Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi „Fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns verður rannsakað,“ segja sviðslistakonurnar Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir sem standa fyrir verkinu Konukroppar og umbreyta sundlaug í leikhús. Menning 13. ágúst 2024 16:31
Blake Lively umdeild forsíðustúlka septemberblaðsins Súperstjarnan og leikkonan Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue sem er jafnframt alltaf stærsta útgáfa ársins hjá tímaritinu. Forsíðan minnir á gamaldags Hollywood glamúr og hafa netverjar tjáð skiptar skoðanir á þessu vali. Lively hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu á nýrri kvikmynd sem hún fer með aðalhlutverk í. Lífið 13. ágúst 2024 13:30
Sonur Benedikts og Evu kominn með nafn Sonur Benedikts Brynleifssonar trommuleikara og Evu Brink fjármálastjóra var skírður við hátíðlega athöfn í heimahúsi í gær. Drengurinn, sem komin í heiminn 4. júní síðastliðinn, fékk nafnið Frosti Brink. Eva deildi gleðifréttunum í færslu á Instagram. Lífið 12. ágúst 2024 14:00
Raygun svarar gagnrýnisröddum Nokkrir keppendur á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína en síðustu daga hefur ástralski breikdansarinn Raygun átt sviðið. Sport 12. ágúst 2024 07:02
Sjáðu einstakar æfingar ástralska prófessorsins í breikdansinum Breikdans er ný íþrótt á Ólympíuleikunum og ein þeirra sem sló í gegn í greininni er hin ástralska Rachael Gunn (Raygun), þó ekki endilega fyrir góða frammistöðu. Sport 10. ágúst 2024 12:42
Adele trúlofuð Breska tónlistarkonan Adele er trúlofuð. Hún greindi sjálf frá þessu á tónleikum í Munchen í Þýskalandi. Lífið 10. ágúst 2024 12:06
Spilaði „Imagine“ til að róa æsta keppendur Þegar keppendur í úrslitaleik kvenna í strandblaki á Ólympíuleikunum fóru að rífast átti plötusnúður ás uppi í erminni. Sport 10. ágúst 2024 11:30
Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Þetta er Laddi! er ný stórsýning eftir Ólaf Egil sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í vetur. Í sýningunni hyggst Ólafur Egill í samvinnu við Völu Kristínu Eiríksdóttur skyggnast inn í kollinn á Þórhalli Sigurðssyni, einum ástsælasta listamanni þjóðarinnar. Menning 9. ágúst 2024 20:00
Mælir með að muna eftir sólarvörn og gleðinni í göngunni Yfir fjörutíu atriði taka þátt í gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur á morgun. Götur umhverfis gönguleiðina verða lokaðar fyrir bílaumferð frá átta í fyrramálið til sex annað kvöld. Göngustýra hvetur alla sem vilja til að gera sér ferð í bæinn og taka þátt í gleðinni. Lífið 9. ágúst 2024 14:33
Þriðja ungmennið handtekið í tengslum við Swift-tónleikana Austurríska lögreglan handtók þriðja ungmennið í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift í gærkvöldi. Sá sem var handtekinn er sagður hafa verið í sambandi við grunaðan höfuðpaur. Erlent 9. ágúst 2024 10:43
Stjörnurnar streyma á Sólheima Það iðar allt af lífi og fjöri á menningarveislu Sólheima í Grímsnesi í sumar þar sem boðið er upp á ókeypis tónlistardagskrá alla laugardaga með landsþekktu listafólki. Lífið 8. ágúst 2024 21:04
Tileinkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“ „Þetta lag skiptir mig svo miklu máli því það er svo persónulegt, þannig ég hlakka til að frumflytja það í kvöld en ég er líka smá stressuð,“ segir Helga Margrét Clarke söngkona. Helga samdi lag um nána manneskju í hennar lífi sem kom út sem trans fyrir tæplega ári síðan en lagið verður frumflutt í Gamla bíó í kvöld. Tónlist 8. ágúst 2024 15:50
Mannmergð í Vín: Swift tónleikunum en ekki söngröddinni Mannmergð er á Kartner Strasse í Vínarborg þar sem aðdáendur bandarísku poppstjörnunnar Taylor Swift hafa komið saman að skiptast á vinaböndum og syngja þekkta slagara söngkonunnar. Lífið 8. ágúst 2024 14:19
Ætluðu að drepa eins marga og þeir gætu „Ástandið var alvarlegt og ástandið er alvarlegt, en við getum líka fullyrt að við komum í veg fyrir harmleik,“ segir Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis um hryðjuverkaárás sem tveir táningar eru grunaðir um að hafa áætlað að fremja í Vín, í kringum tónleika poppstjörnunnar Taylor Swift í borginni. Erlent 8. ágúst 2024 11:13
May December: Seint koma sumir en koma þó Kvikmyndin May December er ein þeirra Óskartilnefndu kvikmynda frá því í fyrra sem íslenskir áhorfendur voru sviknir um en hún kom ekki íslensk kvikmyndahús, né á íslenskt Netflix (þar sem hún var frumsýnd víðsvegar). Á dögunum birtist hún hins vegar óvænt á Voddinu, löngu eftir að allir voru hættir að pæla í henni. Gagnrýni 8. ágúst 2024 10:00
Ingi Bauer, VÆB og Stefán Berg bjóða upp á Stemningu Nýtt lag frá Stefáni Berg, Inga Bauer og söngvakeppnisstrákunum í VÆB er komið á streymisveitur. Lagið ber heitið Stemning og fjallar um stemningu, að sögn þeirra félaga. Tónlist 8. ágúst 2024 09:16
Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. Erlent 7. ágúst 2024 21:33
Ari Ólafs tekur stórt stökk: „Þetta er draumur að rætast“ Ari Ólafsson söngvari og leikari mun taka þátt í alþjóðlegri uppsetningu á söngleik Andrew Lloyd Webber um Óperudrauginn. Ari hafði farið í prufur í þrígang áður en hann fékk hlutverk í verkinu og mun því ferðast með leikhópnum um hinar ýmsu borgir Evrópu næsta árið. Ari segir draum sinn vera að rætast en stefnan sé þó tekin á að finna sér starf hér heima til að vera nær fjölskyldunni og nýfæddum syni. Lífið 7. ágúst 2024 14:05
Þorvaldur Halldórsson látinn Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson er látinn tæplega áttræður eftir glímu við veikindi. Hann hafði verið búsettur á Spáni í nokkurn tíma. Innlent 7. ágúst 2024 12:27
Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Snæbjörn Brynjarsson safnstjóri og leikhúsgagnrýnandi hefur verið ráðinn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói. Hann tekur við starfinu af Söru Martí Guðmundsdóttur sem hefur gegnt hlutverkinu undanfarin tvö ár. Menning 7. ágúst 2024 11:24
Frumsýning á Vísi: „Þetta er alveg ný hlið á mér“ „Þetta er alveg ný hlið á mér,“ segir Eyþór Ingi sem gefur í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Hugarórar. Lagið samdi Eyþór með gítarleikaranum Reyni Snæ Magnússyni en Eyþór segir Reyni í upphafi hafa talið lagið ekki henta söngvaranum. Tónlist 7. ágúst 2024 07:00
Ólafur Darri og Hera Hilmars saman á skjánum í fyrsta sinn Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir munu fara með aðalhlutverkið í íslensku þáttaröðinni Reykjavík Fusion. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru saman á skjánum. Auk þess fara reynsluboltarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson með leikstjórn, í þeirra fyrsta verkefni af slíku tagi, eftir áratugi af auglýsingaleikstjórn. Bíó og sjónvarp 6. ágúst 2024 13:06
Lynch ólíklegur til að leikstýra aftur vegna Covidhræðslu Bandaríski leikstjórinn David Lynch glímir við langvinna lungnaþembu og hefur gefið það í skyn að hann muni ekki koma til með að leikstýra á ný. Hann hættir sér ekki út vegna hræðslu við það að veikjast af sýkingum líkt og Covid. Bíó og sjónvarp 5. ágúst 2024 23:40
Stórstjörnur í kvikmynd um fundinn í Höfða Leikarar á borð við Jeff Daniels, Jared Harris og J.K. Simmons eru væntanlegir hingað til lands í byrjun október til að leika í kvikmynd um fund Ronald Reagans fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbatsjov fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna í Höfða í Reykjavík. Bíó og sjónvarp 5. ágúst 2024 20:42
Starbucks kemur ekki til Íslands Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. Innlent 5. ágúst 2024 09:39
Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. Lífið 4. ágúst 2024 14:44
Bjóða óperumuni fala á menningarnótt í von um framhaldslíf Aðdáendur Íslensku óperunnar eiga möguleika á að eignast minjagripi þegar munir úr sýningum hennar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Óperustjóri segir ósk sína að munirnir komist í góðar hendur og öðlist framhaldslíf í sviðslistum. Innlent 3. ágúst 2024 14:45
Brekkusöngur á Flúðum og á Vísi: Lofar sól og sumri beint heim í stofu Stuðboltinn, gítarleikarinn og söngvarinn Gunnar Ólason mun leiða Brekkusöng á Flúðum á sunnudagskvöldið. Brekkusöngurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni og hefst klukkan 21:00. Lífið 2. ágúst 2024 13:34
Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Ættarmót pönkara, Norðanpaunk, heldur upp á tíu ára afmæli sitt um verslunarmannahelgina, að vanda í félagsheimilinu á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Tónlist 2. ágúst 2024 11:50
Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið. Lífið 2. ágúst 2024 07:00