Lebron og félagar með met „Showtime“ Lakers-liðsins í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2017 14:30 LeBron James og Magic Johnson. Vísir/Getty LeBron James og félagar hans í Cleveland Cavaliers liðinu hafa ekki tapað leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan að þeir voru lentir 3-1 undir í lokaúrslitunum í fyrra. Cleveland liðið vann þrjá síðustu leiki lokaúrslitanna á móti Golden State Warriors og tryggði sér NBA-titilinn. Liðsmenn Cleveland Cavaliers hafa síðan unnið níu fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár. Clevaland sló bæði Indiana Pacers og Toronto Raptors út 4-0 og er síðan komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Cleveland Cavaliers er þar með komið með tólf sigra í röð í úrslitakeppninni og geta jafnað 28 ára gamalt met með sigri í næsta leik á móti Boston Celtics sem verður í kvöld.Dating back to last year the @cavs have won 12-straight playoff games. They'll try to tie the 88-89 @Lakers record of 13 in Game 2! pic.twitter.com/k6WgXctHDH — NBA.com/Stats (@nbastats) May 18, 2017 Gamla metið á „Showtime“ Lakers-liðið sem vann tvo NBA-meistaratitla í röð frá 1987-88. Liðið vann þrettán leiki í röð frá 19. júní 1988 til 6. júní 1989. Vondu strákarnir í Detroit Pistons stoppuðu sigurgöngu Lakers í lokaúrslitunum 1989 og tók síðan líka af þeim NBA-titilinn seinna um sumarið. Í Lakers-liðinu voru þeir Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar og James Worthy í aðalhlutverkum. Liðið fékk á sig „Showtime“ stimpilinn fyrir hraðaupphlaupin þar sem frákastararnir Kareem Abdul-Jabbar, Kurt Rambis, og A. C. Green voru fljótir að koma boltanum á Magic Johnson sem keyrði upp hraðaupphlaupin sem enduðu með körfum eða troðslum frá mönnum eins og Jamaal Wilkes, James Worthy, Byron Scott eða Michael Cooper. LeBron James hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í sigurgöngu Cleveland-liðsins en í þessum tólf sigurleikjum í röð hefur hann skorað 32 stig eða meira í tíu leikjum og er með meðaltöl upp á 35,2 stig, 9,7 fráköst, 7,8 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta. Hann hefur hitt úr 54 prósent skota sinna og 43 prósent þriggja stiga skot sinna í þessum tólf leikjum.Flestir sigurleikir í röð í úrslitakeppni NBA: 13 - Los Angeles Lakers 1988-1989 12 - Detroit Pistons 1989-1990 12 - San Antonio Spurs 1999 12 - Los Angeles Lakers 2000-01 12 - Cleveland Cavaliers 2016- 10 - New Jersey Nets 2003 10 - San Antonio Spurs 2012 10 - Cleveland Cavaliers 2016 10 - Golden State Warriors 2017-Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan hálf eitt. NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
LeBron James og félagar hans í Cleveland Cavaliers liðinu hafa ekki tapað leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan að þeir voru lentir 3-1 undir í lokaúrslitunum í fyrra. Cleveland liðið vann þrjá síðustu leiki lokaúrslitanna á móti Golden State Warriors og tryggði sér NBA-titilinn. Liðsmenn Cleveland Cavaliers hafa síðan unnið níu fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár. Clevaland sló bæði Indiana Pacers og Toronto Raptors út 4-0 og er síðan komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Cleveland Cavaliers er þar með komið með tólf sigra í röð í úrslitakeppninni og geta jafnað 28 ára gamalt met með sigri í næsta leik á móti Boston Celtics sem verður í kvöld.Dating back to last year the @cavs have won 12-straight playoff games. They'll try to tie the 88-89 @Lakers record of 13 in Game 2! pic.twitter.com/k6WgXctHDH — NBA.com/Stats (@nbastats) May 18, 2017 Gamla metið á „Showtime“ Lakers-liðið sem vann tvo NBA-meistaratitla í röð frá 1987-88. Liðið vann þrettán leiki í röð frá 19. júní 1988 til 6. júní 1989. Vondu strákarnir í Detroit Pistons stoppuðu sigurgöngu Lakers í lokaúrslitunum 1989 og tók síðan líka af þeim NBA-titilinn seinna um sumarið. Í Lakers-liðinu voru þeir Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar og James Worthy í aðalhlutverkum. Liðið fékk á sig „Showtime“ stimpilinn fyrir hraðaupphlaupin þar sem frákastararnir Kareem Abdul-Jabbar, Kurt Rambis, og A. C. Green voru fljótir að koma boltanum á Magic Johnson sem keyrði upp hraðaupphlaupin sem enduðu með körfum eða troðslum frá mönnum eins og Jamaal Wilkes, James Worthy, Byron Scott eða Michael Cooper. LeBron James hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í sigurgöngu Cleveland-liðsins en í þessum tólf sigurleikjum í röð hefur hann skorað 32 stig eða meira í tíu leikjum og er með meðaltöl upp á 35,2 stig, 9,7 fráköst, 7,8 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta. Hann hefur hitt úr 54 prósent skota sinna og 43 prósent þriggja stiga skot sinna í þessum tólf leikjum.Flestir sigurleikir í röð í úrslitakeppni NBA: 13 - Los Angeles Lakers 1988-1989 12 - Detroit Pistons 1989-1990 12 - San Antonio Spurs 1999 12 - Los Angeles Lakers 2000-01 12 - Cleveland Cavaliers 2016- 10 - New Jersey Nets 2003 10 - San Antonio Spurs 2012 10 - Cleveland Cavaliers 2016 10 - Golden State Warriors 2017-Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan hálf eitt.
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira