45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. Innlent 17. janúar 2022 09:49
Átta milljónir Englendinga stunda áhættusama drykkju Milljónir Breta neyta nú áfengis í hættulegu magni heima hjá sér. Ástæðuna má að einhverju leyti rekja til þess að fleiri drekka nú heima en á öldurhúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 17. janúar 2022 08:41
Auðæfi tíu ríkustu manna heims tvöfaldast í heimsfaraldrinum Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að ríkasta fólk jarðar hefur orðið enn ríkara á meðan það fjölgar í þeim hópi sem lifir undir fátæktarmörkum. Viðskipti erlent 17. janúar 2022 08:05
Rétta ríkisfjármálastefnan Nú þegar hert hefur verið á ráðstöfunum sem er ætlað að draga úr útbreiðslu COVID-19 hefur ríkisstjórnin bætt í efnahagsstuðninginn. Það má gera ráð fyrir að umræðan um ríkisfjármál aukist aftur í kjölfarið og raunar hefur BSRB þegar sett niður sína rauðu línu. Því er rétt að minnast þess hver markmið ríkisfjármála eiga að vera. Skoðun 17. janúar 2022 07:31
Ráðherrar verði að gæta orða sinna í miðjum heimsfaraldri Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítala, finnst utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa talað óvarlega og af undarlegum hætti um faraldurinn og sóttvarnatakmarkanir undanfarið. Landspítali hefur starfað á neyðarstigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas ástandið á skurðdeildunum skelfilegt. Innlent 16. janúar 2022 21:12
Róm brennur en ráðherra spyr spurninga Nú hefur Landspítali verið á neyðarstigi frá 28. desember síðastliðinn, en róðurinn var sömuleiðis afar þungur allan mánuðinn á undan. Víða er erfitt að halda starfsemi gangandi innan veggja spítalans vegna uppsafnaðs álags á starfsfólk og vaxandi fjarveru þess sem rekja má til smita í samfélaginu. Skoðun 16. janúar 2022 19:31
Mikil bjartsýni fyrir ferðasumrinu 2022 Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í Mýrdalshreppi fyrir sumrinu enda verið að skipuleggja sumarið á fullum krafti með fjölbreyttri dagskrá. Oddviti sveitarfélagsins spáir góðu sumri í ferðaþjónustu. Innlent 16. janúar 2022 15:30
Einn til viðbótar smitaður á Landakoti eftir umfangsmiklar skimanir Einn sjúklingur á Landakoti greindist með kórónuveiruna í gær eftir umfangsmiklar skimanir þar og á hjartadeild spítalans. Innlent 16. janúar 2022 15:07
Faraldursstaðan í Evrópu: „Erfiðust grímuskyldan fyrir börn frá sex ára“ Faraldur kórónuveiru hefur sjaldan verið jafn hátt uppi og nú. Hér á Íslandi hafa aldrei fleiri greinst smitaðir af veirunni en undanfarnar vikur og sömu sögu má segja í mörgum öðrum Evrópuríkjum, þar sem faraldurinn er hvað verstur þessa dagana. Innlent 16. janúar 2022 15:00
Segir ellefu ára dóttur sína ekki mega mæta í skólann nema hún sé bólusett Íslendingur sem búsettur er í New York segir að hún megi ekki mæta til vinnu nema sýna fram á að hún sé bólusett. Þessi takmörkun tekur einnig til barna en ellefu ára dóttir hennar fær ekki að mæta í skólann nema bólusett. Erlent 16. janúar 2022 14:00
„Ég fékk þá tilfinningu að spítalinn væri einstaklega illa rekinn“ „Það vakti ekki hrifningu hjá mér hvernig Landsspítalinn nálgaðist fjárlagaumræðuna, mér fannst það ekki sérstaklega trúverðugt, þekkjandi til rekstrar. Ég fékk ekki tilfinningu fyrir því að þarna væri vel farið með opinbert fé. Þvert á móti fékk ég þá tilfinningu að spítalinn væri einstaklega illa rekinn.“ Innherji 16. janúar 2022 12:01
Ríkinu sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur að ríkinu sé sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu. Mannréttindasómstóllinn hafi kveðið á um að ríki hafi mikið svigrúm til þess að vernda líf og heilsu manna. Innlent 16. janúar 2022 11:42
1074 innanlandssmit greindust í gær Enn einn daginn greinast yfir þúsund kórónuveirusmit á einum sólarhring hér á landi en alls greindust 1.133 með veiruna í gær. Innlent 16. janúar 2022 11:08
Djokovic sendur úr landi: Fær ekki að verja titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur tapað dómsmáli sínu í Ástralíu og verður sendur úr landi. Hann fær því ekki tækifæri til að verja titil sinn en hann hefur unnið Opna ástralska undanfarin þrjú ár. Sport 16. janúar 2022 10:58
Íslendingar „á leið út af sporinu“ segir Ragnar Freyr „Loksins sést til sólar,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir á Facebook um stöðu Covid-19 faraldursins á hérlendis. Hann segir Íslendinga engu að síður „á leið út af sporinu“ og á þar við þær sóttvarnaaðgerðir sem voru boðaðar fyrir helgi. Innlent 16. janúar 2022 10:45
Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. Erlent 16. janúar 2022 09:46
Fengu tiltal frá lögreglu vegna ruglingslegra sóttvarnareglna Lögreglan á Suðurlandi heimsótti Gróðurhúsið í Hveragerði fyrr í kvöld vegna sóttvarnareglna sem höfðu verið brotnar inni í mathöllinni á staðnum. Eigandi Gróðurhússins segir að bætt verði úr sóttvörnum á staðnum fyrir morgundaginn en reglur hafi verið óskýrar þegar þær breyttust á miðnætti í gær. Innlent 15. janúar 2022 20:19
Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. Innlent 15. janúar 2022 19:01
„Morgunljóst að íþróttahreyfingin þarf á enn frekari stuðningi að halda“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur kallað eftir stuðningi stjórnvalda við íþróttafélög á Íslandi. Rætt hefur verið um það síðustu daga að hinir ýmsu iðnaðir og atvinnugreinar þurfa á stuðningi að halda frá hinu opinbera vegna takmarkanna en Hannesi finnst eins og íþróttafélög hafi gleymst í þeirri umræðu. Sport 15. janúar 2022 18:50
Leik Arsenal og Tottenham frestað vegna óleikfæra leikmanna Leik Arsenal og Tottenham sem átti að fara fram á morgun, sunnudaginn 16. janúar, hefur verið frestað að beiðni Arsenal. Stjórn enska knattspyrnusambandsins staðfesti þetta fyrr í morgun. Nýr leiktími hefur ekki verið staðfestur. Fótbolti 15. janúar 2022 18:30
Heilbrigðisstarfsmenn Orkuhússins hlaupa undir bagga með Landspítala Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Orkuhúsið um að útvega lækna og hjúkrunarfræðinga til að starfa á Landspítala og þannig styðja við þjónustu spítalans á þessum krefjandi tímum. Innlent 15. janúar 2022 17:33
Þau sem urðu verst úti Nú standa vonir til þess að heimsfaraldri kórónuveiru fari fljótlega að ljúka. Miðað við orð þeirra sem best til þekkja, gæti verið um nokkrar vikur eða mánuði að ræða, þar til mesta hættan er liðin hjá. Skoðun 15. janúar 2022 16:03
Eðlileg krafa að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun Hertar sóttvarnaaðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á takmörkunum og telur eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangun. Innlent 15. janúar 2022 13:02
Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. Innlent 15. janúar 2022 12:30
Fella niður leikskólagjöld þeirra sem halda börnum heima vegna faraldursins Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur ákveðið að fella niður leikskólagjöld og gjöld vegna mötuneyta hjá þeim foreldrum sem halda börnum sínum heima vegna faraldurs kórónuveirunnar. Um 40 prósent starfsmanna Grunnskólans í Hveragerði er fjarverandi vegna veikinda. Innlent 15. janúar 2022 12:01
Bera meðvirkni fjölmiðla nú saman við meðvirkni þeirra fyrir bankahrun Það er töluverður skortur á því að fjölmiðlar spyrji gagnrýnna spurninga þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda, ákvörðunum um það hvaða takmarkanir eru settar á, hvenær og hvernig og hvaða árangri þeim er ætlað að bera. Innherji 15. janúar 2022 12:01
Gjörgæslusjúklingum fækkar Þeim fjölgar um tvo sem liggja inni á Landspítala með Covid-19 milli daga en fækkar á sama tíma um tvo sem liggja á gjörgæsludeild. 45 sjúklingar á spítalanum eru smitaðir. Innlent 15. janúar 2022 11:56
Tveggja ára stríðsrekstur Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Skoðun 15. janúar 2022 11:01
1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. Innlent 15. janúar 2022 10:42
Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. Innlent 15. janúar 2022 08:52