Körfubolti

Dallas lagði Houston í spennuleik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nowitzki fór fyrir sínum mönnum sem oftar í nótt.
Nowitzki fór fyrir sínum mönnum sem oftar í nótt. Nordic Photos / Getty
Meistarar Dallas Mavericks voru fljótir að jafna sig á tapinu gegn San Antonio í fyrrinótt og lögðu granna sína í Houston Rockets eftir framlengingu í nótt, 101-99.

Allt stefndi í sigur heimamanna í venjulegum leiktíma þegar Chandler Parsons setti niður þrist sekúndu fyrir leikslok. Í framlengingunni fékk Houston tækifæri til að tryggja sér sigurinn en þriggja stiga skot Chase Budinger undir lokin skoppaði af hringnum.

Dirk Nowitzki var hefðinni samkvæmt atkvæðamikill í liði heimamanna. Þjóðverjinn skoraði 31 stig sem fékk skurð á ennið í framlengingunni svo sauma þurfti nokkur spor.

Brandan Wright varði heil sjö skot í leiknum og var gestunum erfiður í sóknarleik sínum. Þá skoraði Jason Terry 24 stig, þar af síðustu tvö stig heimamanna.

„Hver einasti leikur er þýðingarmikill fyrir okkur vegna úrslitakeppninnar. Tímabilið hefur verið erfitt en á heildina litið er ég ánægður með framlag allra í liðinu," sagði Terry. Dallas hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum.



Hér má sjá svipmyndir úr leiknum í nótt.


Önnur úrslit í nótt (heimalið á undan):

Washington Wizards 92-95 Atlanta Hawks

New Jersey Nets 102-89 Charlotte Bobcats

New York Knicks 101-79 Detroit Pistons

Houston Rockets 99-101 Dallas Mavericks

Chicaco Bulls 102-101 Toronto Raptors

New Orleans Hornets 86-89 San Antonio Spurs

Millwaukee Bucks 104-125 Indiana Pacers

Golden State Warriors 111-108 Sacramento Kings

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×