Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni

Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Covid setti alþjóðlegar áskoranir á stera

„Ef öll fyrirtæki, bankar, tryggingaraðilar og fjárfestar aðlaga viðskiptamódel sitt að sjálfbærni, þá er hægt að umbreyta hættunni sem steðjar að í mun bjartari framtíðri,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Mesta eyðing regn­skóga í Brasilíu frá 2008

Eyðing regnskóganna í Brasilíu á þessu ári er meiri en hún hefur verið frá árinu 2008. Alls hafa rúmir 11 þúsund ferkílómetrar verið ruddir frá ágúst 2019 og fram í júlí á þessu ári og er það 9,5 prósenta aukning frá fyrra ári.

Erlent
Fréttamynd

Rannsóknir á heimskautaísnum í hættu

Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið.

Erlent
Fréttamynd

Lofts­lags­váin er neyðar­á­stand

Í síðustu viku tók ég þátt í umræðum á viðburðinum „Choosing Green“, stafrænum leiðtogafundi Norðurlandaráðs í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26. Þar var helsta áskorun samtímans, loftslagsváin, rædd og ýmsum spurningum velt upp í tengslum við hana en einnig kom fram skýrt ákall um aðgerðir.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins

Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni.

Erlent
Fréttamynd

Er þétting byggðar lofts­lags­mál?

Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Laddi og leiðin áfram

Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru.

Skoðun
Fréttamynd

Leysan­legt kol­efnis­klúður

10. nóvember síðastliðinn gerði Fréttablaðið að umtalefni fyrirsjáanleg kaup ríkisins á kolefniskvótum til að uppfylla skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto bókuninni.

Skoðun
Fréttamynd

Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi

Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður.

Erlent
Fréttamynd

Tröllaukinn ísjaki stefnir á breska eyju

Risavaxinn ísjaki sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu stefnir nú á Suður-Georgíu, breska eyju í Suður-Atlantshafinu. Jakinn er svipaður að stærð og eyjan og gæti valdið meiriháttar búsifjum fyrir dýrategundir sem þar þrífast.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í milljarða kostnað vegna Kýótó

Íslendingum hefur ekki tekist að standa við skuldbindingar sínar í Kýótóbókuninni en því tímabili lýkur um áramótin þegar nýtt tímabil, kennt við Parísarsamkomulagið, tekur við.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch

Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina.

Erlent
Fréttamynd

Á leiðinni frá Kyoto til Parísar

Árið 2018 komu fyrst fram yfirlýsingar stjórnvalda um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir 2018 – 2030 er ekki aðeins gert ráð fyrir að skuldbindandi markmiðum Íslands verði náð heldur stefnt að enn betri árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Boða byltingu í loftslagsmálum

Íslenska fyrirtækið Carbon Iceland áformar að reisa lofthreinsiver á Húsavík sem gerir kleift að hreinsa og og binda milljón tonn af koltvísýringi úr andrúmslofti. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir um að ræða byltingu í loftslagsmálum.

Innlent
Fréttamynd

Búa sig undir La niña-aðstæður fram á næsta ár

Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi sterk áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku en aðeins óbein áhrif á veðurfar á Íslandi.

Erlent