Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins. Innlent 19. ágúst 2021 18:32
Hefur farið í áttatíu og níu skimanir og sú hundraðasta á döfinni Líklega hafa fáir Íslendingar farið í fleiri skimanir vegna Covid-19 en leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann fór í 89. skimunina í dag og reiknast honum til að hann fari í skimun númer eitt hundrað þann 3. september. Hann hefur sloppið við Covid-19 hingað til en óttast reyndar að hann hafi storkað örlögunum með því að ræða þennan mikla fjölda skimana sem hann hefur farið í. Lífið 19. ágúst 2021 18:00
Að lágmarki 52 smitaðir eftir dansbúðir á Laugarvatni Tvö Covid-smit í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni hafa svo sannarlega dreift úr sér. Alls hafa 52 greinst smitaðir í tengslum við sumarbúðirnar þar sem börn frá tíu ára aldri og upp í tvítug ungmenni æfðu saman dans í eina viku. Innlent 19. ágúst 2021 16:28
Fækkar hægt í hópi ísraelsku ferðamannanna sem eru mishressir Þrjátíu smitaðir ísraelskir ferðamenn dvelja í farsóttarhúsnæði Rauða krossins þessa dagana og óvíst hvenær fólkið kemst úr landi. Eftir að lokað var á sóttkví ferðamanna í farsóttarhúsi opnaðist mikið rými til að sinna fólki í einangrun. Innlent 19. ágúst 2021 16:01
Reykjavíkurmaraþonið blásið af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hefur verið aflýst í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þar segir að álagið á samfélagið sem og heilbrigðiskerfið hafi verið mikið og mikil óvissa sé ennþá um framhaldið. Lífið 19. ágúst 2021 14:12
Meðvirkni og ófyrirsjáanleiki Ein grundvallarforsenda laga í réttarríki er fyrirsjáanleiki. Borgarar eiga að geta gengið að lögunum vísum og að þeim sé ekki breytt eftir geðþótta stjórnmálamanna með litlum fyrirvara. Skoðun 19. ágúst 2021 14:00
Samstaða er ekki sjálfsögð Eitt af því dýrmætasta sem mannfólk getur áunnið sér er frelsi. Að geta um frjálst höfuð strokið í vestrænu lýðræðisríki eru líklega mestu forréttindi sem við Íslendingar búum við. Frelsi er ekki sjálfsagt og ekki ókeypis Skoðun 19. ágúst 2021 13:00
Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. Erlent 19. ágúst 2021 12:53
Reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna ráði kerfið ekki við skimanir Sóttvarnalæknir leggur til að reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands ef ekki næst að anna skimunum allra farþega á landamærunum. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarsýn sóttvarna. Hann segist þó ekki vita hvernig hægt verði að takmarka komu ferðamanna. 108 greindust með veiruna í gær og eru sjö á gjörgæslu vegna Covid. Innlent 19. ágúst 2021 12:06
Hvar er framtíðarplanið um lífið með COVID? Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst. Skoðun 19. ágúst 2021 12:01
„200 manna takmörkunin þýðir bara tap“ Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ákveðið að fresta afmælistónleikum sínum í enn eitt skiptið. Um er að ræða fimmtugsafmælistónleika en Páll Oskar stefnir á að halda tónleikana í mars 2022 þegar hann verður nýorðinn 52 ára. Lífið 19. ágúst 2021 11:40
108 greindust með veiruna innanlands í gær Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 68 þeirra sem greindust voru fullbólusettir og er bólusetning hafin hjá einum. 39 þeirra sem greindust eru óbólusettir. Innlent 19. ágúst 2021 10:48
„Verðum örugglega að horfast í augu við það að við gengum nærri okkur“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að það sé gríðarlega mikilvægt að horfast í augu. „Vegna þess að það hjálpar okkur að muna að við erum öll á sama báti.“ Lífið 19. ágúst 2021 10:31
Bakhjarlar verðmætasköpunar Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna. Skoðun 19. ágúst 2021 10:30
Erilsamt að vanda hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 142 sjúkraflutningum í gær. Í Facebookfærslu slökkviliðsins segir að fyrir nokkrum vikum hefðu svo margir sjúkraflutningar þótt til tíðinda en nú sé sá fjöldi „normið.“ Innlent 19. ágúst 2021 08:38
Gat ekki beðið um verri dag til að lenda í sóttkví Það er sjaldan hentugur tími til að þola frelsisskerðingu en sumir dagar geta reynst óheppilegri en aðrir. Þessu kynntist Ólafur Ásgeirsson, leikhúsmaður og spunaleikari, vel á dögunum þegar hann var sendur í sóttkví nokkrum klukkustundum eftir að hann fleygði baðkarinu sínu. Lífið 19. ágúst 2021 08:01
Nýsjálensk börn verði bólusett Stjórnvöld á Nýja Sjálandi heimiluðu í gær að börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett en hingað til hafa einungis þeir sem náð hafa sextán ára aldri getað fengið bólusetningu í landinu. Erlent 19. ágúst 2021 06:44
Örvunarskammtar ríku þjóðanna eins og að útdeila öðru björgunarvesti á meðan aðrir drukkna án vestis Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis. Erlent 18. ágúst 2021 22:09
Leikskóla lokað út vikuna og allir í sóttkví Allir nemendur og kennarar á leikskólanum á Seyðisfirði eru komnir í sóttkví eftir að nemandi í skólanum greindist með kórónuveiruna síðasta mánudag. Leikskólanum hefur því verið lokað fram á næsta mánudag þegar sóttkvínni lýkur. Innlent 18. ágúst 2021 21:38
Kári: Ekkert fokking væl Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að það verði ekki umflúið að halda svipuðum samkomutakmörkunum og nú eru í gildi næstu eitt til tvö árin. Hann er bjartsýnn á að þjóðin haldi áfram að tækla verkefnið af krafti þó ljóst sé að það sé orðið örlítið lengra en menn höfðu vonast til í upphafi. Innlent 18. ágúst 2021 21:00
„Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn“ Jón Mýrdal, eigandi Húrra og Skuggabaldurs í miðbæ Reykjavíkur, segir að sér finnist sú framtíðarsýn sem sett er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19 vera hræðileg. Hann bendir á að á skemmtistöðum sé farið eftir ströngum kröfum um sóttvarnir, annað en til dæmis í partýum í heimahúsum. Viðskipti innlent 18. ágúst 2021 19:21
Reikna með svipaðri stöðu á gjörgæslu áfram Spálíkan fyrir framgang faraldursins hér á landi næstu vikur gefur til kynna að þróunin horfi til betri vegar. Þannig mun nýjum smitum fækka, en það verður þó mjög hægt ef marka má spá. Innlent 18. ágúst 2021 17:29
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. Innlent 18. ágúst 2021 16:13
Lyfjastofnun geti ekki mælt með notkun sníkjudýralyfs gegn Covid Lyfjastofnun hefur fengið upplýsingar um notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin við Covid hér á landi. Stofnunin mælir ekki með notkun lyfsins, sem ekki hefur verið sýnt fram á að sýni nokkra virkni gegn Covid-19, hvorki sem fyrirbyggjandi lyf né í meðferð sjúklinga. Innlent 18. ágúst 2021 16:00
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. Innlent 18. ágúst 2021 15:27
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. Innlent 18. ágúst 2021 14:26
Svandís og Brynjar tókust á í Pallborðinu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verða gestir Pallborðsins sem verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi. Innlent 18. ágúst 2021 13:30
Þórólfur telur að fullir leikvangar muni koma í bakið á Bretum Fólki brá í brún þegar enska úrvalsdeildin fór af stað liðna helgi. Uppselt inn á hvern einasta leikvang þó svo að hlutfallslega hafi færri verið bólusettir þar heldur en hér á landi. Enski boltinn 18. ágúst 2021 13:00
Vill skoða að hætt verði að setja fullbólusetta í sóttkví Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra telur að skoða þurfi að hætt verði alveg að setja fullbólusetta í sóttkví. Heilbrigðisráðherra vill skoða málin betur. Innlent 18. ágúst 2021 13:00
Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. Innlent 18. ágúst 2021 11:57