Jókerinn í NBA er ekkert grín Serbinn Nikola Jokic hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni á fyrstu sex vikum ársins 2017. Körfubolti 14. febrúar 2017 07:45
NBA: Denver felldi Golden State á eigin bragði | Myndbönd Denver Nuggets bauð upp á skotsýningu í óvæntum sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Galdrakarlarnir frá Washington slökktu næstum því alveg á Russell Westbrook. Spurs innsiglaði tuttugasta tímabilið í röð þar sem liðið vinnur fleiri leiki en það tapar. Körfubolti 14. febrúar 2017 07:15
Doc Rivers gefur Steve Kerr ráð: Ekki reita Russell til reiði Doc Rivers þekkir það vel að stýra liði í Stjörnuleik NBA-deildarinnar og hann er með eitt ráð fyrir Steve Kerr fyrir sunnudaginn. Körfubolti 13. febrúar 2017 20:30
Enginn í NBA-sögunni hefur grillað gömlu félagana eins og KD Kevin Durant lék með liði Oklahoma City Thunder í níu NBA-tímabil og afrekaði næstum því allt með liðinu nema að verða NBA-meistari. Nú hefur hann endurskrifað NBA-söguna með framgöngu sinni í leikjum á móti Oklahoma City Thunder. Körfubolti 13. febrúar 2017 09:30
NBA: New York Knicks endaði mjög erfiða viku í MSG með sigri á Spurs | Myndbönd New York Knicks hefur verið mikið í fréttum í bandarískum fjölmiðlum að undanförum og ekki fyrir góða frammistöðu inn á vellinum. Sigur á San Antonio Spurs í nótt gaf mönnum þar á bæ loksins tækifæri til að brosa. Körfubolti 13. febrúar 2017 07:00
Durant og Westbrook borðuðu á sama stað í Oklahoma Kevin Durant er líklega hataðasti maðurinn í Oklahoma City eftir að hann yfirgaf NBA-liða Thunder og gekk í raðir Golden State Warriors. Körfubolti 12. febrúar 2017 23:15
Sjáðu gríska undrið troða frá vítalínunni | Myndband Körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks í NBA-deildinni er einstakur leikmaður. Körfubolti 12. febrúar 2017 22:30
Durant skoraði 34 stig á gamla heimavellinum | Myndbönd Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 12. febrúar 2017 11:10
Oakley ekki lengur velkominn í Madison Square Garden Charles Oakley, fyrrverandi leikmaður New York Knicks, er ekki lengur velkomin á heimavöll liðsins, Madison Square Garden. Körfubolti 11. febrúar 2017 12:15
Sigurganga Miami og Washington heldur áfram | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 11. febrúar 2017 11:14
Enn einn stórleikur Westbrook í sigri á meisturunum Russsell Westbrook náði sinni 26. þreföldu tvennu á tímabilinu er Oklahoma City vann Cleveland. Körfubolti 10. febrúar 2017 08:00
Spike Lee til í að pakka fyrir Phil Jackson Það er allt að verða vitlaust í kringum NY Knicks eins og kristallaðist í nótt í hegðun Charles Oakley, fyrrum leikmanns félagsins. Körfubolti 9. febrúar 2017 22:30
Fyrrum leikmaður Knicks handtekinn í MSG | Myndband Charles Oakley lenti í útistöðum við öryggisverði þegar New York lék gegn LA Clippers í nótt. Körfubolti 9. febrúar 2017 08:30
Golden State aftur á sigurbraut | Korver með átta þrista Hefur ekki tapað tveimur leikjum í röð í tæp tvö ár. Körfubolti 9. febrúar 2017 07:30
Skiptust sex sinnum á forystunni á lokamínútunni Portland vann Dallas með minnsta mun eftir sigurkörfu á lokasekúndu leiksins. Körfubolti 8. febrúar 2017 07:30
Hefur fengið yfir hundrað tæknivillur á sjö tímabilum DeMarcus Cousins, leikmaður Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta, er á leiðinni í leikbann eftir að hafa fengið sína sextándu tæknivillu á tímabilinu. Körfubolti 7. febrúar 2017 16:30
Dramatískur sigur Cleveland í framlengingu LeBron James tryggði Cleveland framlengingu gegn Washington með körfu í blálok venjulegs leiktíma. Körfubolti 7. febrúar 2017 08:00
NBA: Engin þrenna en nóg af hetjudáðum hjá Westbrook | Myndbönd Russell Westbrook fór á kostum á lokakaflanum þegar Oklahoma City Thunder landaði sigri í spennuleik á móti Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð og áhorfendur í Boston Garden fengu smá eftirrétt í lokin þegar Paul Pierce kvaddi Boston með þristi á síðustu sekúndunum. Körfubolti 6. febrúar 2017 08:30
Gregg Popovich kominn í sögubækurnar Goðsögnin Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, skráði nafn sitt í sögubækurnar í nótt þegar lið hans vann Denver Nuggets, 121-97. Sigurinn fínn, en í leiðinni varð Popovich sigursælasti þjálfari sögunnar. Körfubolti 5. febrúar 2017 11:00
Westbrook með þrefalda tvennu í 25. skiptið á tímabilinu Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og ber þar helst að nefna enn einn stórleikinn hjá Russell Westbrook en hann náði þrefaldri tvennu í 25. skipti á tímabilinu. Körfubolti 4. febrúar 2017 11:15
Philadelphia tilbúið að skipta Okafor í burtu Svo gæti farið að Philadelphia 76ers myndi skipta miðherjanum Jahlil Okafor til Chicago Bulls. Körfubolti 3. febrúar 2017 23:30
Magic er kominn heim Körfuboltagoðsögnin Magic Johnson er kominn aftur til síns félags, LA Lakers. Körfubolti 3. febrúar 2017 11:30
Golden State sleppir ekki takinu á Clippers | Myndbönd Dwight Howard fór á kostum í endurkomunni til Houston þar sem Atlanta vann endurkomusigur. Körfubolti 3. febrúar 2017 07:30
Steph Curry var ekki sá eini í fjölskyldunni sem setti niður þrist í nótt Steph Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta undanfarin tvö tímabil, var sjóðheitur þegar Golden State Warriors vann öruggan sigur á Charlotte Hornets í nótt, 126-111. Körfubolti 2. febrúar 2017 16:00
Ellefu þristar hjá Curry í fjórða sigurleik Warriors í röð | Myndbönd Eftir eins leiks pásu sneri Steph Curry aftur með látum og lét rigna þristum. Körfubolti 2. febrúar 2017 07:30
NBA-tölfræðin þar sem sá minnsti er sá stærsti Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli með liði Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur og þá sérstaklega vegna frammistöðu sinnar í fjórða leikhluta þar sem hann er að gera það sem engum öðrum hefur tekist undanfarin tuttugu ár. Körfubolti 1. febrúar 2017 23:30
Barkley ekkert fúll út í LeBron: Vann greinilega heimavinnuna sína og "gúglaði“ mig Charles Barkley og LeBron James hafa staðið í stríði í bandarískum fjölmiðlum í vikunni eftir að James var nóg boðið þegar Barkley kallaði hann vælukjóa sem væri búinn að fá allt upp í hendurnar. Körfubolti 1. febrúar 2017 22:45
Öllum fimm meistarahringum Derek Fisher stolið Derek Fisher varð á sínum tíma fimm sinnum NBA-meistari með liði Los Angeles Lakers en nú á hann ekki lengur meistarahringana sína fimm. Körfubolti 1. febrúar 2017 13:30
Spurs hélt Westbrook stigalausum í fjórða leikhluta San Antonio Spurs er komið aftur í gang en Oklahoma City Thunder tapaði öðrum leiknum í röð í NBA-deildinni. Körfubolti 1. febrúar 2017 07:30
Reykti hass fyrir leiki Stephen Jackson, sem spilaði í 14 ár í NBA-deildinni í körfubolta, segist hafa reykt hass fyrir leiki. Körfubolti 31. janúar 2017 23:30