Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. Erlent 19. september 2017 14:47
Bráðnun jökla ógnar drykkjarvatni milljóna manna Jafnvel þótt miðað sé við metnaðarfyllstu markmið um takmörkun hnattrænnar hlýnunar munu jöklar Asíu tapa um þriðjungi massa síns fyrir lok aldarinnar. Erlent 19. september 2017 11:08
Næsthlýjasti ágúst frá upphafi mælinga Aðeins ágústmánuður í fyrra þegar áhrifa öflugs El Niño gætti enn var hlýrri en nýliðinn ágúst. Erlent 19. september 2017 10:13
Trump ekki hættur við að draga sig úr Parísarsamkomulaginu Bandarískir ráðamenn segjast enn ætla að hætta þátttöku í alþjóðlegu samstarfi til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þeir telja samkomulagið skaðlegt fyrir Bandaríkin og umhverfið. Erlent 17. september 2017 18:52
Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. Erlent 16. september 2017 22:17
Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. Erlent 12. september 2017 17:00
Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Innlent 12. september 2017 11:49
Frans páfi: Sagan mun dæma þá sem afneita loftslagsbreytingum Mannkynið mun sökkva ef það skiptir ekki um stefnu hvað varðar loftslagsbreytingar, að sögn Frans páfa. Erlent 11. september 2017 14:33
Kínverjar vilja banna bensín- og dísilbíla Ríkisstjórn Kína lýsti því yfir í gær að hún vildi banna framleiðslu og sölu bensín- og dísilbíla þar í landi. Xin Guobin, staðgengill iðnaðarráðherra landsins, sagði í viðtali við fréttastofu Xinhua að ríkisstjórnin kannaði nú hvernig best væri að koma slíku banni á. Erlent 11. september 2017 06:00
Hlýnun gefur og tekur frá jöklum á Tröllaskaga Jöklar á Tröllaskaga hefðu rýrnað enn meira af völdum hlýnandi veðurs en þeir hafa þegar gert ef ekki hefði komið til aukin vetrarúrkoma. Hún er einnig tilkomin vegna hlýnandi loftslags. Innlent 10. september 2017 15:00
Kína stefnir á að banna bensín og díselbíla Yfirvöld í Kína stefna á að banna framleiðslu og sölu á dísel- og bensínbílum. Bílamarkaðurinn þar í landi er sá stærsti í heimi. Erlent 10. september 2017 11:02
Ösku frá brennandi skógum rignir yfir Seattle Ríkisstjóri Washington-ríkis hefur boðið Donald Trump forseta að heimsækja svæðið til að sjá áhrif loftslagsbreytinga á skógana sem þar brenna. Erlent 6. september 2017 17:51
Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna. Innlent 6. september 2017 15:00
„Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu“ Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri einu plastendurvinnslunnar á Íslandi, Pure North Recycling, segir að Íslendingar þurfi að gera mun betur í því þegar kemur að því að endurvinna plast. Innlent 4. september 2017 09:01
Svartolía heyri fortíðinni til Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir engar áætlanir til um að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi og vill að íslensk stjórnvöld banni svartolíu í efnahagslögsögu Íslands til að draga úr loftmengun og losun gróðushúsalofttegunda. Innlent 31. ágúst 2017 14:22
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. Erlent 30. ágúst 2017 15:51
Yfir þúsund látnir í miklum flóðum í sunnanverðri Asíu Mannskaðavatnsveður er á Indlandi, Bangladess og Nepal í óvenjukröftugum monsúnrigningum. Erlent 30. ágúst 2017 11:12
Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. Erlent 23. ágúst 2017 16:43
Júlí var óvænt hlýjasti júlímánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Þrátt fyrir að El niño nyti ekki við var júlí heitasti júlímánuður frá upphafi mælinga og jafnaði hitamet sama mánaðar í fyrra. Erlent 16. ágúst 2017 16:44
Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. Erlent 12. ágúst 2017 14:43
Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Norðmenn hafa rekið metnaðarfulla loftslagsstefnu heima fyrir á sama tíma og þeir eru stærstu útflytjendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Í nýrri skýrslu sem stór náttúruverndarsamtök standa á bak við er bent á það sem er kallað „hugarmisræmi“ Norðmanna hvað þetta varðar. Erlent 10. ágúst 2017 11:16
Vinsæl heimildamynd gefur villandi mynd af hættu kjötneyslu Kvikmyndagerðarmaðurinn sem stendur að myndunum "What the Health“ og "Cowspiracy“ er sagður fara frjálslega með rannsóknir og gefur ranga mynd af því sem vísindin segja um skaðsemi kjötvara og losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Erlent 9. ágúst 2017 15:45
Fullyrða að losun gróðurhúsalofttegunda sé vantalin Úttekt breska ríkisútvarpsins BBC bendir til þess að sum ríki vanmeti losun ákveðinna gróðurhúsalofttegunda. Sérfræðingur sem það ræðir við telur það geta grafið undan Parísarsamkomulaginu. Erlent 9. ágúst 2017 09:57
Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. Erlent 8. ágúst 2017 08:47
Bandarískum embættismönnum sagt að tala ekki um loftslagsbreytingar Starfsmönnum bandaríska landbúnaðarráðuneytisins hefur verið sagt að forðast hugtök eins og "loftslagsbreytingar“ og "samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda“ eftir að Donald Trump tók við völdum. Erlent 7. ágúst 2017 23:30
Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Erlent 4. ágúst 2017 21:30
Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. Innlent 3. ágúst 2017 22:56
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. Erlent 2. ágúst 2017 23:46
Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Þrátt fyrir að rafknúnir bílar séu aðeins 1,5% bílaflota Íslendinga segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, að stefnt sé að því að að raf- og metanvæða hann fyrir árið 2030. Innlent 1. ágúst 2017 22:50
Ríki íslams og loftslagsbreytingar taldar stærstu ógnirnar Flestir nefna íslömsku hryðjuverkasamtökin Ríki íslams og loftslagsbreytingar sem helstu hætturnar sem steðja að heiminum í nýrri skoðanakönnun sem gerð var í 38 löndum. Erlent 1. ágúst 2017 21:34