Körfubolti

Memphis og Milwauke unnu án sinna sterkustu hesta

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jaren Jackson Jr., leikmaður Memphis Grizzlies treður yfir Dennis Schroder, leikmann Los Angeles Lakers, í leik liðanna í nótt.  
Jaren Jackson Jr., leikmaður Memphis Grizzlies treður yfir Dennis Schroder, leikmann Los Angeles Lakers, í leik liðanna í nótt.   Vísir/Getty

Þrír leikir fóru fram í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta karla í nótt. Memphis Grizzlies og Milwauke Bucks jöfnuðu metin í einvígum sínum en bæði liðin léku án lykilleikmanna sinna í nótt. Þá er Denver Nuggets komið í þægilega stöðu í rimmu sinni. 

Memp­his Grizzlies, lék án Ja Morant þegar þegar liðið lagði Los Angeles Lakers að velli, 103:93, en staðan í viðureign liðannar er þar af leiðandi jöfn, 1-1.

Xa­vier Til­lm­an var stigahæstur hjá Memphis Grizzlies en hann skoraði 22 stig, tók þar að auki 13 frá­köst og gaf þrjár stoðsend­ing­ar. Le­Bron James fór fyrir Los Angeles Lakers-liðinu en hann setti niður 28 stig, hirti 12 frá­köst og sendi þrjár stoðsend­ing­ar.

Milwaukee Bucks spilaði sömuleiðis sömuleiðis án stórstjörnu sinnar, Gi­ann­is An­tet­okoun­mpo, í nótt en liðið hafði betur á móti Miami Heat, 138-122, og staðan í kapphlaupi liðanna um sæti í undanúrslitum er 1-1. 

Jrue Holi­day var fremstur í flokki hjá Milwauke Bucks með sínum 24 stigum, fimm frá­köstum og 11 stoðsend­ing­um. Jimmy Butler var atkvæðamestur hjá Miami Heat með 25 stig.

Den­ver Nug­gets komst svo í 2-0 með því að bera sigurorð af Minnesota Timberwol­ves, 122-113. Þar fór Jamal Murray á kostum hjá Denver Nuggets en hann setti niður 40 stig, tók þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Ant­hony Edw­ards, leikmaður Minnesota Timberwolves var hins vegar stigahæstur á vellinum með sín 41 en þess utan tók hann tvö fráköst og fan fjórar stoðsendingar.  

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×