NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Miami og Lakers töpuðu nokkuð óvænt

Miami Heat og meistaralið LA Lakers töpuðu bæði leikjum sínum í NBA deildinni í gær. San Antonio Spurs getur tryggt sér efsta sætið í Vesturdeildinni ef liðið vinnur einn leik til viðbótar og Lakers tapar einum leik. Milwaukee Bucks hafði betur gegn Miami á útivelli, 90-85. Golden State Warriors lagði meistaralið Lakers á heimavelli 95-87.

Körfubolti
Fréttamynd

Barnið hans Nash er hvítt eftir allt saman

Sögusagnir um að barn Steve Nash og fyrrverandi eiginkonu hans væri svart voru ekki á rökum reistar. Eiginkonan fyrrverandi hefur nú stigið fram í sviðsljósið, birt mynd af sér með börnunum og barnið er svo sannarlega hvítt.

Körfubolti
Fréttamynd

Liverpool er að hluta í eigu LeBron James

LeBron James, einn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur keypt hlut í enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. James, sem leikur með Miami Heat, kaupir hlutinn í hinu sögufræga fótboltaliði í gegnum nokkuð flókna viðskiptafléttu þar sem John Henry aðaleigandi Liverpool er samstarfsaðili LeBron James. Það er því ljóst að stuðningsmenn enska liðsins sem búsettir eru í Cleveland gætu átt í vandræðum með að styðja við liðið eftir fregnir kvöldsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rodman og Mullin teknir inn í Frægðarhöllina

Ólátabelgurinn Dennis Rodman er á meðal þeirra sem teknir voru inn í Frægðarhöll körfuboltans, Hall of fame, á þessu ári. Rodman er einn skrautlegasti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar en hann var einnig afar farsæll.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Dýrt tap hjá Lakers

Denver Nuggets batt í nótt enda á níu leikja sigurgöngu LA Lakers. George Karl, þjálfari Nuggets, var afar kátur og lýsti sigrinum svona: "Wow."

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Rose rosalegur í lokin í sigri Chicago og New York tapar enn

Það bendir allt til þess að Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, verði kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili og hann sýndi af hverju í nótt þegar hann vann leik liðsins við Milwaukee Bucks nánast upp á sitt einsdæmi. Atlanta Hawks tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni en New York Knicks tapaði hinsvegar sínum sjötta leik í röð og hefur gjörsamlega hrunið við komu Carmelo Anthony.

Körfubolti
Fréttamynd

Nokkrir NBA-leikmenn á tæknivillu-brúninni

Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, er tæknivillu-kóngur NBA-deildarinnar í körfubolta það sem af er og sá eini sem hefur farið í bann vegna of margra tæknivilla á þessu tímabili. Howard hefur fengið 16 tæknivillur en menn fá leikbann fyrir sextándu tækivilluna og svo eins leiks bann fyrir hverjar tvær tæknivillur sem bætast við.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Wade og LeBron skoruðu saman 71 stig í sigri Miami

Stórstjörnunar voru í stuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Dwyane Wade skoraði 39 stig í sigri Miami á Philadelphia og LeBron James var með 32 stig, Kobe Bryant var með 37 stig í sigri Los Angeles Lakers á Clippers og Derrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago í sigri á Memphis. Topplið San Antonio Spurs tapaði öðrum leiknum í röð án Tim Duncan og Boston missti Chicago frá sér eftir tap fyrir Charlotte.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Ellefta 50 sigra tímabil Dallas Mavericks í röð

Það var rólegt í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar það fóru aðeins fram tveir leikir. Dallas vann Minnesota Timberwolves og varð því fimmta liðið til þess að vinna 50 leiki í vetur og New Orleans Hornets hafði betur gegn Utah Jazz eftir framlengingu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Denver vann topplið San Antonio en New York tapar enn

Það hefur mikið breyst hjá Denver Nuggets og New York Knicks síðan að liðin skiptust á fjölda leikmanna fyrr í vetur. New York fékk stærstu stjörnu Denver, Carmelo Anthony, en lét frá sér marga sterka leikmenn. Síðan þá hefur allt gengið upp hjá Denver á meðan allt er á niðurleið hjá New York. Þetta mátti sjá í leikjum í NBA-deildinni í nótt því á meðan Denver vann topplið San Antonio þá tapaði New York á móti Orlando Magic.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers vann Phoenix eftir þríframlengdan leik

Los Angeles Lakers er áfram á góðu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en þurfti þrjár framlengingar til þess að landa sigri á móti Phoenix Suns í frábærum leik í nótt. Lakers hefur unnið 13 af 14 leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn en Suns-liðið er á góðri leið með því að missa af úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Boston vann í New York og Tim Duncan meiddist

San Antonio Spurs er áfram á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta eftir sigur á Golden State Warriors í nótt en liðið varð fyrir áfalli þegar Tim Duncan meiddist illa á ökkla. Boston Celtics og Chicago Bulls unnu bæði sinn fimmtugasta leik á tímabilinu og sitja hlið við hlið á toppnum í Austurdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers með tólfta sigurinn í síðustu þrettán leikjum

Kobe Bryant og Derek Fisher voru í aðalhlutverkum þegar Los Angeles Lakers landaði naumum sigri á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Toronto Raptors vann langþráðan útisigur og endaði sex leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og þá vann Milwaukee Bucks sigur á New York Knicks.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Oklahoma skellti Miami

Oklahoma Thunder vann sinn fimmta leik í röð í NBA-deildinni í nótt er það mætti sólstrandargæjunum í Miami Heat. Þetta var fyrsta tap Miami í fjórum leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago náði efsta sæti Austurdeildarinnar

Deildarkeppnin í NBA körfuboltanum nær hámarki á næstu vikum en liðin 30 eiga nú 15-20 leiki eftir af alls 82. Alls komast 16 lið í úrslitakeppnina, 8 úr Austurdeild og 8 úr Vesturdeild og er nú hart barist um þau sæti í báðum deildum.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami sýndi styrk sinn í San Antonio

Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær og fóru 9 leikir fram. Boston tapaði gegn New Jersey Nets, 88-79. Boston og Chicago deila nú efsta sæti Austurdeildarinnar og er mikil spenna framundan á lokasprettinum. Miami náði loksins að vinna eitt af bestu liðum deildarinnar en San Antonio Spurs tapaði gegn "ofurliðinu“ 110-80. Meistaralið LA Lakers sýndi styrk sinn gegn Orlando með 97-84 sigri á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Dwayne Wade fékk forræði yfir tveimur sonum sínum

Dwayne Wade leikmaður NBA liðsins Miami Heat hefur staðið í ströngu utan vallar vegna forræðisdeilu við fyrrum sambýliskonu. Dómstóll í Chicago hefur bundið enda á það mál með því að úrskurða að Wade fái fullt forræði yfir sonum sínum – en málaferlin hafa staðið yfir í tvö ár.

Körfubolti