Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. Skoðun 10. nóvember 2021 22:30
Viðburðahaldarar telja að ástandið geti endað með ósköpum Aðstandendur skipulagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld. Með yfirlýsingunni vilja þau vekja athygli á mikilvægi þess að þrengja ekki frekar að viðburðarhaldi á næstu vikum og mánuðum. Innlent 10. nóvember 2021 21:12
Um 160 nemendur í sóttkví fram á sunnudag Skólastjórnendur í Álfhólsskóla hafa tekið þá ákvörðun, í samráði við smitrakningarteymi, að setja alla nemendur miðstigs skólans í sóttkví fram á sunnudag. Innlent 10. nóvember 2021 20:15
Inga óttast fjarfundajól með rafsteikum ef ekki verði gripið í taumana Inga Sæland, alþingismaður, segir stöðuna sem nú er uppi vegna aukins fjölda Covid-smita með ólíkindum. Hún segir stöðuna ekki einungis óafsakanlega með öllu, heldur árás á samfélagið í heild sinni. Innlent 10. nóvember 2021 19:17
Aldrei fleiri börn með Covid-19: „Ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand“ Aldrei hafa fleiri börn verið í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans en nú og enn annað met var slegið í gær þegar 178 greindust með veiruna innanlands. Sóttvarnalæknir segir að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir til að fækka þeim sem greinast með kórónuveiruna. Innlent 10. nóvember 2021 19:00
Sjaldan jafn slæm staða og nú í farsóttarhúsunum Staðan hefur sjaldan verið eins slæm og hún er núna í farsóttarhúsunum en forstöðumaður þeirra segir að svo virðist sem staðan eigi enn eftir að versna. Hundrað og þrjátíu manns dvelja nú í þremur farsóttarhúsum. Innlent 10. nóvember 2021 18:26
Níu smitaðir á Vopnafirði og skólum lokað Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum. Innlent 10. nóvember 2021 14:40
Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. Innlent 10. nóvember 2021 11:29
Annar metdagur: 178 greindust með kórónuveiruna innanlands 178 manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna á sama degi hér á landi frá upphafi faraldursins. 96 af þeim 178 sem greindust innanlands í gær voru ekki í sóttkví við greiningu, eða 54 prósent. 82 voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. Innlent 10. nóvember 2021 11:12
Fimmtán liggja inni og þrír eru í öndunarvél Fimmtán liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Af þeim fimmtán sem liggja inni eru fimm óbólusettir en meðalaldur inniliggjandi er 59 ár. Innlent 10. nóvember 2021 10:09
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Innlent 10. nóvember 2021 09:46
Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna deila um „höfundarrétt“ bóluefnisins Lyfjafyrirtækið Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (NIH) hafa í eitt ár háð baráttu um það hverjir verðskulda höfundarrétt á bóluefninu gegn Covid-19. Niðurstaða deilnanna gætu haft mikla þýðingu fyrir það hvernig bóluefnið verður notað. Erlent 10. nóvember 2021 08:35
65 ára og eldri fá ekki Covid-passa nema þeir þiggi örvunarskammt Á næstunni munu taka gildi nýjar reglur í Frakklandi sem kveða á um að einstaklingar 65 ára og eldri þurfa að hafa þegið örvunarskammt af bóluefnunum gegn Covid-19 til að mega ferðast og heimsækja veitingastaði og söfn. Erlent 10. nóvember 2021 07:23
„Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 9. nóvember 2021 21:30
Efast ekki um að áhættuhópar ættu að þiggja þriðja skammtinn Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans kveðst nokkuð bjartsýnn á að notkun þriðja skammts bóluefnis við kórónuveirunni muni gefa góða raun í baráttunni við faraldurinn. Innlent 9. nóvember 2021 17:48
Sjúklingur á geðdeild með Covid-19 og allir skimaðir Inniliggjandi sjúklingur á geðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í gær. Sjúklingar jafnt sem starfsfólk er komið í sóttkví og óskar Landspítalinn eftir liðsinni fólks með bakgrunn í geðheilbrigðisþjónustu. Innlent 9. nóvember 2021 15:33
Kórónuveiran lét á sér kræla eftir fjárfestadag Play í Kaupmannahöfn Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni eftir fjáfestadag flugfélagsins Play sem var haldinn í Kaupmannahöfn á föstudag. Um hundrað manns tóku þátt í viðburðinum en aðeins maki eins þeirra smituðu hefur þurft að fara í sóttkví til þessa. Viðskipti innlent 9. nóvember 2021 14:46
Gífurleg eftirspurn í kjölfar Covid-19 sé aðeins tímabundin Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að um mitt næsta ár muni draga úr þeirri gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og leitt til vöruskorts víða um heim. Draga muni úr neyslu á vörum á endanum og neytendur í auknum mæli leita í þjónustu. Viðskipti innlent 9. nóvember 2021 13:01
Höfðu mikinn áhuga á stöðu veirunnar á Íslandi Úkraínskir blaðamenn höfðu mikinn áhuga á stöðu kórónuveirufaraldursins á Íslandi og hvort leikmenn Breiðabliks voru bólusettir á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Kharkiv í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 9. nóvember 2021 13:01
Metfjöldi á einum degi: Hundrað sextíu og átta greindust smitaðir í gær Hundrað sextíu og átta manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi frá upphafi faraldursins. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, staðfestir fjöldann við fréttastofu. Innlent 9. nóvember 2021 11:06
Bein útsending: Morgunfundur um alþjóðlegu aðfangakeðjuna Gífurlegar hækkanir á flutningskostnaði, hækkandi innkaupsverð vöru, seinkanir í alþjóðlegum flutningum og jafnvel vöruskortur blasa nú við fyrirtækjum í milliríkjaviðskiptum. Viðskipti innlent 9. nóvember 2021 08:36
Covid-19 aftur farið að ógna dönsku samfélagi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur lagt til að danska þingið skilgreini kórónuveiruna á ný sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi. Faraldurinn hefur verið á uppleið í Danmörku að undanförnu. Erlent 8. nóvember 2021 23:30
Allt bendi til þess að þriðji skammturinn stuðli að hjarðónæmi Sóttvarnalæknir segist vonast til þess að örvunarbólusetning verði til þess að hjarðónæmi gegn kórónuveirunni náist hér á landi. Þetta kom fram í máli hans í Kastljósi í kvöld. Innlent 8. nóvember 2021 21:33
Uggandi yfir takmörkunum en stefna á notkun hraðprófa Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana. Menning 8. nóvember 2021 20:13
Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. Innlent 8. nóvember 2021 14:08
„Tímamót og gleðidagur“ eftir tuttugu mánaða bann Tuttugu mánaða ferðabanni til Bandaríkjanna, sem komið var á vegna kórónuveirufaraldursins, var aflétt í nótt. Forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir félagið, sem nú sé komið í gang að fullu eftir faraldur. Viðskipti innlent 8. nóvember 2021 13:16
Ekki fleiri inniliggjandi vegna Covid-19 í Noregi síðan í apríl Tæplega tvö hundruð manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsum í Noregi vegna Covid-19 og hefur fjöldinn ekki verið hærri síðan í apríl. Erlent 8. nóvember 2021 12:40
Tilkynnum áfram ofbeldi til 112 Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Skoðun 8. nóvember 2021 12:02
Hundrað og sautján greindust smitaðir í gær Hundrað og sautján greindust smitaðir af Covid-19 í gær. Af þeim voru 72 fullbólusettir en 45 óbólusettir. Ríflega helmingur var í sóttkví við greiningu. Innlent 8. nóvember 2021 11:21
Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. Innlent 8. nóvember 2021 09:06