Larry Brown hættur sem þjálfari Charlotte Bobcats Michael Jordan, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Charlotte Bobcats, tilkynnti það í kvöld að Larry Brown væri hættur að þjálfa NBA-liðið en lítið hefur gengið hjá Bobcats-liðinu á þessu tímabili. Körfubolti 22. desember 2010 21:42
NBA: Lakers steinlá á heimavelli gegn Bucks Leikmenn LA Lakers virtust vera komnir í jólafrí í nótt er þeir tóku á móti Milwaukee Bucks í Staples Center. Leikmenn Lakers voru meðvitundarlausir í leiknum og steinlágu. Körfubolti 22. desember 2010 09:01
Fölsk jólakveðja frá LA Lakers Leikmenn NBA-meistara Los Angeles Lakers eru komnir í jólaskap og þeir hafa nú sent frá sér jólakveðju á netinu þar sem þeir syngja hið fræga jólalag "Jingle Bells." Körfubolti 21. desember 2010 23:45
Dallas stöðvaði Miami Tólf leikja sigurhrina Miami Heat tók enda í nótt er liðið tapaði fyrir Dallas í æsispennandi leik. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig fyrir Dallas og Jason Terry var með 19. Körfubolti 21. desember 2010 09:00
Þrettán sigrar í röð hjá Boston Meistarar LA Lakers luku í nótt sjö leikja ferðalagi er þeir skelltu Toronto í Kanada. Kobe Bryant atkvæðamestur í liði Lakers með 20 stig og Pau Gasol einnig sterkur með 19. Lakers tapaði aðeins einum leik á þessu ferðalagi. Körfubolti 20. desember 2010 09:00
NBA í nótt: Fáliðaðir töframenn nálægt óvæntum sigri Miami Heat vann í nótt afar nauman sigur á Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, 95-94. Körfubolti 19. desember 2010 11:00
NBA: Arenas, Turkoglu og Richardson til Orlando Það bárust stórtíðindi úr NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en Orlando Magic hefur fengið þá Gilbert Arenas, Hedo Turkoglo og Jason Richardson til liðs við félagið. Körfubolti 18. desember 2010 22:27
LeBron James fór á kostum í New York LeBron James hefur alltaf liðið vel í Madison Square Garden í New York og það var engin undantekning á því í nótt er Miami Heat vann þar sigur á New York Knicks, 113-91. Körfubolti 18. desember 2010 11:19
Tekst LeBron og félögum að hemja Stoudemire Madison Square Garden? Einn af stórleikjum ársins í NBA deildinni í körfuknattleik fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York þar sem að heimamenn í NY Knicks taka á móti Miami Heat þar sem að þríeykið LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh ráða ríkjum. Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 sport og hefst útsending á miðnætti. Körfubolti 17. desember 2010 14:29
NBA í nótt: Ginobili aftur hetja San Antonio Manu Ginobili er sjóðandi heitur með liði San Antonio í NBA-deildinni í körfubolta um þessar mundir. Körfubolti 17. desember 2010 09:20
NBA í nótt: Sjöundi sigur Chicago í röð Chicago vann sinn sjöunda sigur í röð, Paul Pierce stöðvaði sigurgöngu New York og LeBron James var aftur heitur gegn sínum gömlu félögum í Cleveland er Miami vann sinn tíunda sigur í röð. Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 16. desember 2010 09:13
Vujacic til Nets og Smith til Lakers Tennisdrottningin Maria Sharapova mun ekki baða sig í sviðsljósinu í Los Angeles lengur því kærastinn hennar, Sasha Vujacic, hefur verið sendur frá LA Lakers til New Jersey Nets. Körfubolti 15. desember 2010 22:30
NBA í nótt: Kobe heitur í sigri Lakers LA Lakers vann Washington, 103-89, í NBA-deildinni í nótt þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig í röð í þriðja leikhluta. Körfubolti 15. desember 2010 09:08
Styttist í að Yao spili Kínverski miðherjinn Yao Ming segir að hann verði bráðlega klár í slaginn með Houston Rockets en hann hefur verið mikið meiddur á undanförnum misserum. Ming er hávaxnasti leikmaður NBA deildarinnar eða rétt um 2.30 m á hæð en hann lék ekkert með Houston á síðustu leiktíð vegna meiðsla í fæti. Körfubolti 14. desember 2010 22:30
NBA: Níu í röð hjá Miami - Sigurganga Dallas stöðvuð Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat sem vann í nótt níunda leik sinn í röð. Liðið lagði þá New Orleans Hornets á heimavelli 96-84. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Wade nær að skora yfir 30 stig. Körfubolti 14. desember 2010 09:12
NBA: Kobe fór á kostum í seinni hálfleik Los Angeles Lakers vann útisigur á New Jersey Nets 99-92 í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant átti flottan leik en hann skoraði 25 stig í seinni hálfleiknum og alls 32 stig í leiknum. Körfubolti 13. desember 2010 09:08
NBA: Tólf í röð hjá Dallas, tíu í röð hjá Boston, átta í röð hjá Miami Dallas Mavericks, Boston Celtics og Miami Heat eru öll á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta og unnu þau öll sína leiki í nótt. Dallas vann sinn tólfta leik í röð, Boston vann sinn tíunda leik í röð og Miami vann sinn áttunda leik í röð en alla átta leikina hefur Miami unnið með tíu stigum eða meira. Körfubolti 12. desember 2010 11:00
NBA: Chicago vann Lakers og Miami búið að vinna sjö í röð Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls vann sigur á meisturum Los Angeles Lakers, Miami vann sinn sjöunda leik í röð og það gerði New York Knicks líka. San Antonio Spurs heldur áfram að vinna en það gengur ekkert hjá Orlando Magic þessa daganna. Maður næturinnar var þó George Karl sem stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn. Körfubolti 11. desember 2010 11:00
NBA: Dallas og Boston héldu sigurgöngum sínum áfram Sigurgöngur Dallas Mavericks og Boston Celtics héldu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann sinn ellefta leik í röð og Boston vann sinn níunda leik í röð. Það dugði hinsvegar ekki Orlando Magic að miðherjinn Dwight Howard skoraði 39 stig og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. Körfubolti 10. desember 2010 09:00
NBA: Átta sigrar í röð hjá Boston - sex sigrar í röð hjá Miami Boston Celtics og Miami Heat héldu áfram sigurgöngum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Derek Fisher tryggði Los Angeles Lakers dramatískan eins stigs sigur á nágrönnunum í Clippers um leið og leiktíminn rann út. San Antonio Spurs vann 18. sigur sinn í 21 leik á tímabilinu og New York Knicks er búið að vinna sex leiki í röð. Körfubolti 9. desember 2010 09:00
NBA: Dallas vann sinn tíunda leik í röð Dallas Mavericks er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tíunda leik í röð í nótt. Los Angeles Lakers vann Washington Wizards, Portland Trail Blazers skellti Phoenix Suns og þá blómstrar Atlanta Hawks án síns besta leikmanns. Körfubolti 8. desember 2010 09:00
Nýjasta gælunafn O´Neal: Shaq-a-Claus Það eru fáir betri því að stela sviðsljósinu en NBA-körfuboltamaðurinn Shaquille O'Neal sem hefur byrjað frábærlega með Boston Celtics í vetur. Shaquille hefur brugðið sér í allra kvikinda líka á löngum og farsælum ferli og nú ætlar hann að gleðja unga Boston-búa fyrir jólin. Körfubolti 7. desember 2010 23:45
NBA: Fimmti sigur Miami-liðsins í röð Miami Heat virðist vera loksins komið í gang í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Chicago Bulls vann Oklahoma City Thunder, Atlanta Hawks vann Orlando Magic og sigurganga New York Knicks heldur áfram. Körfubolti 7. desember 2010 09:00
NBA: San Antonio vann New Orleans í annað skipti á einni viku San Antonio Spurs er ekkert að gefa eftir í NBA-deildinni í körfubolta en aðra sögu er að segja frá New Orleans Hornets. Liðin mættust í annað skiptið á einni viku í nótt og vann San Antonio liðið aftur. Körfubolti 6. desember 2010 09:00
LeBron segist enn vera vinur Gibson Það var mikill hiti í mönnum þegar LeBron James heimsótti sinn gamla heimavöll síðasta fimmtudag. Nokkuð var látið með það hvernig James kom fram við sína gömlu félaga á bekknum. Körfubolti 5. desember 2010 17:00
Níu sigurleikir í röð hjá Dallas Dallas Mavericks er sjóðheitt þessa dagana og vann í nótt sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni. Að þessi sinni gegn Sacramento. Körfubolti 5. desember 2010 11:52
NBA: Lakers aftur á sigurbraut Fjögurra leikja taphrinu LA Lakers lauk í nótt þegar Lakers hreinlega pakkaði Sacramento saman. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð á Sactramento. Körfubolti 4. desember 2010 11:21
Jordan-LeBron auglýsingin ekki gerð með vitund Jordan Nike-auglýsing LeBron James fyrir tímabilið vakti verðskuldaða athygli en hún fjallaði um vistaskipti James frá Cleveland til Miami. Körfubolti 3. desember 2010 11:00
Stuðningsmenn Cleveland létu LeBron James heyra það - myndband LeBron James, leikmaður Miami Heat, var aðalfréttaefnið í NBA deildinni í gær þegar hann fór í fyrsta sinn á gamla heimavöllinn í Cleveland eftir umdeild félagaskipti hans s.l. sumar. Í myndbandinu fyrir er samantekt frá leiknum í gær þegar LeBron James kom inn á keppnisvöllinn og sjón er sögu ríkari. Körfubolti 3. desember 2010 10:15
LeBron lét baulið ekki trufla sig og fór á kostum Það var allt á suðupunkti í Cleveland í nótt þegar LeBron James snéri aftur til Cleveland í búningi Miami Heat. Áhorfendur létu öllum illum látum í garð leikmannsins en hann svaraði fyrir sig með stórleik á vellinum og gekk í burtu sem sigurvegari. Körfubolti 3. desember 2010 09:16
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti