Bosh hetja Heat í Portland LeBron James lék ekki með meisturum Miami Heat í NBA körfuboltanum í nótt sem lögðu Portland Trail Blazers að velli á útivelli 108-107. Chris Bosh átti stórleik fyrir Heat auk þess að tryggja sigurinn með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir. Körfubolti 29. desember 2013 11:30
Westbrook í þriðju hnéaðgerðina Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA, verður frá keppni næstu vikurnar. Kappinn er á leiðinni undir hnífinn í enn eitt skiptið. Körfubolti 28. desember 2013 10:45
Áætlun Miami Heat gekk ekki upp LeBron James skoraði 33 stig en tognaði á nára í tapi Miami Heat gegn Sacramento Kings í NBA-körfuboltanum í nótt. Körfubolti 28. desember 2013 09:13
Cuban hafði óbeit á jólatreyjunum Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, var ekki ánægður með stuttermatreyjurnar sem NBA-leikmenn spiluðu í á jóladag. Körfubolti 27. desember 2013 23:30
Flautukarfa með heppnisstimpil eftir tvær framlengingar | Myndband Jeff Teague tryggði Atlanta Hawks 127-125 útisigur á Cleveland Cavaliers með lokaskoti leiksins í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 27. desember 2013 07:20
LeBron James fær falleinkunn á golfvellinum Körfuboltamaðurinn LeBron James og grínistinn Kevin Hart eru aðal númerið í nýrri auglýsingu frá Samsung um nýja Galaxy Note úrið frá Samsung. Körfubolti 26. desember 2013 23:30
LeBron og Serena eru Íþróttafólk ársins hjá AP Körfuboltamaðurinn LeBron James og tenniskonan Serena Williams voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins af AP-fréttstofunni. Bæði voru þau afar sigursæl á árinu og að mörgum talin vera þau bestu í heimi í sinni grein. Sport 26. desember 2013 22:45
Endurhæfing Bryant gengur hægt Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers sat á hliðarlínunni í sex stiga tapi Lakers gegn Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. Aðeins níu dögum eftir að hafa snúið aftur frá meiðslum meiddist Bryant aftur í sigri á Memphis og verður hann frá frá í sex vikur. Körfubolti 26. desember 2013 11:30
NBA: Svört jól í New York | Sjötti sigur Heat í röð Það voru svo sannarlega svört jól hjá körfuboltaliðum New York borgar í gær, bæði liðin steinlágu á heimavelli. Körfubolti 26. desember 2013 11:00
D'Antoni biðst afsökunar á gagnrýni Mike D'Antoni, þjálfari Los Angeles Lakers baðst afsökunar á harðorðum ummælum um aðdáendur liðsins. Ummæli D'Antoni komu eftir tap gegn Phoenix Suns, fyrrum liði D'Antoni. Körfubolti 25. desember 2013 14:45
Körfuboltaveisla á Stöð 2 Sport á jóladag Sannkölluð körfuboltaveisla verður á Stöð 2 Sport í kvöld. Að venju eru stórleikir í NBA-deildinni á jóladag en á milli leikja verður heimildarmyndin Ölli sýnd. Myndin fjallar um einn af efnilegustu körfuboltamönnum Íslands á sínum tíma. Körfubolti 25. desember 2013 11:45
Nowitzki í þrettánda sæti yfir stigahæstu menn sögunnar Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks heldur áfram að klífa stigann yfir stigahæstu menn í sögu NBA-deildarinnar. Hann hefur fært sig upp um fjögur sæti í vetur. Körfubolti 24. desember 2013 20:00
Vilja breyta reglum í nýliðavali NBA-deildarinnar Það er farið að verða sífellt meira vandamál í NBA-deildinni að léleg lið tapi leikjum nánast viljandi til þess að fá betri valrétt í nýliðavalinu. Körfubolti 24. desember 2013 16:00
Besta byrjun í sögu Miami Heat Meistarar Miami Heat lenti í kröppum dansi gegn Atlanta í NBA-deildinni í nótt. Þeir unnu þó sigur að lokum eftir framlengdan leik. Körfubolti 24. desember 2013 11:00
Rodman hittir Kim Jong-Un bara seinna Fyrrverandi körfuknattleikskappinn Dennis Rodman yfirgaf Norður-Kóreu á mánudag. Körfubolti 23. desember 2013 09:47
Paul sá fyrir sigrinum | Sigurganga Oklahoma á enda Chris Paul skoraði úr fimm vítaskotum á síðustu tuttugu sekúndum framlengingar í sigri Los Angeles Clippers á Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 23. desember 2013 08:15
Býflugan snýr aftur Árið 2002 gaf NBA-deildin borginni Charlotte loforð, borgin var að missa körfuboltaliðið Charlotte Hornets til New Orleans og markmiðið var að stofna nýtt lið í borginni. Körfubolti 22. desember 2013 11:45
Oklahoma óstöðvandi Kevin Durant, Russell Westbrook og félagar í Oklahoma eru á góðu skriði þessa dagana, þrettán stiga sigur á San Antonio Spurs í nótt var sá níundi í röð hjá liðinu. Westbrook átti góðan leik í liði Oklahoma með 31 stig og átta stoðsendingar. Körfubolti 22. desember 2013 11:00
Aðeins heimskingjar afskrifa mig Margir efast um hvort Kobe Bryant nái því aftur að verða einn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann var nýbyrjaður að spila eftir langa fjarveru er hann meiddist aftur. Körfubolti 21. desember 2013 22:15
Troðsla ársins hjá LeBron | Myndband Besti körfuboltamaður heims, LeBron James, bauð upp á hreint ótrúleg tilþrif í leiknum gegn Sacramento í nótt. Er talað um troðslu ársins. Körfubolti 21. desember 2013 13:45
Miami-menn í banastuði Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt og voru margir þeirra spennandi. Meistarar Miami sölluðu niður stigum gegn Sacramento að venju. Körfubolti 21. desember 2013 11:36
Treyja LeBron James sú vinsælasta í NBA-deildinni Í gær voru gefnar út nýjar tölur um treyjusölu í NBA-deildinni. LeBron James hefur kastað Kobe Bryant úr toppsæti listans. Körfubolti 20. desember 2013 23:00
Kobe meiddur á ný | Frá í sex vikur Það eru ekki nema þrjár vikur síðan LA Lakers eyrnamerkti Kobe Bryant 48,5 milljónir dollara sem hann á að fá í laun. Hann á að vera áfram framtíð liðsins þó svo hann sé nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og sé orðinn 35 ára gamall. Körfubolti 20. desember 2013 08:30
Oklahoma með sinn áttunda sigur í röð Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Oklahoma Thunder vann þá stórleikinn gegn Chicago Bulls nokkuð sannfærandi. Körfubolti 20. desember 2013 08:00
Goðsögnin hefur engu gleymt "Ég hef ekki tekið skot í nokkur ár. En þegar þú lærir að skjóta þá gleymir þú því aldrei,“ sagði Jerry West við hóp barna sem nutu leiðsagnar goðsagnarinnar á dögunum. Körfubolti 19. desember 2013 23:00
Enn heldur Rodman til Norður-Kóreu "Ég ætla bara að taka þátt í körfuboltaleik og skemmta mér,“ segir körfuboltakappinn Dennis Rodman. Sá bandaríski ætlar að endurnýja kynni sín við Norður-Kóreu. Körfubolti 19. desember 2013 07:42
Þristar Bosh og Allen tryggðu sigurinn LeBron James hrissti af sér ökklameiðsli og setti 24 stig, níu fráköst og átti sjö stoðsendingar í 97-94 sigri Miami Heat á Indiana Pacers í NBA-körfuboltanum í nótt. Körfubolti 19. desember 2013 07:32
Kobe allur að koma til | Lillard aftur hetjan Kobe Bryant skoraði 21 stig í sjötta leik sínum eftir endurkomuna þegar Los Angeles Lakers lagði Memphis Grizzlies 96-92. Kevin Durant skoraði 30 stig í sigri Oklahoma City Thunder. Körfubolti 18. desember 2013 07:30
Johnson setti 29 stig í einum leikhluta og jafnaði met | Myndband LeBron James virtist hafa meitt sig á ökkla og yfirgaf völlinn í þriðja leikhluta. Kappinn sneri aftur í fjórða leikhluta og lauk leik með 30 stig í sigri Miami Heat á Utah Jazz. Körfubolti 17. desember 2013 08:52
Rondo má byrja að æfa á nýjan leik Læknar Boston Celtics hafa gefið Rajon Rondo grænt ljós á að byrja að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Hann ætti því að geta spilað aftur í janúar. Körfubolti 16. desember 2013 17:45