Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 15. júní 2022 18:46
PCR-heildsali Landspítalans hagnaðist um tæpa tvo milljarða í fyrra Heilsölufyrirtækið Lyra hagnaðist um 1.955 milljónir króna fyrir skatt árið 2021 en mikil söluaukning varð hjá fyrirtækinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls seldi Lyra vörur og þjónustu fyrir 4.250 milljónir króna í fyrra en Landspítalinn var langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Kaup spítalans fóru fram án útboðs. Viðskipti innlent 14. júní 2022 07:44
Bresk stjórnvöld eyddu háum fjárhæðum í gallaðan hlífðarbúnað Bresk stjórnvöld ætluðu að brenna hlífðarbúnað að andvirði fjögurra milljarða punda sem var ýmist gallaður eða stóðst ekki kröfur stjórnvalda. Þetta segir eftirlitsnefnd breska þingsins um ríkisútgjöld sem kannar nú hvernig stendur á því að ríkið hafi eytt eins miklu og raun ber vitni í ónothæfan búnað. Erlent 13. júní 2022 16:30
Enn að eiga við Covid-19 Enn er dálítill fjöldi að greinast með Covid og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Covid ekki lokið. Nú séu það mest ferðamenn sem greinist, þá sérstaklega þau sem fari til Bandaríkjanna. Hann telur það þó geta breyst þar sem ekki er lengur þörf á því að sýna fram á neikvætt PCR-próf á leið þangað. Innlent 13. júní 2022 14:37
Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. Erlent 13. júní 2022 12:47
„Hann kom að móðunni miklu, blotnaði í tærnar og sneri við“ Þó svo að Ragnar Axelsson héldi að heimsfaraldurinn myndi aðeins vara í þrjá mánuði, skynjaði hann í upphafi faraldursins að það væri mikilvægt að skrásetja þetta ástand með myndum. Menning 12. júní 2022 07:01
SA segir sóttvarnafrumvarp ótímabært og gallað Samtök atvinnulífsins telja ótímabært að setja ný heildarlög á sviði sóttvarna sökum þess að ekki hefur farið fram ýtarleg rannsókn á afleiðingum Covid-faraldursins og sóttvarnaaðgerða. Auk þess séu ýmsir vankantar á sóttvarnafrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarpið. Innherji 10. júní 2022 13:08
Um 150 til 200 nú að greinast með Covid-19 daglega Undanfarna daga hefur tilfellum þeirra sem hafa greinst með Covid-19 verið að fjölga og greinast nú á milli 150 og tvö hundruð einstaklingar daglega hér á landi. Sömuleiðis hefur inniliggjandi með Covid-19 fjölgað á Landspítalanum síðustu daga en þar eru nú átta manns með sjúkdóminn og þar af einn á gjörgæslu. Innlent 10. júní 2022 11:04
Ferðamönnum í pakkaferðum nú hleypt inn í landið Stjórnvöld í Japan hafa nú létt á takmörkunum fyrir erlenda ferðamenn og byrjað að staðfesta vegabréfsáritanir á nýjan leik. Það á þó einungis við ferðamenn í pakkaferðum og sem samþykkja að fylgja stífum reglum landsins um grímuskyldu og aðrar sóttvarnaaðgerðir. Erlent 10. júní 2022 07:45
Faraldursveiking gengin til baka og spá frekari hækkun Íslenska krónan hefur styrkst verulega frá því að hún var hvað veikust undir lok árs 2020 þegar áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru gætti hvað mest. Kostar evran núna það sama og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 9. júní 2022 17:07
Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. Erlent 6. júní 2022 20:06
Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. Erlent 6. júní 2022 07:58
Ráðgátan um útbreiðslu Covid-19 í Norður-Kóreu Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð hvetja íbúa til þess að sjóða greni og drekka saltvatn til að vinna bug á Covid-veikindum. Lyf eru af skornum skammti í landinu og íbúar óbólusettir, en stjórnvöld hafa hafnað allri aðstoð frá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Erlent 5. júní 2022 22:00
Sannfærð um að Ísland hefði unnið Eurovision og ákvað að læra íslensku Bresk kona sem hefur einsett sér að læra tungumál þeirrar þjóðar sem vinnur Eurovision hverju sinni ákvað að læra íslensku eftir að keppninni var aflýst árið 2020. Hún telur að Daði og Gagnamagnið hefðu verið líklegust til sigurs það árið. Hún hefur þegar lært ítölsku og hollensku en segir íslenskuna hafa verið meiri áskorun. Lífið 4. júní 2022 09:11
Fær bætur fyrir að hafa verið skikkuð í sóttvarnarhús Kona sem skikkuð var í sóttkví í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins á rétt á sextíu þúsund króna miskabótum vegna þess. Konan hafði ætlað sér að fara í sóttkví á heimili sínu við komuna til landsins. Innlent 3. júní 2022 09:24
Létta á takmörkunum vegna kórónuveirunnar í Sjanghæ Yfirvöld í kínversku stórborginni Sjanghæ hafa létt á reglum vegna kórónuveirunnar eftir að íbúar milljónaborgarinnar hafa þurft að halda sig heima um tveggja mánaða skeið. Erlent 1. júní 2022 07:21
Messi gat ekki hlaupið í margar vikur eftir smit Lionel Messi var lengi að jafna sig eftir að hafa smitast af kórónuveirunni í byrjun árs og kveðst enn hafa verið að jafna sig þegar hann féll úr leik í Meistaradeild Evrópu með liði sínu PSG. Fótbolti 31. maí 2022 17:30
Þúsundir í einangrun vegna sóttkvíarbrota manns í Peking Íbúi einn í kínversku höfuðborginni Peking sætir nú lögreglurannsókn eftir að hann fór ekki eftir fyrirmælum um sóttkví vegna kórónuveirunnar. Erlent 30. maí 2022 08:10
Að sjá ekki peningaskóginn fyrir verðbólgutrjánum Mikil verðbólga er á allra vörum, bæði á Íslandi og erlendis. Nefndar hafa verið hinar ýmsu ástæður sem við nánari skoðun halda misvel vatni. Aftur á móti virðist sem gamla góða aukning peningamagns sé rót vandans samhliða vaxandi kaupmætti í niðursveiflu. Skoðun 28. maí 2022 08:05
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. Erlent 25. maí 2022 14:01
Telja bóluefni veita yngri börnum góða vernd Lyfjarisinn Pfizer fullyrðir að þrír skammtar af bóluefni hans gegn Covid-19 veiti börnum yngri en fimm ára öfluga vernd gegn einkennum veikinnar. Fyrirtækið sækist eftir bandarísk lyfjayfirvöld veiti leyfi fyrir notkun þess fyrir börn. Erlent 23. maí 2022 14:19
Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. Erlent 23. maí 2022 07:30
Vildi að bann yrði lagt við bólusetningu barns síns Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru móður sem hafði áður krafist þess af landlæknisembættinu að bann yrði lagt við bólusetningu barns hennar gegn Covid-19. Ráðuneytið taldi að ákvörðun embættisins væri ekki stjórnvaldsákvörðun, og því ekki kæranleg til ráðuneytisins. Innlent 19. maí 2022 17:29
Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. Innlent 19. maí 2022 11:28
Marta María tekur við af Margréti í Hússtjórnarskólanum Marta María Arnarsdóttir tekur við sem skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík um mánaðarmótin af Margréti Sigfúsdóttur sem hefur sinnt starfinu í 24 ár. Innlent 18. maí 2022 13:52
Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum. Erlent 18. maí 2022 12:17
Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. Erlent 17. maí 2022 19:10
Ónæmi gegn Covid-19 hafi náðst Niðurstöður úr rannsókn á útbreiðslu Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að ónæmi hafi náðst í samfélaginu. Innlent 17. maí 2022 16:50
Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. Innlent 17. maí 2022 07:26
Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. Innlent 16. maí 2022 23:26