Fótbolti

Van Gaal: PSV vann Manchester United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Louis van Gaal fagnar sigri með Bastian Schweinsteiger um helgina.
Louis van Gaal fagnar sigri með Bastian Schweinsteiger um helgina. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er bjartsýnn á að koma liðinu áfram í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en United-menn taka á móti PSV Eindhoven á heimavelli á miðvikudagskvöldið.

Manchester United er í efsta sæti B-riðils með sjö stig eftir sigur á CSKA Moskvu í síðustu umferð. Sigur gegn PSV tryggir United sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Þú verður að vinna heimaleikina þína og stigið sem við fengum í Moskvu var mjög mikilvægt,“ sagði Van Gaal á blaðamannafundi í dag.

„Ég sagði eftir jafnteflið í Moskvu að við værum á réttri leið og ég tel að ég hafði rétt fyrir mér þar. Ef við vinnum PSV komumst við áfram.“

Manchester United tapaði fyrsta leiknum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð fyrir PSV á útivelli í leik þar sem Luke Shaw fótbrotnaði.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna en það er hægara sagt en gert. PSV vann Wolfsburg eins og við og er með gott lið. PSV vann líka Manchester United,“ sagði Louis van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×