Körfubolti

NBA: Indiana Pacers neitar að fara í sumarfrí

Stefán Árni Pálsson skrifar
Danny Granger átti fínan leik fyrir Indiana í kvöld. Mynd. / AP
Danny Granger átti fínan leik fyrir Indiana í kvöld. Mynd. / AP
Indiana Pacers vann í kvöld fjórða leikinn gegn Chicago Bulls, 89-84, í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA. Staðan í einvíginu er því 3-1 fyrir Bulls og enn á brattann að sækja fyrir Pacers.

Indiana Pacers var með yfirhöndina nánast allan leikinn og höfðu til að mynda 18 stiga forskot í fjórða leikhluta. Besta lið NBA-deildarinnar neitaði aftur á móti að gefast upp og á einhvern ótrúlegan hátt náðu þeir að minnka muninn niður í þrjú stig, 87-84, þegar 15 sekúndur voru eftir og Bulls með boltann.

Derrick Rose stillti upp í leikkerfi sem virtist ekki ætla að ganga upp. Allt í einu stóð Carlos Boozer, leikmaður Bulls, einn og yfirgefin fyrir utan þriggja stiga línuna og boltinn var rakleitt sendur til hans þegar um 5 sekúndur voru eftir. Boozer er ekki þekktasta þriggja stiga skyttan og skot hans geigaði og Indiana vann fyrsta leik sinn í einvíginu.

Þess má geta að Carlos Boozer hefur aðeins tekið tíu þriggja stiga skot á ferlinum og aðeins hitt úr einu. Kannski ekki besti kosturinn hjá Chicago Bulls til að loka leikjum.

Danny Granger skoraði 24 stig fyrir Pacers og tók 10 fráköst, en hann átti virkilega got kvöld.

Joakim Noah, leikmaður Chicago Bulls, skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Derrick Rose náði sér ekki eins vel á strik og í fyrstu þremur leikjum einvígisins, en hann skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar sem er samt sem áður fínn leikur fyrir flesta.









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×