Griffin sjóðheitur í áttunda sigri Clippers í röð | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 07:13 Los Angeles Clippers er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en það vann áttunda leikinn í röð í nótt er það lagði Phoenix suns að velli, 112-105.Blake Griffin var allt í öllu í liði Clippers en hann skoraði 29 stig í fyrri hálfleik og 42 stig í heildina auk þess sem hann tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. DarrenCollison skoraði næstmest eða 20 stig og undir körfunni reif miðherjinn DeAndreJordan niður 17 fráköst. Phoenix Suns er nú búið að tapa tveimur leikjum í röð og sex af síðustu tíu og er ekki lengur inn í úrslitakeppninni. Goran Dragic heldur áfram að hitta nánast úr hverju einasta skoti í liði Phoenix en hann skoraði 23 stig í nótt og var með magnaða skotnýtingu. Í spilaranum hér að ofan má sjá Griffin skora 29 stig í fyrri hálfleik en hér á eftir fylgir troðsla hans úr hraðaupphlaupi. New York Knicks gefst ekki upp í baráttunni um áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni en liðið lagði Philadelphia 76ers í nótt, 123-110. Knicks er með 25 sigra og 40 töp í 9. sæti en Atlanta er sæti ofar með 27 sigra og 35 töp.Amar'e Stoudemire (23 stig og 6 fráköst), Carmelo Anthony (22 stig og 9 fráköst) og J.R. Smith (22 stig 5 stoðsendingar) voru bestir hjá New York. Nýliðinn Michael Carter-Williams fór á kostum fyrir 76ers í nótt og náði þrennu með 23 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum en það dugði ekki til. Philadelphia tapaði sínum 17. leik í röð og stefnir hraðbyri að botnsæti austurdeildarinnar. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðstöðulausa hollí hú-troðslu J.R. Smith fyrir New York Knicks í nótt. Miami Heat vann svo níu stiga sigur á Washington Wizards í nótt, 99-90, þar sem LeBronJames skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Chris Bosh og Dwayne Wade bættu báðir við 22 stigum. Hjá Washington var Bradley Beal stigahæstur með 18 stig en Marcin Gorat var öflugur undir körfunni ogtók 18 fráköst auk þess sem hann skoraði 14 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Bobcats - Denver Nuggets 105-98 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 101-97 Miami Heat - Washington Wizards 99-99 New York - Knicks - Philadelphia 76ers 123-110 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 105-98 Utan Jazz - Atlanta Hawks 110-112 Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 112-105Staðan í deildinni.Raymond Felton og J.R. Smith fagna eftir troðsluna.vísir/getty NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Los Angeles Clippers er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en það vann áttunda leikinn í röð í nótt er það lagði Phoenix suns að velli, 112-105.Blake Griffin var allt í öllu í liði Clippers en hann skoraði 29 stig í fyrri hálfleik og 42 stig í heildina auk þess sem hann tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. DarrenCollison skoraði næstmest eða 20 stig og undir körfunni reif miðherjinn DeAndreJordan niður 17 fráköst. Phoenix Suns er nú búið að tapa tveimur leikjum í röð og sex af síðustu tíu og er ekki lengur inn í úrslitakeppninni. Goran Dragic heldur áfram að hitta nánast úr hverju einasta skoti í liði Phoenix en hann skoraði 23 stig í nótt og var með magnaða skotnýtingu. Í spilaranum hér að ofan má sjá Griffin skora 29 stig í fyrri hálfleik en hér á eftir fylgir troðsla hans úr hraðaupphlaupi. New York Knicks gefst ekki upp í baráttunni um áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni en liðið lagði Philadelphia 76ers í nótt, 123-110. Knicks er með 25 sigra og 40 töp í 9. sæti en Atlanta er sæti ofar með 27 sigra og 35 töp.Amar'e Stoudemire (23 stig og 6 fráköst), Carmelo Anthony (22 stig og 9 fráköst) og J.R. Smith (22 stig 5 stoðsendingar) voru bestir hjá New York. Nýliðinn Michael Carter-Williams fór á kostum fyrir 76ers í nótt og náði þrennu með 23 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum en það dugði ekki til. Philadelphia tapaði sínum 17. leik í röð og stefnir hraðbyri að botnsæti austurdeildarinnar. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðstöðulausa hollí hú-troðslu J.R. Smith fyrir New York Knicks í nótt. Miami Heat vann svo níu stiga sigur á Washington Wizards í nótt, 99-90, þar sem LeBronJames skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Chris Bosh og Dwayne Wade bættu báðir við 22 stigum. Hjá Washington var Bradley Beal stigahæstur með 18 stig en Marcin Gorat var öflugur undir körfunni ogtók 18 fráköst auk þess sem hann skoraði 14 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Bobcats - Denver Nuggets 105-98 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 101-97 Miami Heat - Washington Wizards 99-99 New York - Knicks - Philadelphia 76ers 123-110 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 105-98 Utan Jazz - Atlanta Hawks 110-112 Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 112-105Staðan í deildinni.Raymond Felton og J.R. Smith fagna eftir troðsluna.vísir/getty
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira