Golden State Warriors sópaði Utah Jazz í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2017 07:00 Stephen Curry gat brosað breitt eftir leikinn í nótt. Vísir/AP Golden State Warriors vann í nótt fjórða sigurinn í röð á móti Utah Jazz í undanúrslitum Vesturdeildar NBA og er því komið áfram í úrslitaeinvígi Vesturstrandarinnar. Golden State Warriors vann 121-95 í þessum fjórða leik sem fór fram á heimavelli Utah Jazz. Warriors hafði unnið hina þrjá leikina með 12 stigum (106-94), 11 stigum (115-104) og 11 stigum (102-91). Bæði Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers, liðin sem mæst í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn siðustu tvö ár, hafa þar með bæði unnið fyrstu átta leiki sína í úrslitakeppninni í ár. Stephen Curry var stigahæstur hjá með 30 stig auk þess að taka 5 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Liðsfélagi hans var hinsvegar með þrennu en Draymond Green skoraði 17 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. „Við erum mest hrifnir af því að við höfum alltaf náð að spila okkar körfubolta í þessari seríu. Þeir náðu aldrei að koma okkur úr okkar leik og slíkt vegur þungt í úrslitakeppninni,“ sagði Draymond Green eftir leikinn. Klay Thompson skoraði 21 stig og Kevin Durant var með 18 stig. Allar fjórar stjörnurnar voru því með miðið í lagi í nótt og vörnin hélt auk þess sóknarmönnum Utah í aðeins 37 prósent skotnýtingu í leiknum. „Við erum með besta varnarmanninn í deildinni. Okkar góði varnarleikur byrjar hjá honum,“ sagði Kevin Durant um Draymond Green eftir leikinn. Golden State Warriors liðið bíður nú eftir því hvaða lið vinnur hitt undanúrslitaeinvígið en þar er staðan 2-2 hjá San Antonio Spurs og Houston Rockets. Það er því örugglega ennþá eftir tveir leikir í því einvígi. „Þetta er í góðu lagi hjá okkur. Við erum að spila vel á báðum endum vallarins. Í kvöld fengum við tækifæri til að klára dæmið. Það tókst og okkur hlakkar til næstu umferðar,“ sagði Stephen Curry. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Golden State Warriors vann í nótt fjórða sigurinn í röð á móti Utah Jazz í undanúrslitum Vesturdeildar NBA og er því komið áfram í úrslitaeinvígi Vesturstrandarinnar. Golden State Warriors vann 121-95 í þessum fjórða leik sem fór fram á heimavelli Utah Jazz. Warriors hafði unnið hina þrjá leikina með 12 stigum (106-94), 11 stigum (115-104) og 11 stigum (102-91). Bæði Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers, liðin sem mæst í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn siðustu tvö ár, hafa þar með bæði unnið fyrstu átta leiki sína í úrslitakeppninni í ár. Stephen Curry var stigahæstur hjá með 30 stig auk þess að taka 5 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Liðsfélagi hans var hinsvegar með þrennu en Draymond Green skoraði 17 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. „Við erum mest hrifnir af því að við höfum alltaf náð að spila okkar körfubolta í þessari seríu. Þeir náðu aldrei að koma okkur úr okkar leik og slíkt vegur þungt í úrslitakeppninni,“ sagði Draymond Green eftir leikinn. Klay Thompson skoraði 21 stig og Kevin Durant var með 18 stig. Allar fjórar stjörnurnar voru því með miðið í lagi í nótt og vörnin hélt auk þess sóknarmönnum Utah í aðeins 37 prósent skotnýtingu í leiknum. „Við erum með besta varnarmanninn í deildinni. Okkar góði varnarleikur byrjar hjá honum,“ sagði Kevin Durant um Draymond Green eftir leikinn. Golden State Warriors liðið bíður nú eftir því hvaða lið vinnur hitt undanúrslitaeinvígið en þar er staðan 2-2 hjá San Antonio Spurs og Houston Rockets. Það er því örugglega ennþá eftir tveir leikir í því einvígi. „Þetta er í góðu lagi hjá okkur. Við erum að spila vel á báðum endum vallarins. Í kvöld fengum við tækifæri til að klára dæmið. Það tókst og okkur hlakkar til næstu umferðar,“ sagði Stephen Curry.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira