NBA: Kobe klikkaði á 13 skotum í röð í tapi Lakers fyrir San Antonio Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2010 09:00 Það gekk ekkert upp hjá Kobe Bryant í nótt. Mynd/AP Það gengur lítið hjá meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði fyrir San Antonio Spurs í nótt. Þetta var þriðji skellur Lakers-liðsins í röð og liðið hefur ekki skorað meira en 82 stig í þeim öllum. Miami Heat, Orlando Magic, Chicago Bulls og Boston Celtics unnu öll í nótt en Dallas Mavericks tapaði óvænt á heimavelli á móti Toronto. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio Spurs í þessum 97-82 heimasigri á Los Angeles Lakers og DeJuan Blair var með 17 stig og 15 fráköst. Sigur Spurs var óvenju öruggur miðað við það að þeir Tim Duncan (2 stig, 4 fráköst) og Manu Ginobili (9 stig) áttu hvorugur góðan leik. „Það er alltaf gott að vinna meistarana," sagði Manu Ginobili eftir leikinn en það var ekki eins gott hljóð í Kobe Bryant .„Ég er bara reiður út í sjálfan mig fyrir að spila ekki betur því ég spilaði mjög illa," sagði Kobe sem skoraði 21 stig en hitti aðeins úr 8 af 27 skotum. Hann klikkaði meðal annars á 13 skotum í röð í leiknum og var með 5 tapaða bolta en aðeins eina stoðsendingu. San Antonio Spurs er búið að vinna 27 af 31 leik á tímabilinu og eru komnir í hóp með þeim liðum sem hafa byrjað tímabilið hvað best. Síðasta lið til þess að byrja svona vel voru verðandi NBA-meistarar Boston Celtics 2007-2008 sem unnu þá 28 af 31 leik.Dwyane Wade.Mynd/APDwyane Wade skoraði 40 stig fyrir Miami Heat og þeir LeBron James og Chris Bosh voru báðir með 18 stig og 10 fráköst þegar liðið vann 106-98 sigur á New York Knicks.Zydrunas Ilgauskas var með 14 stig og 10 fráköst fyrir Miami sem hefur unnið 15 af síðustu 16 leikjum sínum. Amare Stoudemire var með 30 stig fyrir New York og Wilson Chandler skoraði 21 stig. Miami náði mest 22 stiga forystu en New York vann sig inn í leikinn í lokin.Gilbert Arenas var með 22 stig og 11 stoðsendingar og Jason Richardson bætti við 20 stigum þegar Orlando Magic hélt áfram uppgangi sínum með 110-95 sigri á Cleveland Cavaliers.Þetta var fjórði sigur Orlando í röð en liðið setti niður 19 þriggja stiga körfur í leiknum. Antawn Jamison skoraði 21 stig fyrir Clveland sem hefur tapað 14 af síðustu 15 leikjum sínum.Úr leik Boston og Indiana í nótt.Mynd/APChauncey Billups skoraði 18 stig þegar Denver Nuggets endaði þriggja leikja taphrinu með 95-77 sigri á Portland Trail Blazers. J.R. Smith og Nene voru báðir með 17 stig en liðið lék fjórða leikinn í röð án Carmelo Anthony sem missti systur sína á dögunum. LaMarcus Aldridge var með 18 stig og 13 fráköst hjá Portland. Paul Pierce skoraði 21 stig og Ray Allen bætti við 17 stigum þegar Boston Celtics vann 95-83 útisigur á Indiana Pacers. Boston hefur unnið 4 af 5 leikjum síðan þeir misstu Rajon Rondo í meiðsli en eina tapið í sextán síðustu leikjum kom á móti Orlando Magic í leiknum á undan. Brandon Rush skoraði mest fyrir Indiana eða 17 stig.Carlos Boozer.Mynd/APCarlos Boozer og Luol Deng skoruðu báðir 24 stig þegar Chicago Bulls vann 90-77 heimasigur á Milwaukee Bucks. Derrick Rose var með 18 stig, 12 stoðsendingar og 6 fráköst í þessum ellefta sigri Chicago í síðustu þrettán leikjum. John Salmons skoraði 18 stig fyrir Bucks-liðið. Nýliðinn Ed Davis var með 17 stig og 12 fráköst þegar Toronto Raptors vann óvæntan 84-76 útisigur á Dallas Mavericks. Linas Kleiza og DeMar DeRozan skoruðu báðir 16 stig. Það vantaði marga í lið Toronto en Dallas lék án Dirk Nowitzki. Jason Terry var stigahæstur hjá Dallas með 18 stig en Mavericks-liðið hafði fyrir leikinn unnið 17 af síðustu 18 leikjum sínum. Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt:Kobe Bryant í leiknum í nótt.Mynd/APCleveland Cavaliers-Orlando Magic 95-110 Indiana Pacers-Boston Celtics 83-95 Miami Heat-New York Knicks 106-98 Chicago Bulls-Milwaukee Bucks 90-77 Dallas Mavericks-Toronto Raptors 76-84 San Antonio Spurs-Los Angeles Lakers 97-82 Denver Nuggets-Portland Trail Blazers 95-77 NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Það gengur lítið hjá meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði fyrir San Antonio Spurs í nótt. Þetta var þriðji skellur Lakers-liðsins í röð og liðið hefur ekki skorað meira en 82 stig í þeim öllum. Miami Heat, Orlando Magic, Chicago Bulls og Boston Celtics unnu öll í nótt en Dallas Mavericks tapaði óvænt á heimavelli á móti Toronto. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio Spurs í þessum 97-82 heimasigri á Los Angeles Lakers og DeJuan Blair var með 17 stig og 15 fráköst. Sigur Spurs var óvenju öruggur miðað við það að þeir Tim Duncan (2 stig, 4 fráköst) og Manu Ginobili (9 stig) áttu hvorugur góðan leik. „Það er alltaf gott að vinna meistarana," sagði Manu Ginobili eftir leikinn en það var ekki eins gott hljóð í Kobe Bryant .„Ég er bara reiður út í sjálfan mig fyrir að spila ekki betur því ég spilaði mjög illa," sagði Kobe sem skoraði 21 stig en hitti aðeins úr 8 af 27 skotum. Hann klikkaði meðal annars á 13 skotum í röð í leiknum og var með 5 tapaða bolta en aðeins eina stoðsendingu. San Antonio Spurs er búið að vinna 27 af 31 leik á tímabilinu og eru komnir í hóp með þeim liðum sem hafa byrjað tímabilið hvað best. Síðasta lið til þess að byrja svona vel voru verðandi NBA-meistarar Boston Celtics 2007-2008 sem unnu þá 28 af 31 leik.Dwyane Wade.Mynd/APDwyane Wade skoraði 40 stig fyrir Miami Heat og þeir LeBron James og Chris Bosh voru báðir með 18 stig og 10 fráköst þegar liðið vann 106-98 sigur á New York Knicks.Zydrunas Ilgauskas var með 14 stig og 10 fráköst fyrir Miami sem hefur unnið 15 af síðustu 16 leikjum sínum. Amare Stoudemire var með 30 stig fyrir New York og Wilson Chandler skoraði 21 stig. Miami náði mest 22 stiga forystu en New York vann sig inn í leikinn í lokin.Gilbert Arenas var með 22 stig og 11 stoðsendingar og Jason Richardson bætti við 20 stigum þegar Orlando Magic hélt áfram uppgangi sínum með 110-95 sigri á Cleveland Cavaliers.Þetta var fjórði sigur Orlando í röð en liðið setti niður 19 þriggja stiga körfur í leiknum. Antawn Jamison skoraði 21 stig fyrir Clveland sem hefur tapað 14 af síðustu 15 leikjum sínum.Úr leik Boston og Indiana í nótt.Mynd/APChauncey Billups skoraði 18 stig þegar Denver Nuggets endaði þriggja leikja taphrinu með 95-77 sigri á Portland Trail Blazers. J.R. Smith og Nene voru báðir með 17 stig en liðið lék fjórða leikinn í röð án Carmelo Anthony sem missti systur sína á dögunum. LaMarcus Aldridge var með 18 stig og 13 fráköst hjá Portland. Paul Pierce skoraði 21 stig og Ray Allen bætti við 17 stigum þegar Boston Celtics vann 95-83 útisigur á Indiana Pacers. Boston hefur unnið 4 af 5 leikjum síðan þeir misstu Rajon Rondo í meiðsli en eina tapið í sextán síðustu leikjum kom á móti Orlando Magic í leiknum á undan. Brandon Rush skoraði mest fyrir Indiana eða 17 stig.Carlos Boozer.Mynd/APCarlos Boozer og Luol Deng skoruðu báðir 24 stig þegar Chicago Bulls vann 90-77 heimasigur á Milwaukee Bucks. Derrick Rose var með 18 stig, 12 stoðsendingar og 6 fráköst í þessum ellefta sigri Chicago í síðustu þrettán leikjum. John Salmons skoraði 18 stig fyrir Bucks-liðið. Nýliðinn Ed Davis var með 17 stig og 12 fráköst þegar Toronto Raptors vann óvæntan 84-76 útisigur á Dallas Mavericks. Linas Kleiza og DeMar DeRozan skoruðu báðir 16 stig. Það vantaði marga í lið Toronto en Dallas lék án Dirk Nowitzki. Jason Terry var stigahæstur hjá Dallas með 18 stig en Mavericks-liðið hafði fyrir leikinn unnið 17 af síðustu 18 leikjum sínum. Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt:Kobe Bryant í leiknum í nótt.Mynd/APCleveland Cavaliers-Orlando Magic 95-110 Indiana Pacers-Boston Celtics 83-95 Miami Heat-New York Knicks 106-98 Chicago Bulls-Milwaukee Bucks 90-77 Dallas Mavericks-Toronto Raptors 76-84 San Antonio Spurs-Los Angeles Lakers 97-82 Denver Nuggets-Portland Trail Blazers 95-77
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira