Hert markmið + efldar aðgerðir = árangur í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. mars 2021 10:01 Eitt helsta áherslumál mitt sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur verið að snúa við blaðinu í loftslagsmálum. Þegar ég tók við sem ráðherra ríkti kyrrstaða í aðgerðum stjórnvalda á Íslandi. Það skorti sýn, stefnu, áætlanir um samdrátt í losun og fjármagn til þess að fylgja þeim eftir. Ég hef lagt áherslu á að áætlunum fylgi fjármagn, að orðum fylgi efndir. Ég ætla að nefna nokkur dæmi: Á þessu kjörtímabili hefur fjármagn til loftslagsmála, bara í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, aukist um meira en 800%. Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun sem kynnt var í vikunni verða framlög stjórnvalda til loftslagsmála aukin um 1 milljarð króna á ári næsta áratuginn. Árið 2022 verður metár í framlögum til loftslagsmála, þegar 13 milljörðum verður varið til málaflokksins. Metnaðarfyllri markmið Forsætisráðherra tilkynnti efld markmið Íslands í loftslagsmálum á leiðtogafundi í desember síðastliðnum. Þá færðum við markið úr 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, í 55% samdrátt. Þetta gerum við í samfloti við aðrar þjóðir; Evrópusambandið og Noreg. Með þessu fylkjum við liði með metnaðarfyllstu þjóðum heims í loftslagsmálum og þannig á það líka að vera. Efldar aðgerðir Við erum með plan um hvernig við ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka kolefnisbindingu. Planið er lagt fram í Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem kom fyrst út árið 2018 en var uppfærð síðasta sumar. Í vikunni tilkynntum við svo um aðgerðir til viðbótar við þær sem fram koma í aðgerðaáætlun, eða eru nánari útfærsla á þeim. Þessar efldu aðgerðir eru liður í að mæta hertum loftslagsmarkmiðum okkar frá því í desember og verða fjármagnaðar með 1 milljarðs árlegu viðbótarfjármagni til loftslagsmála næstu 10 árin. Aðgerðirnar munu einkum beinast að fjórum þáttum: 1. Náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum Aukinn kraftur settur í endurheimt landgæða, landgræðslu og skógrækt, vernd og endurheimt votlendis. Þessar aðgerðir hafa líka að markmiði að efla og endurheimta lífríki og líffræðilega fjölbreytni. 2. Loftslagsaðgerðir í landbúnaði Loftslagsaðgerðum í landbúnaði verður hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum í gegnum verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður en þar er stefnt að því að fjölga verulega bændum sem taka þátt í verkefninu. 3. Aukinn stuðningur við orkuskipti Orkuskiptum í samgöngum á landi, hafi og í lofti verður hraðað. Í samgöngum á landi verður megináhersla lögð á orkuskipti á sviði ferðaþjónustu og þungaflutninga. Áframhaldandi stuðningur verður við orkuskipti í haftengdri starfsemi með bættum innviðum og nýrri tækni og skoða þarf sérstaklega stuðning við innlenda framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti til að mæta þörfum á komandi árum. 4. Efling umhverfisvænni almenningssamgangna og betri innviðir fyrir virka ferðamáta Áhersla verður lögð á að efla vistvænar almenningssamgöngur með fjölgun umhverfisvænni ferðavagna og að bæta innviði fyrir rafhjól og aðra virka ferðamáta, m.a. með uppsetningu hleðslustöðva. Aðgerðirnar eru settar fram sem hluti af grænni endurreisn eftir kórónuveirufaraldurinn og verða unnar í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs. Áhersla er á að forgangsraða verkefnum sem stuðla að mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Til viðbótar við þetta liggur fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna fjárfestinga sem teljast umhverfisvænar og stuðla að sjálfbærni. Gert er ráð fyrir að þessar ívilnanir muni geta numið um 1,2 milljörðum á ári á árunum 2024-2026. Blaðinu hefur verið snúið við Ég vil meina að með öllu því sem að hefur verið gert í loftslagsmálum á þessu kjörtímabili hafi blaðinu verið snúið við. Aðgerðir okkar hafa snúið að orkuskiptum, kolefnisbindingu, úrgangsmálum, landbúnaði, rannsóknum og vöktun, nýsköpun, margvíslegri reglusetningu, fjölbreyttum skattaafsláttum og styrkjum, svo eitthvað sé nefnt. Það var því sérstaklega ánægjulegt að sjá að í niðurstöðum spánnýrrar umhverfiskönnunar Gallup kemur fram að ánægja með viðleitni stjórnvalda til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist úr 40% í rúmlega 50% frá því í fyrra. Og hlutfall þeirra sem hefur trú á að hægt sé að ná miklum árangri í því að sporna við loftslagsbreytingum fyrir árið 2030 fer úr rúmum 60% í rösk 70%. Það segir mér að fólk hefur trú á þeirri vegferð sem nú er hafin. Við erum farin að sjá árangur Það tekur auðvitað tíma að gera umfangsmiklar breytingar á gangverki samfélagsins, en við erum sannarlega komin á fulla ferð og farin að sjá árangur, eins og bráðabirgðaniðurstöður Umhverfisstofnunar sýna varðandi samdrátt í losun til dæmis frá bílaumferð. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú hafin vinna við að móta framtíðarsýn um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Það er spennandi verkefni sem felur í sér fullt af tækifærum fyrir lágkolefnishagkerfi framtíðarinnar. Stefnum hærra Það er auðvitað ekki annað í boði en að veita umhverfismálum, og þá sérstaklega loftslagsmálum, síaukna athygli, grípa til enn frekari aðgerða og tryggja fjármagn á næstu árum. Því hvernig svo sem veröldin snýst þá er loftslagsváin stóra áskorun samtímans. Þess vegna vil ég sjá okkur stefna enn hærra en hingað til. Byggjum ofan á það sem nú þegar hefur verið gert og gefum hvergi eftir. Það er eina leiðin framávið – og líka sú rétta. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eitt helsta áherslumál mitt sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur verið að snúa við blaðinu í loftslagsmálum. Þegar ég tók við sem ráðherra ríkti kyrrstaða í aðgerðum stjórnvalda á Íslandi. Það skorti sýn, stefnu, áætlanir um samdrátt í losun og fjármagn til þess að fylgja þeim eftir. Ég hef lagt áherslu á að áætlunum fylgi fjármagn, að orðum fylgi efndir. Ég ætla að nefna nokkur dæmi: Á þessu kjörtímabili hefur fjármagn til loftslagsmála, bara í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, aukist um meira en 800%. Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun sem kynnt var í vikunni verða framlög stjórnvalda til loftslagsmála aukin um 1 milljarð króna á ári næsta áratuginn. Árið 2022 verður metár í framlögum til loftslagsmála, þegar 13 milljörðum verður varið til málaflokksins. Metnaðarfyllri markmið Forsætisráðherra tilkynnti efld markmið Íslands í loftslagsmálum á leiðtogafundi í desember síðastliðnum. Þá færðum við markið úr 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, í 55% samdrátt. Þetta gerum við í samfloti við aðrar þjóðir; Evrópusambandið og Noreg. Með þessu fylkjum við liði með metnaðarfyllstu þjóðum heims í loftslagsmálum og þannig á það líka að vera. Efldar aðgerðir Við erum með plan um hvernig við ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka kolefnisbindingu. Planið er lagt fram í Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem kom fyrst út árið 2018 en var uppfærð síðasta sumar. Í vikunni tilkynntum við svo um aðgerðir til viðbótar við þær sem fram koma í aðgerðaáætlun, eða eru nánari útfærsla á þeim. Þessar efldu aðgerðir eru liður í að mæta hertum loftslagsmarkmiðum okkar frá því í desember og verða fjármagnaðar með 1 milljarðs árlegu viðbótarfjármagni til loftslagsmála næstu 10 árin. Aðgerðirnar munu einkum beinast að fjórum þáttum: 1. Náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum Aukinn kraftur settur í endurheimt landgæða, landgræðslu og skógrækt, vernd og endurheimt votlendis. Þessar aðgerðir hafa líka að markmiði að efla og endurheimta lífríki og líffræðilega fjölbreytni. 2. Loftslagsaðgerðir í landbúnaði Loftslagsaðgerðum í landbúnaði verður hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum í gegnum verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður en þar er stefnt að því að fjölga verulega bændum sem taka þátt í verkefninu. 3. Aukinn stuðningur við orkuskipti Orkuskiptum í samgöngum á landi, hafi og í lofti verður hraðað. Í samgöngum á landi verður megináhersla lögð á orkuskipti á sviði ferðaþjónustu og þungaflutninga. Áframhaldandi stuðningur verður við orkuskipti í haftengdri starfsemi með bættum innviðum og nýrri tækni og skoða þarf sérstaklega stuðning við innlenda framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti til að mæta þörfum á komandi árum. 4. Efling umhverfisvænni almenningssamgangna og betri innviðir fyrir virka ferðamáta Áhersla verður lögð á að efla vistvænar almenningssamgöngur með fjölgun umhverfisvænni ferðavagna og að bæta innviði fyrir rafhjól og aðra virka ferðamáta, m.a. með uppsetningu hleðslustöðva. Aðgerðirnar eru settar fram sem hluti af grænni endurreisn eftir kórónuveirufaraldurinn og verða unnar í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs. Áhersla er á að forgangsraða verkefnum sem stuðla að mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Til viðbótar við þetta liggur fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna fjárfestinga sem teljast umhverfisvænar og stuðla að sjálfbærni. Gert er ráð fyrir að þessar ívilnanir muni geta numið um 1,2 milljörðum á ári á árunum 2024-2026. Blaðinu hefur verið snúið við Ég vil meina að með öllu því sem að hefur verið gert í loftslagsmálum á þessu kjörtímabili hafi blaðinu verið snúið við. Aðgerðir okkar hafa snúið að orkuskiptum, kolefnisbindingu, úrgangsmálum, landbúnaði, rannsóknum og vöktun, nýsköpun, margvíslegri reglusetningu, fjölbreyttum skattaafsláttum og styrkjum, svo eitthvað sé nefnt. Það var því sérstaklega ánægjulegt að sjá að í niðurstöðum spánnýrrar umhverfiskönnunar Gallup kemur fram að ánægja með viðleitni stjórnvalda til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist úr 40% í rúmlega 50% frá því í fyrra. Og hlutfall þeirra sem hefur trú á að hægt sé að ná miklum árangri í því að sporna við loftslagsbreytingum fyrir árið 2030 fer úr rúmum 60% í rösk 70%. Það segir mér að fólk hefur trú á þeirri vegferð sem nú er hafin. Við erum farin að sjá árangur Það tekur auðvitað tíma að gera umfangsmiklar breytingar á gangverki samfélagsins, en við erum sannarlega komin á fulla ferð og farin að sjá árangur, eins og bráðabirgðaniðurstöður Umhverfisstofnunar sýna varðandi samdrátt í losun til dæmis frá bílaumferð. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú hafin vinna við að móta framtíðarsýn um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Það er spennandi verkefni sem felur í sér fullt af tækifærum fyrir lágkolefnishagkerfi framtíðarinnar. Stefnum hærra Það er auðvitað ekki annað í boði en að veita umhverfismálum, og þá sérstaklega loftslagsmálum, síaukna athygli, grípa til enn frekari aðgerða og tryggja fjármagn á næstu árum. Því hvernig svo sem veröldin snýst þá er loftslagsváin stóra áskorun samtímans. Þess vegna vil ég sjá okkur stefna enn hærra en hingað til. Byggjum ofan á það sem nú þegar hefur verið gert og gefum hvergi eftir. Það er eina leiðin framávið – og líka sú rétta. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar