Körfubolti

Hátíð hjá Pistons - Rodman mætti ekki

Isiah Thomas var leiðtogi "slæmu strákanna" fyrir 20 árum
Isiah Thomas var leiðtogi "slæmu strákanna" fyrir 20 árum NordcPhotos/GettyImages

Sérstök heiðurshátíð var haldin á heimavelli Detroit Pistons fyrir leik liðsins gegn New York Knicks þar sem 30 bestu leikmenn í sögu félagsins voru heiðraðir fyrir framlag sitt.

22 þeirra sem fengu viðurkenningu voru mættir á viðburðinn, en einn þeirra sem lét ekki sjá sig var villingurinn Dennis Rodman.

Þarna mátti sjá menn á borð við Isiah Thomas, Joe Dumars, Bob Lanier, Dave Bing og Chuck Daly, sem hafa markað spor í 50 ára sögu félagsins.

Núverandi leikmenn eins og Chauncey Billups, Rip Hamilton, Tayshaun Prince, Lindsey Hunter og Rasheed Wallace fengu líka viðurkenningar.

Isiah Thomas, núverandi þjálfari New York Knicks og aðalmaður Pistons-liðsins sem varð meistari tvö ár í röð fyrir um tveimur áratugum, hélt litla ræðu þar sem hann þakkaði fyrir sig.

Hann var spurður að því hvort liðið hefði farið með sigur af hólmi, lið hans frá því fyrir 20 árum eða liðið sem varð meistari árið 2004. Hann vék sér undan spurningunni og vísaði henni til áhorfenda í The Palace.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×