Zlatan líklega með gegn Kára og félögum á morgun Sænska ofurstjarnan vill mæta uppeldisfélagsins Malmö en hann var hvíldur vegna meiðsla um helgina. Fótbolti 14. september 2015 22:15
Di Maria feginn að vera farinn frá Englandi | „Fjölskyldunni leið illa“ Argentínski kantmaðurinn ræddi um helgina félagsskipti sín frá Manchester United til Paris Saint-Germain en hann fer ekki fögrum orðum um lífið í Manchester-borg né í Englandi. Fótbolti 14. september 2015 11:30
Rooney ekki með gegn PSV | Ferðaðist ekki með liðinu Wayne Rooney verður ekki með Manchester United í leik liðsins gegn PSV Eindhoven á þriðjudaginn en hann ferðaðist ekki með liðinu til Hollands í dag. Fótbolti 14. september 2015 10:00
Óvíst hvort Agüero verði með gegn Juventus Argentínski framherjinn fór meiddur af velli í leik Manchester City og Crystal Palace um helgina en óvíst er hvort hann nái leik liðsins gegn Juventus í Meistaradeildinni á þriðjudag. Enski boltinn 14. september 2015 09:30
De Gea í leikmannahóp Manchester United í Meistaradeildinni | Valdes ekki valinn Spænski markvörðurinn David De Gea er í leikmannahóp Manchester United í Meistaradeildinni í vetur en landi hans, Victor Valdes, þarf að láta sér Bretlandseyjar duga eftir að hafa ekki verið valinn. Enski boltinn 2. september 2015 18:45
Chelsea þarf að ferðast meira en 14 þúsund kílómetra í Meistaradeildinni Leikmenn Chelsea þurfa að ferðast heilmikið til að komast í leiki sína í Meistaradeildinni í vetur en í gær kom í ljós að ensku meistararnir lentu í riðli með liðum frá Ísrael, Úkraínu og Portúgal. Fótbolti 28. ágúst 2015 16:15
Zlatan kemur heim til Malmö og mætir Kára | Allir riðlarnir í Meistaradeildinni Kári fær það lauflétta verkefni að dekka Zlatan Ibrahimovic og Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni í ár. Verkefnið er ekki auðveldara hjá Alfreði Finnbogasyni sem mætir m.a. Bayern Munchen og Arsenal. Fótbolti 27. ágúst 2015 16:06
Dregið í riðla í Meistaradeildinni í dag Síðdegis í dag verður dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 27. ágúst 2015 08:30
Rooney: Ég hafði engar áhyggjur af markaleysinu Wayne Rooney skoraði þrennu í kvöld þegar Manchester United tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Enski boltinn 26. ágúst 2015 21:09
Bayer Leverkusen sló Lazio út úr Meistaradeildinni | Öll mörk kvöldsins Manchester United var eitt af fimm félögum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld eftir að hafa haft betur í umspilinu. Fótbolti 26. ágúst 2015 20:54
Rooney með þrennu og Manchester United í Meistaradeildina á ný | Sjáið mörkin Manchester United tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með sannfærandi hætti í kvöld eftir 4-0 sigur á belgíska liðinu Club Brugge í seinni leik liðanna í umspili. Fótbolti 26. ágúst 2015 19:07
Kári: Möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði Kári Árnason ræddi við Hjört Hjartason í Akraborginni í dag um leik Malmö og Celtic í gær en með sigrinum komst Kári í fyrsta sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 26. ágúst 2015 17:30
Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. Fótbolti 26. ágúst 2015 08:30
Birkir Bjarnason og félagar komust ekki í Meistaradeildina Birkir Bjarnason og félagar hans í svissneska liðinu Basel eru úr leik í Meistaradeildinni eftir að liðið náði bara 1-1 jafntefli á útivelli á móti ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Fótbolti 25. ágúst 2015 09:54
Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. Fótbolti 25. ágúst 2015 09:42
Stjörnukonur enn á ný til Rússlands | Mæta Zvezda-2005 Íslandsmeistarar Stjörnunnar í fótbolta mæta drógust á móti rússneska liðinu Zvezda-2005 þegar dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildarinnar í dag. Fótbolti 20. ágúst 2015 12:41
Meistaramörkin | Myndband Fimm leikir fóru fram í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 19. ágúst 2015 22:19
Basel klaufar gegn ísraelsku meisturunum Fimm leikir fóru fram í umspili um sæti í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 19. ágúst 2015 21:00
Kári og félagar í fínni stöðu þrátt fyrir tap Kári Árnason og félagar hans í Malmö eiga góða möguleika á að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-2 tap fyrir Celtic á Celtic Park í fyrri leik liðanna um sæti í riðlakeppninni. Fótbolti 19. ágúst 2015 20:45
Depay er aldrei ánægður og Van Gaal er ánægður með það Memphis Depay var maðurinn á bak við 3-1 sigur Manchester United á belgíska liðinu Club Brugge í gær í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Meistaradeildinni. Enski boltinn 19. ágúst 2015 11:45
Lazio í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Fimm leikir fóru fram í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. ágúst 2015 20:55
Memphis stimplaði sig inn með látum | Sjáðu mörkin Memphis Depay var í aðalhlutverki þegar Manchester United vann 3-1 sigur á Club Brugge í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. ágúst 2015 20:30
Mikil pressa á Man. Utd Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, segir að það sé mikil pressa á sínu liði fyrir leik kvöldsins í Meistaradeildinni. Fótbolti 18. ágúst 2015 09:30
Stjörnukonur koma ekki strax heim | Endurheimt í sjónum á morgun Stjarnan er komin í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir þrjá sigra og ellefu mörk í þremur leikjum í sínum riðli í forkeppninni á Kýpur. Íslenski boltinn 16. ágúst 2015 21:00
Ásgerður: Nú er maður þakklátur fyrir níu mánaða undirbúningstímabil Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði og miðjumaður Stjörnunnar, var sátt en þreytt þegar Vísir náði í hana í kvöld en Stjörnukonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur í hreinum úrslitaleik á móti heimastúlkum í liði Apollon frá Kýpur. Íslenski boltinn 16. ágúst 2015 19:44
Polina skaut Stjörnunni í 32-liða úrslit Stjarnan er komið í 32 liða úrslit Meistaradeildar kvenna eftir 2-0 sigur á Apollon Limassol í hreinum úrslitaleik um laust sæti í 32-liða úrslitunum. Íslenski boltinn 16. ágúst 2015 17:45
Úrslitastund Stjörnustúlkna sýnd í beinni á Vísi Stjörnukonur geta í dag tryggt sér sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar takist þeim að vinna kýpverska liðið Apollon frá Limassol í dag. Fótbolti 16. ágúst 2015 12:20
Manchester United snýr aftur í Meistaradeildina á Stöð 2 Sport | 6 leikir í beinni útsendingu næstu viku Manchester United er mætt á ný í Meistaradeild Evrópu og verður leikur liðsins ásamt fimm öðrum leikjum í næstu viku í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti 13. ágúst 2015 13:00
Enginn unnið fleiri Evróputitla en Dani Alves Barcelona vann í gær dramatískan 5-4 sigur á spænska liðinu Sevilla í ofurbikar UEFA þegar sigurvegararnir í Evrópukeppnunum tveimur mættust í árlegum leik sem að þessu sinni fór fram í Tbilisi í Georgíu. Fótbolti 12. ágúst 2015 13:00
Þrjú brasilísk mörk í fyrsta Evrópusigri Stjörnunnar Kvennalið Stjörnunnar byrjar vel í undanriðli Meistaradeildar Evrópu en Íslandsmeistararnir unnu 5-0 sigur á Hibernians frá Möltu í dag í fyrsta leik liðsins. Fótbolti 11. ágúst 2015 17:49