Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. Körfubolti 8. febrúar 2012 18:15
NBA í nótt: Pierce tók fram úr Bird Paul Pierce er orðinn næst stigahæsti leikmaður Boston Celtics frá upphafi en hann skoraði fimmtán stig þegar að liðið vann Charlotte Bobcats, 94-84, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 8. febrúar 2012 09:00
Bróðir Stoudemire lést í bílslysi Amar'e Stoudemire, leikmaður NY Knicks, missti bróður sinn í gær er hann lést í bílslysi í Flórída. Körfubolti 7. febrúar 2012 22:45
Tímabilið mögulega búið hjá Billups Sigur LA Clippers gegn Orlando í NBA-deildinni í nótt mun reynast fyrrnefnda liðinu mögulega afar dýrkeyptur því líkur eru á að Chauncey Billups verði frá út tímabilið vegna meiðsla. Körfubolti 7. febrúar 2012 21:15
NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. Körfubolti 7. febrúar 2012 09:00
Fer Steve Nash frá Phoenix Suns? Það eru engar líkur á því að Phoenix Suns gerir atlögu að NBA meistaratitlinum í ár en liðið hefur aðeins unnið 9 leik en tapað 14 það sem af er vetri. Slakt gengi liðsins hefur vakið upp þann orðróm að leikstjórnandinn Steve Nash fari frá liðinu í leikmannaskiptum. Nash er 38 ára gamall og er hann enn á meðal bestu leikstjórnandi deildarinnar, með 14,5 stig að meðtali og um 10 stoðsendingar í leik. Körfubolti 6. febrúar 2012 23:30
NBA: Parker með 42 stig í sigri San Antonio á Oklahoma City San Antonio Spurs liðið er að komast á skrið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann besta lið deildarinnar, Oklahoma City Thunder, í nótt þökk sé stórleik frá Tony Parker. Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers töpuðu bæði sínum leikjum en New York Knicks náði að vinna nágrannaslaginn við New Jersey Nets. Körfubolti 5. febrúar 2012 11:00
LeBron og Kobe bestir í NBA-deildinni í janúar LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers hafa verið valdir bestu leikmenn NBA-deildarinnar í janúar, James í Austurdeildinni og Bryant í Vesturdeildinni. Fyrstu leikir tímabilsins í desember teljast einnig með. Körfubolti 4. febrúar 2012 13:30
NBA: Lakers-menn unnu á útivelli og Miami vann Philadelphia Fjölmargir leikir fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers hefur gengið illa á útivelli í vetur en byrjaði sex leikja útileikjaferðalag á sigri á Denver Nuggets. Miami Heat vann öruggan sigur á spútnikliði Philadelphia 76ers, Boston Celtics vann New York Knicks í hörkuleik, Oklahoma City vann Memphis og þá dugðu 30 stig frá Dirk Nowitzki ekki Dallas á móti Indiana. Körfubolti 4. febrúar 2012 11:00
LeBron James verður kannski með í troðslukeppninni LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, tróð með tilþrifum í upphafi vikunnar þegar hann hoppaði yfir einn leikmann Chicago Bulls og nú eru bandarískir fjölmiðlamenn að velta því upp að James muni taka þátt í troðslukeppni Stjörnuleiksins sem fer fram í Orlandi í lok febrúar. Körfubolti 3. febrúar 2012 21:15
NBA: Byrjunarliðin klár fyrir Stjörnuleikinn | Howard fékk flest atkvæði Það er búið að gefa það út hvaða tíu leikmenn munu byrja Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en leikurinn fer fram í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Los Angeles borg á fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum Vesturdeildarinnar og er það í fyrsta sinn í fimmtán ár sem tvö liðsfélagapör eru í sama byrjunarliði í Stjörnuleik. Körfubolti 3. febrúar 2012 10:15
NBA: Denver stöðvaði sigurgöngu Clippers | Stórleikur Rose í New York Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli sigur Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í leik tveggja liða úr hópi sterkustu liðanna í Vesturdeildarinnar og síðan frábær frammistaða Derrick Rose í Madison Square Garden í New York. Körfubolti 3. febrúar 2012 09:00
Miðaverð á NBA-leiki hækkar | Dýrast á leiki New York Knicks Miðaverð á NBA-leiki er farið að hækka á nýjan leik eftir að hafa staðið í stað í þrjú ár. Meðalverð á miða hefur nú hækkað um 1.7 prósent og upp í 48,48 dollara eða rúmlega sex þúsund krónur íslenskar. Það langdýrast á leiki hjá New York Knicks en meðalmiðaverð á leik í Madison Square Garden er fimm sinnum hærra en hjá Memphis Grizzlies þar sem miðarnir eru ódýrastir. Körfubolti 2. febrúar 2012 22:45
Irving og Rubio bestu nýliðarnir í NBA í janúarmánuði Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers og Ricky Rubio hjá Minnesota Timberwolves voru valdir bestu nýliðarnir í janúarmánuði í NBA-deildinni í körfubolta. Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder voru valdir bestu þjálfararnir. Hér er verið að tala um fyrsta rúma mánuðinn á tímabilinu því leikirnir í lok desember teljast einnig með. Körfubolti 2. febrúar 2012 13:00
NBA: 40 stig frá LeBron ekki nóg fyrir Miami | Thunder vann Dallas Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í Dallas Körfubolti 2. febrúar 2012 09:00
Er þetta lélegasta vítaskotið í sögu NBA deildarinnar? DeSagana Diop, þrítugur miðherji frá Senegal, er ekki leikmaður NBA liðsins Charlotte Bobcats vegna hæfileika sinna á vítalínunni. Í myndbandinu má sjá tilþrif hjá Diop sem eru flokkuð af körfuboltasérfræðingum sem eitt lélegasta vítaskot sögunnar. Körfubolti 1. febrúar 2012 23:45
Stuðningsmenn Lakers hafa ekki mikla trú á liðinu Los Angeles Lakers hefur tapað 9 af 22 fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu til þessa og er aðeins með sjötta besta árangurinn í Vesturdeildinni. Stuðningsfólk liðsins er ekki bjartsýnt á góðan árangur á þessu tímabili en nú er að verða síðasti möguleikinn fyrir Kobe Bryant að gera eitthvað áður en hann verður of gamall. Körfubolti 1. febrúar 2012 13:30
NBA: Létt hjá Lakers | Boston og New York unnu bæði Los Angeles Lakers, Boston Celtics og New York Knicks unnu öll leiki sína í NBA-deildinni í nótt. Atlanta Hawks vann sinn þriðja leik í röð og Memphis Grizzlies hafði betur gegn Denver Nuggets í framlengingu. Körfubolti 1. febrúar 2012 09:00
Shaq á nærbuxunum í beinni á TNT Shaquille O'Neal er óhræddur við að gera grín að sér og öðrum og það breytist ekkert þótt að hann sé orðinn heiðvirður sjónvarpsmaður í umfjöllun TNT um NBA-deildina. Það er nefnilega von á öllu þegar Shaq og Charles Barkley eru saman í sjónvarpssal. Körfubolti 31. janúar 2012 23:45
LeBron hjólar oft í vinnuna | Mætti á hjóli í Chicago-leikinn LeBron James hjólar oft í vinnuna, æfingar hjá NBA-körfuboltaliðinu Miami Heat, og finnst það ekkert tiltökumál. Körfubolti 31. janúar 2012 18:45
Bíddu, var einhver að tala um troðslu ársins | Griffin minnti á sig Það eru flestir vanalega sammála um það að Blake Griffin eigi flottustu troðslurnar í NBA-deildinni í körfubolta en í gær voru allir að missa sig yfir því þegar LeBron James hoppaði yfir einn leikmann Chicago Bulls áður en hann tróð boltanum með tilþrifum í körfuna. Körfubolti 31. janúar 2012 14:30
NBA: Clippers vann Oklahoma City | 8 sigrar í 9 leikjum hjá Miami Los Angeles Clippers sýndi styrk sinn með því að enda fjögurra leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í leik tveggja liða sem eru í efsta sætinu í sínum deildum í vestrinu. Miami Heat vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum og Chicago Bulls, Dallas Mavericks og an Antonio Spurs unnu öll leiki sína. Körfubolti 31. janúar 2012 09:00
LeBron James hoppaði yfir leikmann Chicago | Ótrúleg troðsla Það þekkt hlutskipti varnarmanna í körfuboltann að vera "festir á veggspjald" þegar þeir mæta aðeins of seint til að verjast troðslum móherja sinna en það eru færri sem lenda í því að það hreinlega hoppað yfir þá. Körfubolti 30. janúar 2012 16:30
NBA: Miami vann Chicago | Sjaldgæfur útisigur hjá Lakers Miami Heat vann sigur á Chicago Bulls í toppslagnum í austrinu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, Boston Celtics tapaði fyrir Cleveland á heimavelli og Los Angeles Lakers vann sjaldagæfan sigur á útivelli. Körfubolti 30. janúar 2012 09:00
Ekkert gengur hjá Lakers á útivelli Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum. Körfubolti 29. janúar 2012 23:30
Enn tapar Lakers á útivelli og skorar minna en 100 stig Los Angeles Lakers heldur áfram slæmu gengi sínu á útivelli í NBA-körfuboltanum. Liðið tapaði 100-89 gegn Milwaukee Bucks í nótt og hefur tapað sjö af átta leikjum sínum á útivelli í deildinni. Körfubolti 29. janúar 2012 11:00
NBA í nótt: Frábær endurkoma hjá Boston Boston Celtics náði að snúa erfiðri stöðu gegn Orlando Magic sér í vil í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Boston vann að lokum átta stiga sigur, 91-83. Körfubolti 27. janúar 2012 09:00
NBA í nótt: Lakers vann borgarslaginn í Los Angeles Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en helst bar sigur LA Lakers á grönnum sínum í LA Clippers, 96-91. Körfubolti 26. janúar 2012 09:00
Miami á góðri siglingu án Dwayne Wade Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Chris Bosh skoraði 35 stig fyrir Miami en nýliðinn Kyrie Irving skoraði 17 stig fyrir Cleveland, í 92-85 sigri Miami. LeBron James skoraði 18 stig fyrir Miami, en Dwayne Wade lék ekki með Miami en þetta er fimmti leikurinn sem hann missir af eftir ökklameiðsli. Miami hefur unnið 7 af 8 leikjum tímabilsins þar sem Wade hefur ekki verið með. Körfubolti 25. janúar 2012 09:00
NBA: Boston jafnaði félagsmet gegn Orlando Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics tók Orlando í kennslustund á heimavelli sínum með 87-56 sigri á heimavelli. Boston hefur aðeins einu sinni áður fengið á sig eins fá stig í NBA deildinni. Boston lék án lykilmanna á borð við Rajon Rondo og Ray Allen. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston en Dwight Howard var sá eini sem eitthvað lét að sér kveða í liði Orlando. Hann skoraði 18 stig. Körfubolti 24. janúar 2012 09:00