Töskurnar fóru með út en komust ekki í hendur farþega Allur farangur sem farþegar tóku með sér í flug Icelandair til Amsterdam á mánudag fylgdi þeim út. Vegna manneklu á Schipol-flugvelli komst farangurinn hins vegar ekki til farþega að flugi loknu. Innlent 22. júní 2022 11:32
Fátt um svör hjá Icelandair eftir að allur farangurinn týndist Farþegar flugsins FI506 á vegum Icelandair til Schiphol flugvallar í Hollandi hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan þau lentu um hádegi síðastliðinn mánudag. Farþegar hafa lítil svör fengið frá Icelandair þrátt fyrir að hafa reynt að hafa samband símleiðis og með netspjalli. Innlent 21. júní 2022 23:52
Hlutabréfaverð lækkaði eftir að Nova var hringt inn í Kauphöllina Nova var hringt inn í Kauphöllina í morgun klukkan hálf tíu en gengi hlutabréfa lækkaði fljótlega um tíu prósent frá fyrstu viðskiptum. Greinandi hjá Jakobsson Capital segir það afskaplega slæmt fyrir Nova og Arion, sem hélt úboðið, og telur þetta dæmi um að menn þurfi að vanda betur til verka. Viðskipti innlent 21. júní 2022 12:31
Lítur ætluð brot Eimskips alvarlegum augum Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Eimskips á lögum um meðhöndlun úrgangs er umfangsmikil og kallað hefur verið eftir gögnum erlendis frá. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur málið alvarlegum augum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip er með réttarstöðu sakbornings. Innlent 21. júní 2022 11:52
Húsleit gerð hjá dönsku dótturfélagi Eimskips Danska samkeppniseftirlitið framkvæmdi í dag húsleit hjá Atlantic Trucking, dönsku dótturfélagi í eigu Eimskipafélags Íslands, í Álaborg í Danmörku. Viðskipti erlent 20. júní 2022 20:57
Með réttarstöðu sakbornings vegna sölunnar á Laxfossi og Goðafossi Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá héraðssaksónara vegna sölu skipanna Laxfoss og Goðafoss árið 2019. Hann nýtur réttarstöðu sakbornings við skýrslutökuna. Félagið hafnar því að hafa brotið lög. Viðskipti innlent 20. júní 2022 20:44
Aflýsa öllum flugferðum frá Brussel í dag Búið er að aflýsa öllum fyrirhuguðum flugferðum frá Brussel í dag. Ástæðan er sögð vera langar biðraðir á flugvellinum sem hafi leitt til þess að ekki sé hægt að tryggja öryggi farþega. Erlent 20. júní 2022 08:05
Fossar styrkja fjárhagsstöðuna samhliða því að verða fjárfestingabanki Fossar réðust í hlutafjáraukningu upp á liðlega 850 milljónir króna í síðasta mánuði til að styrkja fjárhagsstöðu félagsins samhliða því að fá starfsleyfi sem fjárfestingabanki. Eigið fé Fossa nemur nú rúmlega 1,1 milljarði króna, samkvæmt upplýsingum Innherja, en eitt af skilyrðum þess að fá fjárfestingabankaleyfi er að vera með að lágmarki fimm milljónir evra, jafnvirði um 700 milljónir króna, í eigið fé. Innherji 17. júní 2022 10:20
Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. Viðskipti 17. júní 2022 09:39
Hlutur Róberts metinn á um 226 milljarða króna Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessman var í dag skráð á markað í Bandaríkjunum aðeins tíu árum eftir stofnun. Þá er fyrsta lyf fyrirtækisins nú komið í dreifingu í Kanada og Evrópu eftir að dómssátt náðist um leyfismál. Viðskipti innlent 16. júní 2022 20:01
Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. Viðskipti innlent 16. júní 2022 17:20
Lífleg eða róleg viðskipti Nýverið lauk Ölgerðin við frumútboð og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland (Kauphöllina). Útboðið heppnaðist vel, þreföld umframeftirspurn og áskriftir frá um 6.600 aðilum við krefjandi markaðsaðstæður. Félagið var skráð í Kauphöllina 9. júní. Þann dag urðu 471 viðskipti upp á samtals tæplega 300 milljónir króna. Skoðun 16. júní 2022 14:24
Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. Viðskipti innlent 16. júní 2022 13:16
VÍS og Landsbréf seldu sig út úr í Loðnuvinnslunni í fyrra VÍS seldi allan eignarhlut sinn í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði á liðnu ári en tryggingafélagið var áður næst stærsti hluthafi útgerðarfyrirtækisins með 4,62 prósenta eignarhlut. Þá seldu einnig tveir sjóðir í stýringu Landsbréfa rúmlega 0,6 prósenta hlut sinn í Loðnuvinnslunni. Innherji 16. júní 2022 11:21
Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. Innherji 16. júní 2022 06:00
Síldarvinnslan bindur miklar vonir við uppganginn í fiskeldi „Við bindum vonir við að fiskeldi komi til með að verða ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar í framtíðinni,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, í samtali við Innherja um 15 milljarða króna fjárfestingu íslenska sjávarútvegsfélagsins í Arctic Fish. Innherji 15. júní 2022 08:26
Hlutabréf Man Utd aldrei lægri: Eigendurnir greiða sér samt arð Segja má að Manchester United hafi náð því sem virðist vera botninn með frammistöðu sinni innan vallar sem utan á liðnu tímabili. Það er allavega staðreyndin ef horft er á hvers virði félagsins er fjárhagslega. Enski boltinn 15. júní 2022 07:02
„Ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt“ Forstjóri flugfélagsins Play tekur undir að hótel sem farþega var boðið eftir að flugferð félagsins var aflýst hafi verið óboðlegt. Hann segir lítið annað hægt að gera en að biðjast afsökunar og læra af reynslunni. Innlent 14. júní 2022 23:40
Akta byggir upp stöðu í Skel og komið í hóp stærstu hluthafa Akta hefur í þessum mánuði verið að kaupa bréf í Skel, sem áður hét Skeljungur, og fer nú að lágmarki með rúmlega 1,2 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum tvo sjóði í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins. Í krafti þess eignarhlutar er Akta tíundi stærsti hluthafi Skel en núverandi markaðsvirði þeirra bréfa er um 370 milljónir króna. Innherji 14. júní 2022 20:19
Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. Klinkið 14. júní 2022 16:05
„Menn hjálpast að, „play nice““ Niceair fór í sitt fyrsta samstarfsverkefni í gær þegar Airbus-vél félagsins flaug utan til Gautaborgar í Svíþjóð fyrir flugfélagið Play. Viðskipti innlent 14. júní 2022 10:47
„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. Innlent 13. júní 2022 21:49
Eiga rétt á fullri endurgreiðslu og bótum Tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenjumikið af aflýsingum á flugferðum. Formaður samtakanna segir flugfélögin oft sleppa því að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Neytendur 13. júní 2022 20:30
Telja fullvíst að viðvörunin hafi verið villuskilaboð Í nótt var rauðu neyðarstigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna farþegaþotu PLAY sem var að koma inn til lendingar. Kerfi vélarinnar sendi viðvörun um að vandamál væri með varaeldsneyti en forsvarsmenn telja fullvíst að um villu hafi verið að ræða. Til stóð að sama vél færi til Parísar í dag en fluginu hefur verið frestað til morguns því verið er að ganga úr skugga um að ekkert sé að vélinni. Innlent 13. júní 2022 14:25
Tekjuvöxtur hjá móðurfélagi Heimkaupa en tapið fimmfaldaðist Tekjur Wedo, móðurfélag Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, héldu áfram að aukast mikið á árinu 2021 og námu samtals rúmlega 3,1 milljarði króna. Vöxturinn á milli ára var um 36 prósent. Á sama tíma jókst hins vegar tap félagsins verulega og var um 781 milljón króna eftir skatt borið saman við 169 milljóna króna tap á árinu 2020. Innherji 13. júní 2022 11:20
Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. Innlent 13. júní 2022 08:30
Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. Innlent 13. júní 2022 06:16
Stækkuðu útboðið vegna eftirspurnar Rúmlega fimm þúsund áskriftir bárust í almennu hlutafjárútboða Nova Klúbbsins hf., sem lauk á föstudaginn. Andvirði áskriftanna var um tólf milljarða króna og samsvarar það tæplega tvöfaldri eftirspurn, sé miðað við grunnstærð útboðsins. Viðskipti innlent 12. júní 2022 11:35
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. Innlent 12. júní 2022 10:25
Icelandair horfir til Boeing 787 við undirbúning næstu flugvélakaupa Forstjóri Icelandair segir að undirbúningur næstu flugvélakaupa sé að hefjast. Kaup á Boeing Dreamliner-breiðþotum til að reka með Max-þotunum eða að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur eru þeir tveir kostir sem helst er horft til. Innlent 11. júní 2022 23:15