Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. Innlent 28. maí 2020 22:00
Tæplega 800 manns sagt upp í fjórtán hópuppsögnum Inni í þessum tölum er hópuppsögn sem Bláa lónið tilkynnti um í dag þar sem 403 var sagt upp störfum. Innlent 28. maí 2020 21:54
Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. Innlent 28. maí 2020 21:13
Ljóst að fyrirtæki sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hlutabótaleiðina Nauðsynlegt er að mati Ríkisendurskoðunar að Vinnumálastofnun hafi öflugt og virkt eftirlit með hlutabótaleiðinni. Innlent 28. maí 2020 21:01
Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Innlent 28. maí 2020 19:06
Gjaldþrot aukast og margir biðja um greiðslufresti á lánum Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um tæpan þriðjung milli ára. Þá hafa fimm til sex þúsund einstaklingar farið fram á greiðslufrest lána hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja telur bankana hafa getu til að leggjast á árarnar með fyrirtækjum og heimilum. Viðskipti innlent 28. maí 2020 18:55
„Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. Innlent 28. maí 2020 18:19
Bein útsending: Kári, Þórólfur og Alma ræða Covid-19 og framtíð faraldursins Íslensk erfðagreining heldur fræðslufund í dag klukkan 17 um baráttuna við Covid-19 og hvers sé að vænta í nánustu framtíð miðað við bestu vitneskju um sjúkdóminn. Innlent 28. maí 2020 16:30
Faðir stjóra Aston Villa lést af völdum veirunnar Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa, missti föður sinn í gær. Hann lést af völdum Covid-19. Enski boltinn 28. maí 2020 16:30
Ferðaviljinn - ætla þeir að koma? Orðið „ferðavilji“ er eitt mest notaða orðið í vangaveltum um framtíð ferðaþjónustunnar. Ferðavilji er auk nokkurra annarra þátta ein meginforsenda þess að líf færist í ferðaþjónustu bæði hér á landi og annars staðar. Skoðun 28. maí 2020 16:00
„Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Innlent 28. maí 2020 14:25
Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Innlent 28. maí 2020 14:02
Þrjár sektir vegna brota á kórónuveirureglum Þrír einstaklingar hafa verið sektaðir vegna brota á sóttvarnalögum og reglum settum samkvæmt þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar Innlent 28. maí 2020 13:28
Telja ráðgjafa Johnson hafa brotið reglur en aðhafast ekkert Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. Erlent 28. maí 2020 13:20
Börnum í sárri fátækt gæti fjölgað um 86 milljónir Bein efnahagsleg áhrif COVID-19 faraldursins gætu leitt til fjölgunar barna í sárri fátækt um 86 milljónir fyrir árslok, samkvæmt greiningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Barnaheilla. Heimsmarkmiðin 28. maí 2020 12:53
Enginn greindist með smit síðasta sólarhringinn Staðfest smit í landinu eru því, líkt og í gær, 1.805. Innlent 28. maí 2020 12:52
Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. Innlent 28. maí 2020 11:59
Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. Innlent 28. maí 2020 11:35
Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. Innlent 28. maí 2020 11:30
Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Viðskipti innlent 28. maí 2020 11:12
Hlutfall starfandi á vinnumarkaði ekki verið lægra síðan 2003 Atvinnuleysi í landinu mældist sjö prósent í apríl og hafa hlutfall starfandi ekki verið lægra síðan 2003. Viðskipti innlent 28. maí 2020 10:20
403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. Viðskipti innlent 28. maí 2020 09:38
Yfir hundrað þúsund látin í Bandaríkjunum Rúmlega 102 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins-háskóla í Maryland-ríki. Erlent 27. maí 2020 23:55
„Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. Enski boltinn 27. maí 2020 22:00
Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Innlent 27. maí 2020 21:54
Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. Enski boltinn 27. maí 2020 20:00
Yfirstjórn Lufthansa hafnar skilyrðum Evrópusambandsins Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa. Viðskipti erlent 27. maí 2020 18:09
Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. Viðskipti innlent 27. maí 2020 17:00
Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. Viðskipti innlent 27. maí 2020 15:30
Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. Viðskipti innlent 27. maí 2020 15:29
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent