Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Hljóðláta byltingin

Það er merkilegt að hugsa til þess að það vinnufyrirkomulag sem við þekkjum í dag á í grundvallaratriðum rætur sínar að rekja aftur til iðnbyltingarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfum meiri fyrirsjáanleika en bara nokkrar vikur í senn

Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar vegna faraldursins. Staðan sé alvarleg og nauðsynlegt að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en í einungis nokkrar vikur í senn.

Innlent
Fréttamynd

Lesrýmum lokað í Háskóla Íslands

Í ljósi hertra samkomutakmarkana innanlands og fjölgunar smita í samfélaginu hefur verið ákveðið að loka lesrýmum grunn- og meistaranema í Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Napoli mætti ekki til leiks gegn Juventus

Napoli átti að mæta Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Napoli mætti hins vegar ekki til leiks og óljóst er hvort leikurinn verði leikinn síðar eða Napoli gefi hann einfaldlega

Fótbolti