Erlent

Kenzo látinn af völdum Covid-19

Sylvía Hall skrifar
Kenzo á tískuvikunni í París fyrr á þessu ári.
Kenzo á tískuvikunni í París fyrr á þessu ári. Getty/Anthony Ghnassia

Japanski fatahönnuðurinn Kenzo Takada er látinn, 81 árs að aldri. Kenzo lést á sjúkrahúsi í París í Frakklandi af völdum Covid-19.

Að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins hafði Kenxo verið búsettur í París frá sjöunda áratug síðustu aldar eftir að hann ferðaðist þangað sjóleiðis aðeins 26 ára gamall. Þar náði ferill hans flugi, en litrík hönnun hans vakti fljótt athygli á áttunda áratugnum.

Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, minntist Kenzo á Twitter-síðu sinni í dag. Hún lýsti honum sem hæfileikabúnti í heimi hönnunar sem hafði skapað rými fyrir liti og ljós í tískuheiminum. „París syrgir nú einn sona sinna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×