Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2022 12:30 Almenningur hefur flykkst í hraðpróf á síðustu vikum. Vísir/Vilhelm/Egill Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. Með nýjum reglum um samkomutakmarkanir, sem tóku gildi á miðnætti, er óheimilt að halda stærri viðburði og almennt er miðað við tíu manna hámark. Áður var leyfilegt að halda 200 manna viðburði með notkun hraðprófa og fyrr í desember var leyfilegt að hafa allt að 500 manns á slíkum viðburðum. Öryggismiðstöðin er eitt þeirra fyrirtækja sem heldur út sérstökum hraðprófsstöðvum en Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR sem er sérstakt svið hjá Öryggismiðstöðinni, segir að einkafyrirtækin sitji uppi með skellinn ef mikil fækkun verður í kúnnahópi þeirra, enda þurfi að borga starfsfólki laun og greiða leigu. „Við fáum greitt fyrir tekin sýni þannig að ef það mætir enginn þá er það náttúrulega ekki nein greiðsla fyrir. Þannig að við erum bara í ágætismálum, við segjum það,“ segir Ómar og bætir við að enn sé of snemmt að segja til um hvort og þá hvenær samkomutakmarkanirnar munu koma til með að hafa. Bransinn ekki sérstaklega stöðugur Hann segir að áhrifin hafi í raun verið komin fram enda hafi lítið verið af skipulögðum viðburðum í janúar. Mikið hafi verið að gera yfir hátíðarnar, þegar jólatónleikar og aðrir viðburðir voru tíðir. „Þær [samkomutakmarkanirnar] tóku náttúrulega gildi í gær. Við sáum allavega ekki neina fækkun í gær í sýnatökum og ég heyri það á mínu fólki að fólk er mikið að koma ef það er að fara að hitta vini eða ættingja, eða á leið í lítið matarboð. Eða náttúrulega að fara erlendis, þarf það vottorð,“ segir Ómar. Ómar segir að starfsemin hafi eðli málsins samkvæmt sveiflast í takti við gildandi takmarkanir á hverjum tíma. Bransinn sé ekki sérstaklega stöðugur. „Það er rosalega snemmt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur eða hvernig í rauninni þetta hefur áhrif á uppbyggingu á okkar kúnnahópi,“segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR hjá Öryggismiðstöðinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 13. nóvember 2021 13:30 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Með nýjum reglum um samkomutakmarkanir, sem tóku gildi á miðnætti, er óheimilt að halda stærri viðburði og almennt er miðað við tíu manna hámark. Áður var leyfilegt að halda 200 manna viðburði með notkun hraðprófa og fyrr í desember var leyfilegt að hafa allt að 500 manns á slíkum viðburðum. Öryggismiðstöðin er eitt þeirra fyrirtækja sem heldur út sérstökum hraðprófsstöðvum en Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR sem er sérstakt svið hjá Öryggismiðstöðinni, segir að einkafyrirtækin sitji uppi með skellinn ef mikil fækkun verður í kúnnahópi þeirra, enda þurfi að borga starfsfólki laun og greiða leigu. „Við fáum greitt fyrir tekin sýni þannig að ef það mætir enginn þá er það náttúrulega ekki nein greiðsla fyrir. Þannig að við erum bara í ágætismálum, við segjum það,“ segir Ómar og bætir við að enn sé of snemmt að segja til um hvort og þá hvenær samkomutakmarkanirnar munu koma til með að hafa. Bransinn ekki sérstaklega stöðugur Hann segir að áhrifin hafi í raun verið komin fram enda hafi lítið verið af skipulögðum viðburðum í janúar. Mikið hafi verið að gera yfir hátíðarnar, þegar jólatónleikar og aðrir viðburðir voru tíðir. „Þær [samkomutakmarkanirnar] tóku náttúrulega gildi í gær. Við sáum allavega ekki neina fækkun í gær í sýnatökum og ég heyri það á mínu fólki að fólk er mikið að koma ef það er að fara að hitta vini eða ættingja, eða á leið í lítið matarboð. Eða náttúrulega að fara erlendis, þarf það vottorð,“ segir Ómar. Ómar segir að starfsemin hafi eðli málsins samkvæmt sveiflast í takti við gildandi takmarkanir á hverjum tíma. Bransinn sé ekki sérstaklega stöðugur. „Það er rosalega snemmt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur eða hvernig í rauninni þetta hefur áhrif á uppbyggingu á okkar kúnnahópi,“segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR hjá Öryggismiðstöðinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 13. nóvember 2021 13:30 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 13. nóvember 2021 13:30
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48