Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 11:43 Skriða af völdum þiðnunar sífrera í Alaska. Bandarískir vísindamenn áætluðu magn kvikasilfurs í freðmýrum út frá kjarnasýnum þaðan. Vísir/AFP Sífrerinn á norðurskautinu bindur mikið magn kvikasilfurs sem getur losnað út í umhverfið með áframhaldandi hnattrænni hlýnun. Bandarískir vísindamenn telja að tvöfalt meira kvikasilfur leynist í sífreranum en í öllum öðrum jarðvegi, hafinu og lofthjúpnum til saman. Alls hafa þeir reiknað út að 121 milljón lítrar af kvikasilfri séu bundnir í sífreranum. Það jafngildir um fimmtíu sundlaugum í Ólympíustærð, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Vísindamenn hjá bandarískum alríkisstofnunum byggja útreikningana á kjarnasýnum úr freðmýrinni í Alaska. Sífrerinn er að þiðna með hlýnandi loftslagi jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Þegar hefur verið varað við því að bráðnun sífrerans muni enn auka styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum því í honum er bundið gríðarlegt magn kolefnis.Gæti losnað út í hafið eða loftiðKvikasilfrið sem nú er varað við að geti losnað út í umhverfið er hættulegt heilsu manna en það virkar sem taugaeitur. Það hefur safnast saman í freðmýrum frá því á síðustu ísöld. Frumefnið binst lífrænum efnum um alla jörðina og losnar yfirleitt út í lofthjúpinn þegar plöntur deyja og rotna. Á norðurslóðum rotna plöntur hins vegar oft aðeins að hluta. Rætur þeirra verða eftir í frosnum jarðveginum og þannig hefur byggst upp mikill forði kvikasilfurs í sífreranum. „Eftir því sem sífrerinn þiðnar í framtíðinni mun hluti af þessu kvikasilfri losna út í umhverfið með óþekktum áhrifum á fólk og matarforða okkar,“ segir Kevin Schaefer, vísindamaður við Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna við blaðið. Óljóst er hversu mikið magn kvikasilfurs gæti borist út í umhverfið og hvernig. Það veltur meðal annars á því að hversu miklu leyti sífrerinn þiðnar. Kvikasilfrinu gæti skolað út í Norður-Íshafið með ám, losnað út í andrúmsloftið eða jafnvel hvoru tveggja. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Sífrerinn á norðurskautinu bindur mikið magn kvikasilfurs sem getur losnað út í umhverfið með áframhaldandi hnattrænni hlýnun. Bandarískir vísindamenn telja að tvöfalt meira kvikasilfur leynist í sífreranum en í öllum öðrum jarðvegi, hafinu og lofthjúpnum til saman. Alls hafa þeir reiknað út að 121 milljón lítrar af kvikasilfri séu bundnir í sífreranum. Það jafngildir um fimmtíu sundlaugum í Ólympíustærð, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Vísindamenn hjá bandarískum alríkisstofnunum byggja útreikningana á kjarnasýnum úr freðmýrinni í Alaska. Sífrerinn er að þiðna með hlýnandi loftslagi jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Þegar hefur verið varað við því að bráðnun sífrerans muni enn auka styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum því í honum er bundið gríðarlegt magn kolefnis.Gæti losnað út í hafið eða loftiðKvikasilfrið sem nú er varað við að geti losnað út í umhverfið er hættulegt heilsu manna en það virkar sem taugaeitur. Það hefur safnast saman í freðmýrum frá því á síðustu ísöld. Frumefnið binst lífrænum efnum um alla jörðina og losnar yfirleitt út í lofthjúpinn þegar plöntur deyja og rotna. Á norðurslóðum rotna plöntur hins vegar oft aðeins að hluta. Rætur þeirra verða eftir í frosnum jarðveginum og þannig hefur byggst upp mikill forði kvikasilfurs í sífreranum. „Eftir því sem sífrerinn þiðnar í framtíðinni mun hluti af þessu kvikasilfri losna út í umhverfið með óþekktum áhrifum á fólk og matarforða okkar,“ segir Kevin Schaefer, vísindamaður við Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna við blaðið. Óljóst er hversu mikið magn kvikasilfurs gæti borist út í umhverfið og hvernig. Það veltur meðal annars á því að hversu miklu leyti sífrerinn þiðnar. Kvikasilfrinu gæti skolað út í Norður-Íshafið með ám, losnað út í andrúmsloftið eða jafnvel hvoru tveggja.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45