„Rooney lítur hræðilega út“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 08:21 Wayne Rooney í leiknum í gær. Vísir/Getty Roy Keane og Paul Scholes tóku þátt í gullaldarárum Manchester United en þeir eru ekki hrifnir af því sem þeir sjá í leikjum liðanna þessa dagana. Manchester United gerði í gær markalaust jafntefli við PSV í Meistaradeild Evrópu en úrslitin þýða að liðið þarf helst að vinna Wolfsburg á útivelli í lokaumferðinni til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Wolfsburg er efst í B-riðlinum með níu stig, United er með átta og PSV, sem á heimaleik gegn botnliði CSKA Moskvu á sama tíma, er með sjö.Sjá einnig: Ekkert mark á Old Trafford Scholes, sem er sérfræðingur hjá BT-sjónvarpsstöðinni, sagði eftir leikinn að varnarleikur United væri gegnheill en að það vantaði kraft í sóknarleikinn.Paul Scholes ræðir við Andy Cole og Ryan Giggs.Vísir/Getty„Maður sér lið eins og Bayern München og Barcelona en þar eru það sóknarmennirnir sem gera gæfumuninn,“ sagði Scholes sem bætti við að leikmenn United virtust þreyttir undir lok leiksins. „PSV var betra liðið síðustu 30 mínúturnar. Mér fannst þeir ekki í formi, United-mennirnir. Þeir virtust vera virkilega þreyttir.“ Roy Keane, sem starfar hjá ITV-sjónvarpsstöðinni, hellti sér yfir Wayne Rooney sem hefur ekki átt gott tímabil. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tíu leikjum sínum.Sjá einnig: „Ef Young er United-leikmaður þá er ég Kínverji“ „Wayne mun verða goðsögn á Old Trafford og ferill hans hjá Manchester United hefur verið algjörlega frábær. En hann er fyrirliðinn og hann ber ákveðna ábyrgð. Hann verður að gera miklu meira,“ sagði Keane sem var sjálfur fyrirliði United til margra ára.Roy Keane.Vísir/Getty„Ég velti ávallt fyrir mér hvað leikmenn gera utan vallar. Í síðustu viku sá ég hann gefa glímumanni kinnhest og ég spyr mig af hverju hann er að taka þátt í svona vitleysu. Það gagnast honum ekki neitt.“Sjá einnig: Rooney sló glímukappa utan undir „Ég má fara út á kvöldin og njóta lífsins eins og hver annar en ef þú líkist ekki sjálfum þér þá verður þú að endurskoða allt og vera fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd í kvöld. Hann virðist ekki skarpur og lítur hræðilega út.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Roy Keane og Paul Scholes tóku þátt í gullaldarárum Manchester United en þeir eru ekki hrifnir af því sem þeir sjá í leikjum liðanna þessa dagana. Manchester United gerði í gær markalaust jafntefli við PSV í Meistaradeild Evrópu en úrslitin þýða að liðið þarf helst að vinna Wolfsburg á útivelli í lokaumferðinni til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Wolfsburg er efst í B-riðlinum með níu stig, United er með átta og PSV, sem á heimaleik gegn botnliði CSKA Moskvu á sama tíma, er með sjö.Sjá einnig: Ekkert mark á Old Trafford Scholes, sem er sérfræðingur hjá BT-sjónvarpsstöðinni, sagði eftir leikinn að varnarleikur United væri gegnheill en að það vantaði kraft í sóknarleikinn.Paul Scholes ræðir við Andy Cole og Ryan Giggs.Vísir/Getty„Maður sér lið eins og Bayern München og Barcelona en þar eru það sóknarmennirnir sem gera gæfumuninn,“ sagði Scholes sem bætti við að leikmenn United virtust þreyttir undir lok leiksins. „PSV var betra liðið síðustu 30 mínúturnar. Mér fannst þeir ekki í formi, United-mennirnir. Þeir virtust vera virkilega þreyttir.“ Roy Keane, sem starfar hjá ITV-sjónvarpsstöðinni, hellti sér yfir Wayne Rooney sem hefur ekki átt gott tímabil. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tíu leikjum sínum.Sjá einnig: „Ef Young er United-leikmaður þá er ég Kínverji“ „Wayne mun verða goðsögn á Old Trafford og ferill hans hjá Manchester United hefur verið algjörlega frábær. En hann er fyrirliðinn og hann ber ákveðna ábyrgð. Hann verður að gera miklu meira,“ sagði Keane sem var sjálfur fyrirliði United til margra ára.Roy Keane.Vísir/Getty„Ég velti ávallt fyrir mér hvað leikmenn gera utan vallar. Í síðustu viku sá ég hann gefa glímumanni kinnhest og ég spyr mig af hverju hann er að taka þátt í svona vitleysu. Það gagnast honum ekki neitt.“Sjá einnig: Rooney sló glímukappa utan undir „Ég má fara út á kvöldin og njóta lífsins eins og hver annar en ef þú líkist ekki sjálfum þér þá verður þú að endurskoða allt og vera fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd í kvöld. Hann virðist ekki skarpur og lítur hræðilega út.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30