NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Holi­day á leið til Boston

Jrue Holiday stoppaði stutt hjá Portland Trail Blazers en honum var skipt til félagsins þegar Damian Lillard fór til Milwaukee Bucks á dögunum. Nú hefur verið greint frá því að Holiday er á leið til Boston Celtics í öðrum stórum skiptum NBA-deildarinnar á aðeins örfáum dögum.

Körfubolti
Fréttamynd

Skiptin til Bucks komu Lillard í opna skjöldu

Damian Lillard hafði óskað eftir því við Joe Cronin, framkvæmdastjóra Portland Trail Blazers, að draga ósk sína um félagaskipti til baka þegar útséð var um að hann gæti gengið til liðs við Miami Heat. 

Körfubolti
Fréttamynd

Bið á félagaskiptum Damian Lillard

Lítið virðist þokast í viðræðum um félagaskipti Damian Lillard frá Portland Trail Blazers en Miami Heat virðist ekki geta boðið neitt bitastætt til að koma skiptunum í kring.

Körfubolti
Fréttamynd

Damian Lillard nálgast Miami Heat

Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers til 11 ára í NBA deildinni, virðist loks vera á förum frá félaginu. Miami Heat þykir enn líklegasti áfangastaður hans en Phoenix Suns hafa blandað sér í málið. 

Körfubolti
Fréttamynd

Jason Kidd þjálfar kvennalið í minningu Kobe

Jason Kidd þjálfar ekki bara stórstjörnur NBA deildarinnar. Árið 2021 tók hann upp þjálfun á úrvalsliði u17 ára kvenna til minningar um Kobe Bryant. Liðið sem hann þjálfar, Jason Kidd Select, vann körfuboltamót í hinum víðfræga Rucker Park síðastliðna helgi.

Körfubolti
Fréttamynd

Hand­tekinn fyrir að ganga í skrokk á kærustunni

Kevin Porter Jr., leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á, og reyna að kyrkja, kærustu sína. Sú heitir Kysre Gondrezick og er fyrrverandi leikmaður í WNBA-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Djoko­vic heiðraði Kobe eftir sögu­legan sigur

Novak Djokovic skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hans 24. sigur á risamóti en enginn karlmaður hefur unnið jafn marga risatitla í sögu íþróttarinnar. Hann tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigurinn.

Sport
Fréttamynd

James Harden kallar forseta 76ers lygara

Bandaríski körfuboltamaðurinn James Harden hefur flakkað á milli NBA félaga undanfarin ár og margoft beðið um að vera skipt í nýtt félag. Nú þegar það er ekki að ganga hjá honum í þetta skiptið þá úthrópar hann eiganda félagsins síns.

Körfubolti