Lebron og félagar með met „Showtime“ Lakers-liðsins í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2017 14:30 LeBron James og Magic Johnson. Vísir/Getty LeBron James og félagar hans í Cleveland Cavaliers liðinu hafa ekki tapað leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan að þeir voru lentir 3-1 undir í lokaúrslitunum í fyrra. Cleveland liðið vann þrjá síðustu leiki lokaúrslitanna á móti Golden State Warriors og tryggði sér NBA-titilinn. Liðsmenn Cleveland Cavaliers hafa síðan unnið níu fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár. Clevaland sló bæði Indiana Pacers og Toronto Raptors út 4-0 og er síðan komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Cleveland Cavaliers er þar með komið með tólf sigra í röð í úrslitakeppninni og geta jafnað 28 ára gamalt met með sigri í næsta leik á móti Boston Celtics sem verður í kvöld.Dating back to last year the @cavs have won 12-straight playoff games. They'll try to tie the 88-89 @Lakers record of 13 in Game 2! pic.twitter.com/k6WgXctHDH — NBA.com/Stats (@nbastats) May 18, 2017 Gamla metið á „Showtime“ Lakers-liðið sem vann tvo NBA-meistaratitla í röð frá 1987-88. Liðið vann þrettán leiki í röð frá 19. júní 1988 til 6. júní 1989. Vondu strákarnir í Detroit Pistons stoppuðu sigurgöngu Lakers í lokaúrslitunum 1989 og tók síðan líka af þeim NBA-titilinn seinna um sumarið. Í Lakers-liðinu voru þeir Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar og James Worthy í aðalhlutverkum. Liðið fékk á sig „Showtime“ stimpilinn fyrir hraðaupphlaupin þar sem frákastararnir Kareem Abdul-Jabbar, Kurt Rambis, og A. C. Green voru fljótir að koma boltanum á Magic Johnson sem keyrði upp hraðaupphlaupin sem enduðu með körfum eða troðslum frá mönnum eins og Jamaal Wilkes, James Worthy, Byron Scott eða Michael Cooper. LeBron James hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í sigurgöngu Cleveland-liðsins en í þessum tólf sigurleikjum í röð hefur hann skorað 32 stig eða meira í tíu leikjum og er með meðaltöl upp á 35,2 stig, 9,7 fráköst, 7,8 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta. Hann hefur hitt úr 54 prósent skota sinna og 43 prósent þriggja stiga skot sinna í þessum tólf leikjum.Flestir sigurleikir í röð í úrslitakeppni NBA: 13 - Los Angeles Lakers 1988-1989 12 - Detroit Pistons 1989-1990 12 - San Antonio Spurs 1999 12 - Los Angeles Lakers 2000-01 12 - Cleveland Cavaliers 2016- 10 - New Jersey Nets 2003 10 - San Antonio Spurs 2012 10 - Cleveland Cavaliers 2016 10 - Golden State Warriors 2017-Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan hálf eitt. NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
LeBron James og félagar hans í Cleveland Cavaliers liðinu hafa ekki tapað leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan að þeir voru lentir 3-1 undir í lokaúrslitunum í fyrra. Cleveland liðið vann þrjá síðustu leiki lokaúrslitanna á móti Golden State Warriors og tryggði sér NBA-titilinn. Liðsmenn Cleveland Cavaliers hafa síðan unnið níu fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár. Clevaland sló bæði Indiana Pacers og Toronto Raptors út 4-0 og er síðan komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Cleveland Cavaliers er þar með komið með tólf sigra í röð í úrslitakeppninni og geta jafnað 28 ára gamalt met með sigri í næsta leik á móti Boston Celtics sem verður í kvöld.Dating back to last year the @cavs have won 12-straight playoff games. They'll try to tie the 88-89 @Lakers record of 13 in Game 2! pic.twitter.com/k6WgXctHDH — NBA.com/Stats (@nbastats) May 18, 2017 Gamla metið á „Showtime“ Lakers-liðið sem vann tvo NBA-meistaratitla í röð frá 1987-88. Liðið vann þrettán leiki í röð frá 19. júní 1988 til 6. júní 1989. Vondu strákarnir í Detroit Pistons stoppuðu sigurgöngu Lakers í lokaúrslitunum 1989 og tók síðan líka af þeim NBA-titilinn seinna um sumarið. Í Lakers-liðinu voru þeir Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar og James Worthy í aðalhlutverkum. Liðið fékk á sig „Showtime“ stimpilinn fyrir hraðaupphlaupin þar sem frákastararnir Kareem Abdul-Jabbar, Kurt Rambis, og A. C. Green voru fljótir að koma boltanum á Magic Johnson sem keyrði upp hraðaupphlaupin sem enduðu með körfum eða troðslum frá mönnum eins og Jamaal Wilkes, James Worthy, Byron Scott eða Michael Cooper. LeBron James hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í sigurgöngu Cleveland-liðsins en í þessum tólf sigurleikjum í röð hefur hann skorað 32 stig eða meira í tíu leikjum og er með meðaltöl upp á 35,2 stig, 9,7 fráköst, 7,8 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta. Hann hefur hitt úr 54 prósent skota sinna og 43 prósent þriggja stiga skot sinna í þessum tólf leikjum.Flestir sigurleikir í röð í úrslitakeppni NBA: 13 - Los Angeles Lakers 1988-1989 12 - Detroit Pistons 1989-1990 12 - San Antonio Spurs 1999 12 - Los Angeles Lakers 2000-01 12 - Cleveland Cavaliers 2016- 10 - New Jersey Nets 2003 10 - San Antonio Spurs 2012 10 - Cleveland Cavaliers 2016 10 - Golden State Warriors 2017-Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan hálf eitt.
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira