Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Ís­lenski ­markaðurinn hóf­legur í júní en sá kín­verski í stór­sókn

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,1 prósent í júní samanborið við 9,9 prósent lækkun í maí þegar öll félög markaðarins lækkuðu í verði. Sjö af tuttugu þeirra félaga sem skráð voru í byrjun mánaðar hækkuðu í verði, eitt stendur í stað og tólf lækka. Þrjú félög voru skráð í Kauphöllina í júní; Ölgerðin, Nova og Alvotech sem var tekið á markað í New York.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flug­völl Evrópu

Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður stal 1,7 milljón króna af Bónus

Kona var nýverið dæmd til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa, yfir tæplega fjögurra ára tímabil, stolið um 1,7 milljón króna af vinnuveitanda sínum Högum hf. en hún starfaði í Bónus.

Innlent
Fréttamynd

Innri endurskoðandi Kviku ráðinn yfir til Arion banka

Anna Sif Jónsdóttir, sem hefur verið innri endurskoðandi Kviku banka í nærri áratug, hefur söðlað um og ráðið sig yfir til Arion banka. Þar mun hún gegna starfi forstöðumanns innri endurskoðunar Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Klinkið
Fréttamynd

Taka varfærin skref í átt að stækkun eftir faraldurinn

Icelandair tekur á leigu BOEING 767 breiðþotu næstu tvær vikurnar til að bregðast við ástandinu sem nú ríkir á flugvöllum í Evrópu. Truflanir á aðfangakeðju og mannekla á flugvöllum hefur leitt til þess að flugfélög hafa neyðst til að fella niður flug eða seinka ferðum. Bogi Nils Bogason, forstjóri stjóri Icelandair, segir vélina auka sveigjanleika og þjónustu við viðskiptavini.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best

„Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Gera allt til að vinna úr aðstæðunum

Það hefur verið mikil áskorun fyrir Icelandair að halda uppi ásættanlegri flugáætlun innanlands samkvæmt Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins. Verið sé að gera allt sem hægt er að til að vinna úr aðstæðunum.

Innlent
Fréttamynd

Síminn Sport hækkað um 40 prósent frá áramótum

Síminn hefur ákveðið að hækka verð á flestum vörum sínum en hækkanirnar taka gildi næstu mánaðamót. Þar á meðal hækkar verðið á Símanum Sport í 4.900 krónur en frá áramótum hefur verðið á sportpakka Símans hækkað um 40 prósent.

Neytendur
Fréttamynd

Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega

Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag.

Innlent
Fréttamynd

KKÍ og Ölgerðin endurnýja samstarf

KKÍ og Ölgerðin hafa endurnýjað sitt góða samstarf með undirritun á nýjum samningi en Ölgerðin og vörumerkið Kristall hefur verið góður samstarfsaðili KKÍ undanfarin ár.

Samstarf
Fréttamynd

Stelpurnar komast á heims­meistara­mótið í tæka tíð

Búið er að tryggja öllum dansstelpunum frá danskólanum JSB flugfar frá Íslandi í dag eða á morgun. Að sögn aðstoðarskólastjóra skólans komast þær á áfangastað í tæka tíð til að keppa á heimsmeistaramóti í dansi, þótt litlu hafi mátt muna.

Innlent
Fréttamynd

Leika sér ekki að því að aflýsa flugi

Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs.

Innlent
Fréttamynd

Play fagnar ári í há­loftunum

Í dag er eitt ár frá fyrstu flugferð PLAY sem var farin til London þann 24. júní 2021. Fleiri en 320 þúsund manns hafa nú flogið með félaginu og áfangastöðum flugfélagsins hefur fjölgað úr sex fyrir ári síðan í 25 talsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mann­ekla veldur ó­fremdar­á­standi um allan heim

Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim.

Innlent