Körfubolti

Nowitzki: Barnaleg hegðun sem hefur ekki áhrif á mig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks, hefur nú svarað þeim Dwyane Wade og LeBron James eftir að þeir gerðu grín af Þjóðverjanum vegna flensu sem hann fékk fyrir fjórða leik liðanna um NBA meistaratitilinn.

Nowitzki lék með 39 stiga hita í leiknum en það kom ekki að sök og Dallas Mavericks bar sigur úr býtum.

„Mér fannst þetta bara vera frekar barnalegt," sagði Nowitzki á blaðamannafundi í gær.

„Ég er búinn að vera í þessari deild í 13 ár og hef aldrei gert mér upp meiðsli eða veikindi".

„Þetta hefur enginn áhrif á mig. Ég er klár í slaginn og þarf ekki svona atvik til að hvetja mig áfram, þetta er úrslitaeinvígið og það á að vera nóg".

Dallas leiðir einvígið 3-2 og þarf aðeins einn sigur í viðbót til þess að verða meistarar, en sjötti leikur liðanna fer fram í kvöld kl 00:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð2sport en útsendingin hefst kl 23:45.

„Okkur vantar aðeins einn sigur í viðbót til að ná markmiðinu, en ég hef unnið að þessu markmiðið hálfa ævina mína og það kemur ekki til greina að missa þetta frá okkur núna," sagði Nowitzki.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×