Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Mark Jackson sagt upp störfum hjá ESPN

Mark Jackson var í gær sagt upp störfum sem lýsandi á ESPN stöðinni bandarísku. Miklar hrókeringar eru í gangi í starfsliði stöðvarinnar en Jeff Van Gundy var sagt upp störfum í lok júní eftir 16 ár hjá stöðinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Var ná­lægt því að ganga í raðir Tinda­stóls

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Kristófer Acox leikmaður Vals, var nálægt því að ganga í raðir Íslandsmeistara Tindastóls eftir síðasta tímabil en segir að á endanum hafi það reynst erfið tilhugsun að ganga til liðs við liðið sem tók titilinn af honum og Val. Hann hefur nú samið við Val til næstu tveggja ára.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA deildin varar öll liðin við vegna Lillard

NBA deildin hefur brugðið á það ráð að senda öllum 30 liðunum sem leika í deildinni minnisblað og varað þau og aðra leikmenn við því að haga sér eins og Damien Lillard hefur víst gert eftir að tímabilinu lauk. Hann hefur látið það í veðri vaka að hann vilji bara fara til Miami Heat frá Portland Trailblazers.

Körfubolti
Fréttamynd

Elsti leikmaður NBA deildarinnar segir þetta gott

Elsti leikmaður NBA deildarinnar, Udonis Haslem leikmaður Miami Heat, hefur sagt þetta gott og lagt skóna á hilluna eftir 20 tímabil í NBA deildinni. Haslem spilaði allan sinn feril með Miami Heat og vann þrjá titla með félaginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Hilmar Smári Henningsson til Þýskalands

Landsliðsmaðurinn Hilmar Smári Henningsson hefur fært sig yfir á meginland Evrópu til að spila körfuknattleik. Hann er búinn að semja við Eisbären Bremerhaven í þýsku Pro A deildinni um að leika með liðinu á næsta tímabili. Hilmar var einn af betri leikmönnum Subway deildar karla á síðasta tímabili þar sem hann stýrði Haukum í þriðja sæti deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég var með einhverja Súperman-stæla“

Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson sleit krossband í hné í fyrra og hefur eytt síðasta árinu í endurhæfingu. Hann segir allt vera á réttri leið, hefur lagt blóð, svita, tár og eigin peninga í endurhæfinguna og vonast til að taka þátt í komandi landsliðsverkefni Íslands.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar komnir með Bandaríkjamann

Haukar hafa nælt sér í Bandaríkjamann fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla. Jalen Moore er 23 ára gamall bakvörður og kemur beint frá Oakland háskólanum.

Sport
Fréttamynd

Sjáðu myndbandið: FIBA kynnir ótrúlegan LED-völl

Alþjóða körfuboltasambandið, FIBA, frumsýndi nýja tegund af körfuboltavelli á heimsmeistaramóti kvenna U19-ára. Völlurinn er töluvert frábrugðin hefðbundnum velli en það eru ljós á parketinu sem breytast í takt við leikinn.

Sport