betur vaknað úr dvalanum í vetur og situr á toppi deildarinnar. Þessi bætti árangur hefur nú skilað sér í kassann hjá félaginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvænt úrslit í NBA í nótt

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og nokkuð var um óvænt úrslit. LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland þegar liðið sigraði Memphis 132-124 í framlengdum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Bynum missir úr átta vikur

Lakers liðið í NBA deildinni varð fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom að miðherjinn ungi Andrew Bynum yrði frá keppni næstu átta vikurnar eða svo vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik í fyrrakvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

87 sinnum yfir 40 stig

Kobe Bryant hjá LA Lakers skoraði 48 stig fyrir liðið í sigrinum á Seattle í nótt. Þetta var í 87. skiptið á ferlinum sem Bryant skorar 40 stig eða meira í NBA deildinni og nú vantar hann aðeins einn 40 stiga leik til að komast í þriðja sætið yfir flesta 40+ stiga leiki á ferlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Aftur lá Boston fyrir Washington

Boston tapaði í nótt öðrum leik sínum í röð í NBA deildinni þegar liðið lá óvænt á heimavelli gegn Washington 88-83 . Þetta var í annað sinn á þremur dögum sem Boston tapar fyrir Washington.

Körfubolti
Fréttamynd

Brown framlengir við Cleveland

Mike Brown, þjálfari Cleveland Cavaliers í NBA deildinni, skrifaði í dag undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið og er því bundinn til ársins 2011.

Körfubolti
Fréttamynd

James nappaður á 160

Stjörnuleikmaðurinn LeBron James hjá Cleveland Cavaliers var tekinn fyrir hraðakstur sunnan við Cleveland í síðasta mánuði. James ók á 160 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var í kring um 90 kílómetra.

Körfubolti
Fréttamynd

Bynum meiddist á hné

Miðherjinn Andrew Bynum verður ekki með liði sínu LA Lakers næstu daga eftir að hann meiddist á hné í sigri liðsins á Memphis í nótt. Bynum verður rannsakaður frekar í kvöld en þegar er ljóst að hann missir af næsta leik liðsins gegn Seattle.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit niðurlægt í New York

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit var nálægt því að setja félagsmet þegar liðið steinlá fyrir slöku liði New York á útivelli 89-65.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami og Atlanta endurtaka lokamínútuna

Sá sjaldgæfi atburður mun eiga sér stað í NBA deildinni í mars að tæp mínúta úr leik Miami og Atlanta frá því þann 19. desember verður leikin upp á nýtt vegna mistaka á ritaraborði í fyrri leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Bynum finnur peningalykt

Framganga miðherjans unga Andrew Bynum hefur að mörgu leiti verið ástæða góðs gengis LA Lakers í NBA deildinni í vetur. Þjálfarinn Phil Jackson hefur sínar kenningar um framfarir leikmannsins í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Grant Hill fékk botnlangakast

Framherjinn Grant Hill getur ekki leikið með liði Phoenix næstu tvær til þrjár vikurnar eftir að hafa gengist undir botnlangauppskurð. Hill hefur verið í byrjunarliði Phoenix í fyrstu 34 leikjum tímabilsins og leikið mjög vel.

Körfubolti
Fréttamynd

Riley íhugar að hætta þjálfun

Pat Riley, þjálfari Miami Heat í NBA deildinni, útilokar ekki að hætta þjálfun að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Riley er líka forseti Heat en er reyndar með samning sem þjálfari út leiktíðina 2010.

Körfubolti
Fréttamynd

Risasigur hjá Boston

Boston Celtics vann í nótt stærsta sigur sinn til þessa á leiktíðinni í NBA þegar liðið skellti sjóðheitu liði Detroit Pistons á útivelli 92-85.

Körfubolti