Er nýtt ofur-þríeyki í pípunum í NBA-deildinni? Miami Heat teflir fram mögnuðu þríeyki í NBA-deildinni í körfubolta næstu árin eftir að LeBron James og Chris Bosh ákváðu að ganga til liðs við Dwyane Wade í Miami. Nú gætu þeir fengið samkeppni frá öðru mögulegu þríeyki eftir næsta tímabil. Körfubolti 13. júlí 2010 20:30
NBA-deildin sektar eiganda Cleveland David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, hefur sektað Dan Gilbert, eiganda Cleveland Cavaliers, um 100 þúsund dollara fyrir ummælin sem hann lét falla um LeBron James er leikmaðurinn ákvað að ganga í raðir Miami Heat. Körfubolti 13. júlí 2010 17:00
Fisher áfram hjá Lakers en Farmar er farinn Bakvörðurinn magnaði, Derek Fisher, verður áfram í herbúðum LA Lakers á næstu leiktíð. Fisher sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist ætla að semja upp á nýtt við Lakers. Körfubolti 13. júlí 2010 15:45
Segir eiganda Cleveland hafa hugarfar þrælahaldara Presturinn þekkti Jesse Jackson er allt annað en sáttur við Dan Gilbert, eiganda körfuboltaliðsins Cleveland Cavaliers. Körfubolti 12. júlí 2010 15:30
Tíu milljónir horfðu á ákvörðun LeBron James Tæplega tíu milljónir manna horfðu á "The Decision" - "Ákvörðunina" þar sem LeBron James tilkynnti að hann hefði ákveðið að ganga í raðir Miami Heat. Það er þriðja mesta áhorf á sjónvarpsþátt á þessu ári. Körfubolti 11. júlí 2010 21:00
Eigandi Cleveland hraunar yfir LeBron Dan Gilbert, eigandi Cleveland Cavaliers, er sár og svekktur út í LeBron James fyrir að yfirgefa félagið. James ætlar til Miami þar sem hann fær gullið tækifæri til þess að verða NBA-meistari. Körfubolti 9. júlí 2010 09:22
LeBron spilar með Miami Heat Körfuboltaheimurinn stóð á öndinni í nótt þegar LeBron James tilkynnti með hvaða liði hann ætlar að leika á næstu árum. Hann gerði það með stæl og dugði ekkert minna en sérstakur klukkutíma sjónvarpsþáttur á ESPN undir herlegheitin. Þátturinn hét "The Decision" eða Ákvörðunin. Körfubolti 9. júlí 2010 09:07
LeBron að mynda stjörnuþríeyki hjá Miami Heat? LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh í einu liði? Hvernig getur það lið ekki orðið meistari? Slúðurfregnir frá Bandaríkjunum herma að LeBron tilkynni í kvöld að hann gangi í raðir Miami Heat. Körfubolti 8. júlí 2010 17:00
Durant framlengir við Oklahoma Stuðningsmenn Oklahoma City Thunder höfðu ástæðu til þess að gleðjast í dag er Kevin Durant tilkynnti á Twitter-síðu sinni að hann væri búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning við félagið. Körfubolti 7. júlí 2010 23:30
Tilkynnir ákvörðun sína í klukkutíma sjónvarpsþætti LeBron James mun binda endi á fjölmiðlasirkus ársins annað kvöld þegar hann tilkynnir í klukkutímaþætti á ESPN með hvaða félagi hann hyggst leika næsta vetur. Körfubolti 7. júlí 2010 18:00
Bosh kemur til Miami og LeBron kannski á leiðinni Miami Heat mun mæta sterkt til leiks í NBA-deildinni á næstu leiktíð en heimildir ESPN herma að Dwyane Wade ætli sér að vera áfram í herbúðum liðsins og að Chris Bosh ætli sér að spila með Wade hjá Heat. Körfubolti 7. júlí 2010 16:30
Shaq hugsanlega á leiðinni til Atlanta Shaquille O´Neal er einn margra leikmanna í NBA-deildinni sem hugsar sína framtíð þessa dagana en hann er með lausan samning við Cleveland. Körfubolti 6. júlí 2010 23:45
Knicks ætlar að fá aðra stórstjörnu Forráðamenn NY Knicks eru vongóðir um að koma Amar´e Stoudemire muni verða þess valdandi að fleiri toppmenn gangi í raðir félagsins. Körfubolti 6. júlí 2010 17:30
Stoudemire til Knicks Amar´e Stoudemire hefur ákveðið að ganga í raðir New York Knicks en hann kemur til félagsins frá Phoenix Suns. Körfubolti 5. júlí 2010 23:16
Dirk Nowitzki áfram hjá Dallas Dirk Nowitzki hefur skrifað undir nýjan samning við Dallas Mavericks. Þjóðverjinn fær yfir 80 milljónir dollara á fjórum árum fyrir vikið en mörg félög vildu fá hann til sín. Körfubolti 5. júlí 2010 20:00
Fær Stoudemire 100 milljónir dollara hjá NY Knicks? Amare Stoudemire gæti fengið 17,2 milljónir dollara í laun á ári og samtals 100 milljónir dollara á fimm árum fyrir samning við New York Knicks. Viðræður eru í fullum gangi. Körfubolti 2. júlí 2010 23:00
Doc verður áfram með Celtics Doc Rivers hefur tilkynnt að hann muni halda áfram að þjálfa Boston Celtics næsta vetur en hann hefur komið liðinu í lokaúrslit NBA tvisvar á síðustu þremur árum. Körfubolti 1. júlí 2010 23:15
Phil Jackson tekur eitt ár enn með Lakers Phil Jackson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með LA Lakers. Þetta var tilkynnt í kvöld en Jackson íhugaði um stund að færa sig um set eða hreinlega hætta. Körfubolti 1. júlí 2010 23:00
Byron Scott að taka við Cleveland Byron Scott verður næsti þjálfari Cleveland Cavaliers samkvæmt áreiðanlegum heimildum ESPN. Viðræður hafa gengið vel og verið er að ganga frá lokaatriðum samningsins. Körfubolti 1. júlí 2010 17:00
LeBron James og aðrir samningslausir mega semja á morgun Á morgun mega samningslausir leikmenn í NBA-deildinni loksins tjá sig um framtíð sína og ræða við önnur félög. Stórstjörnur á borð við Lebron James, Dwyane Wade, Chris Bosh og Amare Stoudemire eru þar á meðal. Körfubolti 30. júní 2010 21:30
John Wall valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar Bakvörðurinn John Wall frá Kentucky-háskólanum var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar. Það var Washington Wizards sem nýtti sér fyrsta valrétt til þess að velja leikmanninn efnilega. Körfubolti 25. júní 2010 14:00
Jackson líklega að hætta með Lakers Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, segist líklega vera kominn á tíma sem körfuboltaþjálfari. Hann telur líklegt að hann sé hættur þjálfun eftir ótrúlegan feril. Körfubolti 24. júní 2010 15:15
Wallace leggur skóna væntanlega á hilluna Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, býst fastlega við því að gamla kempan Rasheed Wallace muni leggja skóna á hilluna í sumar. Körfubolti 22. júní 2010 13:45
Ekki jafn margir horft síðan Michael Jordan vann sinn síðasta titil Leikur sjö á milli Los Angeles Lakers og Boston Celtics fékk nánast met áhorf í Bandaríkjunum. Lakers vann leikinn með fjórum stigum og tryggði sér NBA-meistaratitilinn. Körfubolti 20. júní 2010 23:45
Fögnuður LA Lakers - Myndasyrpa Los Angeles Lakers tryggði sér NBA-meistaratitilinn i nótt með sætum sigri á Boston Celtics. Lokatölur 83-79 fyrir Lakers sem vann einvígið 4-3. Körfubolti 18. júní 2010 12:00
Sextándi meistaratitill Los Angeles Lakers Los Angeles Lakers vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 83-79, í úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Lakers er þar með meistari eftir 4-3 sigur í einvíginu. Körfubolti 18. júní 2010 09:30
Svali og Baldur lýsa leiknum saman í kvöld Svali H. Björgvinsson og Baldur Beck hafa skipts á að lýsa frá úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta á Stöð 2 Sport í vetur og þeir ætla lýsa saman lokaleiknum í kvöld þegar Los Angeles Lakers og Boston Celtics mætast í hreinum úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn. Körfubolti 17. júní 2010 22:45
NBA: Aðeins fjórði hreini úrslitaleikurinn um titilinn á 25 árum Los Angeles Lakers og Boston Celtics spila í kvöld sjöunda og síðasta leikinn sinn um NBA-meistaratitilinn í körfubolta. Leikurinn fer fram í Staples Center í Los Angeles og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 00.50. Körfubolti 17. júní 2010 20:00
Phil Jackson fær 256 milljónir í bónus ef Lakers vinnur titilinn Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, fær veglegan bónus fyrir að gera Lakers-liðið að NBA-meisturum annað árið í röð. Körfubolti 16. júní 2010 18:00
Torres á bekknum hjá Spáni í dag Allar líkur eru á því að Fernando Torres verði að verma varamannabekk Spánverja í Suður-Afríku. Evrópumeistararnir hefja leik í dag, gegn Sviss klukkan 14.00. Fótbolti 16. júní 2010 09:30