NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Nei eða Já: „Verðum eigin­­lega að fá Lakers inn í þetta“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball.

Körfubolti
Fréttamynd

„Pínu fá­rán­legt hversu skringi­lega þeir byrjuðu tíma­bilið“

Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00.

Körfubolti
Fréttamynd

Kevin Durant meiddist á hné

Kevin Durant fer í myndatöku í dag eftir að hafa meiðst á hné í sigurleik Brooklyn Nets á Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er andskoti þreyttur og þarf bjór til að jafna mig“

Luka Dončić heldur áfram að gera fólk orðlaust. Hann skráði sig á spjöld sögunnar í nótt þegar hann skoraði 60 stig, tók 21 frákast og gaf 10 stoðsendingar. Eftir leikinn, sem fór í framlengingu, sagðist Luka þurfa einum bjór að halda til að jafna sig. Viðtal við drenginn eftir leik sem og viðbrögð fólks við þessum magnaða leik má sjá hér að neðan.

Körfubolti
Fréttamynd

Dæmalaus Doncic skrifar söguna

Slóveninn Luka Doncic heldur áfram að gera magnaða hluti í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs. Hann sýndi eina bestu einstaklingsframmistöðu sem sést hefur í nótt og skráði sig í sögubækurnar.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron og eigendur Liverpool líta til Las Vegas

Fenway Sports Group, sem á meirihluta í enska fótboltaliðinu Liverpool, ætla að selja félagið til að demba sér í bandaríska körfuboltann ásamt körfuboltastjörnunni LeBron James sem á einnig hlut í Liverpool. Þeir hyggjast stofna nýtt lið í NBA-deildinni.

Enski boltinn