Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtal: Þór Þ. - Njarðvík 88-119 | Njarðvíkingar settu upp skotsýningu og kafsigldu Þórsara

Njarðvíkingar sóttu botnlið Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn aðeins með einn sigur í sarpnum, en þeir unnu nágranna Njarðvíkinga í Keflavík í þar síðustu umferð. Það er hæpið að tala um einhverja skyldusigra í þessari jöfnu Subway-deild, en fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með sigri gestanna.

Körfubolti
Fréttamynd

„Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega“

Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir úr Haukum vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót en hún jafnar sig eftir liðþófaaðgerð. Hún segir taka á að vera utan vallar en hlakkar mikið til að komast aftur á parketið.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Þetta eru fjórir af fimm eða sex bestu leik­mönnum deildarinnar“

Hinn klassíski liður „Nei eða Já“ er fastur liður hjá strákunum í Lögmál leiksins. Þar er farið yfir það helst sem hefur gerst í NBA deildinni á undanförnum dögum. Farið var yfir hvaða lið myndi vinna ef Bandaríkin myndu mæta heiminum í Ryder Cup körfuboltans. Þá var velt fyrir sér hvort Sacramento Kings myndi enda fyrir ofan Los Angeles Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Er því miður bara ekki gott lið“

Lögmál leiksins er á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Þar er að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. Í þætti kvöldsins verður staða mála hjá Luka Dončić og félögum í Dallas Mavericks skoðuð.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron dró vagninn og Lakers vann annan leikinn í röð

Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð er liðið haimsótti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 138-143, en það var hinn 37 ára gamli LeBron James sem fór fyrir liði Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Skoraði sitjandi frá þriggja stiga línunni

Bandaríska körfuboltakonan Madison Cox er ein af fáum leikmönnum í sögu skóla síns sem hefur skorað yfir þúsund stig fyrir körfuboltalið skólans og það þarf ekki að koma neinum á óvart sem sáu hana skora magnaða körfu á dögunum.

Körfubolti