Hvatti Íslendinga til dáða gegn hinni ósanngjörnu veiru Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 14:04 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti Íslendinga til að sýna samstöðu gegn sameiginlegum andstæðingi, hinni ófyrirsjáanlegu og ósanngjörnu kórónuveiru, í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna og bað alla um að vera á varðbergi. „Við erum núna í stöðu sem við vildum gjarnan hafa sloppið við að vera í. Við breytum ekki því sem er orðið en við getum ráðið því hvert framhaldið verður,“ sagði Víðir á fundinum í dag. Næstu dagar myndu fara í aðlögun að hertum veiruaðgerðum sem tóku gildi í dag og því væri einkar mikilvægt að sýna umburðarlyndi. Þá kvað hann það skiljanlegt að fólki þætti óþægilegt að gefa smitrakningarteymi almannavarna upp nákvæmar lýsingar á öllum sínum ferðum. Fólk velti því jafnframt mikið fyrir sér hvort það hefði átt að haga sér öðruvísi. „Ekki eyða tíma í það,“ sagði Víðir. „Hjálpið okkur bara að vinna í þessu. Hjálpumst að við að finna þau sem hugsanlega hafa smitast og tryggjum að þau fái upplýsingar til að þau get tekið ákvörðun um varnir, sér og sínum til hagsbóta. Það er bara ein leið áfram í þessu og það er samstaða.“ Nú þyrftu allir að passa sig vel. Gæta að fjarlægð við aðra, þvo hendur, sótthreinsa og vernda viðkvæma hópa. „Það reynir á þol og þrautseigju núna. Ekkert er hafið yfir gagnrýni,“ sagði Víðir. „Veiran er andstæðingurinn. Hún er ekki fyrirsjáanleg og hún er ekki sanngjörn. Við hins vegar höfum sýnt að vði getum allt þegar við stöndum saman. Við ætlum að ná þessu niður, við munum vinna marga bardaga og litlir sigrar skapa mikla velgengni. Tökum einn dag í einu, hjálpumst að, leiðbeinum, pössum upp á hvert annað og pössum upp á okkar fólk og sýnum öðrum vinsemd og virðingu. Þetta verður áfram í okkar höndum.“ Lokaorð Víðis á upplýsingafundi almannavarna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti Íslendinga til að sýna samstöðu gegn sameiginlegum andstæðingi, hinni ófyrirsjáanlegu og ósanngjörnu kórónuveiru, í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna og bað alla um að vera á varðbergi. „Við erum núna í stöðu sem við vildum gjarnan hafa sloppið við að vera í. Við breytum ekki því sem er orðið en við getum ráðið því hvert framhaldið verður,“ sagði Víðir á fundinum í dag. Næstu dagar myndu fara í aðlögun að hertum veiruaðgerðum sem tóku gildi í dag og því væri einkar mikilvægt að sýna umburðarlyndi. Þá kvað hann það skiljanlegt að fólki þætti óþægilegt að gefa smitrakningarteymi almannavarna upp nákvæmar lýsingar á öllum sínum ferðum. Fólk velti því jafnframt mikið fyrir sér hvort það hefði átt að haga sér öðruvísi. „Ekki eyða tíma í það,“ sagði Víðir. „Hjálpið okkur bara að vinna í þessu. Hjálpumst að við að finna þau sem hugsanlega hafa smitast og tryggjum að þau fái upplýsingar til að þau get tekið ákvörðun um varnir, sér og sínum til hagsbóta. Það er bara ein leið áfram í þessu og það er samstaða.“ Nú þyrftu allir að passa sig vel. Gæta að fjarlægð við aðra, þvo hendur, sótthreinsa og vernda viðkvæma hópa. „Það reynir á þol og þrautseigju núna. Ekkert er hafið yfir gagnrýni,“ sagði Víðir. „Veiran er andstæðingurinn. Hún er ekki fyrirsjáanleg og hún er ekki sanngjörn. Við hins vegar höfum sýnt að vði getum allt þegar við stöndum saman. Við ætlum að ná þessu niður, við munum vinna marga bardaga og litlir sigrar skapa mikla velgengni. Tökum einn dag í einu, hjálpumst að, leiðbeinum, pössum upp á hvert annað og pössum upp á okkar fólk og sýnum öðrum vinsemd og virðingu. Þetta verður áfram í okkar höndum.“ Lokaorð Víðis á upplýsingafundi almannavarna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54
59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent