Spoelstra: Er líklega það besta sem hefur gerst fyrir NBA síðasta áratuginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 17:01 Erik Spoelstra hvetur sína menn í Miami Heat áfram á móti Boston Celtics í TD Garden. Getty/Adam Glanzman Erik Spoelstra er að gera frábæra hluti með lið Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár. Flórídaliðið er nú komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami Heat kom inn sem áttunda hæsta lið Austurdeildarinnar í úrslitakeppnina í ár af átta liðum og þurfti að fara í gegnum tvær umferðir af umspilinu til að komast inn. Miami tapaði fyrst fyrir Atlanta Hawks í baráttu um sjöunda sætið en náði að tryggja sér áttunda sætið með 102-91 sigri á Chicago Bulls. Los Angeles Lakers er einnig enn á lífi í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa líka komist inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Spoelstra: Play-in best thing for NBA in decade https://t.co/1FkHLFazZM pic.twitter.com/DYnTe1guFf— ESPNBoston (@ESPNBoston) May 18, 2023 Spoelstra er mjög ánægður með breytinguna á úrslitakeppninni með tilkomu umspilsins en það þýðir að við lok deildarkeppninnar eiga liðin í níunda og tíunda sæti enn möguleika á því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Spoelstra segir líka að liðið sitt hafi haft mjög gott af því að fara í gegnum umspilið en Miami hefur síðan slegið út Milwaukee Bucks 4-1 og New York Knicks 4-2. Erik Spoelstra talaði mjög vel um umspilið á blaðamannafundi fyrir annan leik Miami og Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar. „Það eru færri lið í deildinni sem eru að ‚tanka' og allir eru að berjast um þessi tvö lausu sæti. Allir leikirnir í umspilinu eru skylduáhorf og þannig var það í báðum deildum. Ég held því að þetta sé líklega það besta sem hefur gerst fyrir NBA síðasta áratuginn,“ sagði Spoelstra. „Þetta var blessun fyrir mitt lið að fá þessa umspilsleiki og þurfa að fara saman í gegnum það. Ég hafði ekki áður verið þátttakandi í svona deildarkeppni áður og mér fannst við allir vaxa og verða betri að klára umspilið. Þetta herti okkur, þjappaði okkur saman og í liðinu varð til þessi þrautseigja og kjarkur sem þarf til ef þú ætlar að ná langt í úrslitakeppninni,“ sagði Spoelstra. Miami Heat vann fyrsta leikinn 123-116 í Boston en liðin mætast aftur í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan hálf eitt. Heat coach Erik Spoelstra praised the NBA s play-in tournament as he discussed the journey that prepared Miami for its playoff run https://t.co/evgjm7afGa— Sports Illustrated (@SInow) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Miami Heat kom inn sem áttunda hæsta lið Austurdeildarinnar í úrslitakeppnina í ár af átta liðum og þurfti að fara í gegnum tvær umferðir af umspilinu til að komast inn. Miami tapaði fyrst fyrir Atlanta Hawks í baráttu um sjöunda sætið en náði að tryggja sér áttunda sætið með 102-91 sigri á Chicago Bulls. Los Angeles Lakers er einnig enn á lífi í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa líka komist inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Spoelstra: Play-in best thing for NBA in decade https://t.co/1FkHLFazZM pic.twitter.com/DYnTe1guFf— ESPNBoston (@ESPNBoston) May 18, 2023 Spoelstra er mjög ánægður með breytinguna á úrslitakeppninni með tilkomu umspilsins en það þýðir að við lok deildarkeppninnar eiga liðin í níunda og tíunda sæti enn möguleika á því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Spoelstra segir líka að liðið sitt hafi haft mjög gott af því að fara í gegnum umspilið en Miami hefur síðan slegið út Milwaukee Bucks 4-1 og New York Knicks 4-2. Erik Spoelstra talaði mjög vel um umspilið á blaðamannafundi fyrir annan leik Miami og Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar. „Það eru færri lið í deildinni sem eru að ‚tanka' og allir eru að berjast um þessi tvö lausu sæti. Allir leikirnir í umspilinu eru skylduáhorf og þannig var það í báðum deildum. Ég held því að þetta sé líklega það besta sem hefur gerst fyrir NBA síðasta áratuginn,“ sagði Spoelstra. „Þetta var blessun fyrir mitt lið að fá þessa umspilsleiki og þurfa að fara saman í gegnum það. Ég hafði ekki áður verið þátttakandi í svona deildarkeppni áður og mér fannst við allir vaxa og verða betri að klára umspilið. Þetta herti okkur, þjappaði okkur saman og í liðinu varð til þessi þrautseigja og kjarkur sem þarf til ef þú ætlar að ná langt í úrslitakeppninni,“ sagði Spoelstra. Miami Heat vann fyrsta leikinn 123-116 í Boston en liðin mætast aftur í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan hálf eitt. Heat coach Erik Spoelstra praised the NBA s play-in tournament as he discussed the journey that prepared Miami for its playoff run https://t.co/evgjm7afGa— Sports Illustrated (@SInow) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira