Landsbankinn greiðir 8.500 milljónir í arð Landsbankinn hefur samþykkt að greiða hluthöfum 8.504 milljónir í arð. Heildararðgreiðslur bankans síðustu tíu ár nema 175,1 milljarði króna. Viðskipti innlent 23. mars 2023 20:11
Arion banki fyrstur til að hækka vexti Arion banki er fyrsti bankinn til að hækka vexti í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósentustig. Hækkunin nær einungis til einnar tegundar lána en breytingar á öðrum vöxtum verða tilkynntar á næstu dögum. Viðskipti innlent 23. mars 2023 17:49
Verðmetur Sýn 39 prósentum yfir markaðsvirði Jakobsson Capital verðmetur Sýn, sem meðal annars á Vodafone og Stöð 2, um 39 prósentum yfir markaðsvirði þegar þetta er ritað. Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki hafa háan fastan kostnað en lágan breytilegan kostnað. Hagnaðarhlutfallið er mjög hátt af hverri auka krónu. Sókn í sölumálum og söludrifin áhersla á nýju skipulagi kemur því ekki á óvart, segir hlutabréfagreinandi. Innherji 23. mars 2023 17:01
Bankanum liggur á að „sýna fram á árangur“ fyrir næstu kjarasamninga Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka vexti um eina prósentu, umfram væntingar markaðsaðila, virðist hafa grundvallast á þeirri sýn nefndarinnar að það væri betra að „rífa plásturinn af“ með stóru skrefi áður en aðrir seðlabankar skipta hugsanlega um gír vegna óróa á erlendum mörkuðum, að sögn aðalhagfræðings Arion banka. Hún gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir rýr svör um framvirka leiðsögn og segir sumpart misvísandi skilaboð hans og varaseðlabankastjóra mögulega til marks um „togstreitu“ innan peningastefnunefndar. Innherji 23. mars 2023 11:29
Konráð til liðs við nýja greiningardeild Arion banka Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins á meðan síðustu kjarasamningaviðræðum stóð, hefur gengið til liðs við Arion banka en í kjölfarið kemur bankinn á fót nýrri greiningardeild, Arion greiningu, undir sviðinu Mörkuðum. Klinkið 23. mars 2023 09:31
Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. Innlent 22. mars 2023 10:57
Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. Viðskipti innlent 22. mars 2023 10:16
Við þessar aðstæður myndast oft mikil kauptækifæri Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur verið að fara í þveröfuga átt samanborið við alþjóðamarkaði. Erlendir fjárfestar hafa leitað í örugg rekstrarfélög. Þess vegna hafa fasteignafélög í nágrannalöndum okkar hækkað á meðan innlendir fjárfestar hafa selt þau „eins og enginn sé morgundagurinn.“ Við þessar aðstæður myndast oft mikil tækifæri, segir hlutabréfagreinandi. Innherji 21. mars 2023 14:21
36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. Viðskipti innlent 21. mars 2023 11:02
Alls ekki víst að óróleiki á fjármálamörkuðum hverfi í bráð Mikill titringur hefur verið á fjármálamörkuðum úti um allan heim í dag vegna yfirtöku á svissneska bankanum Credit Suisse um helgina. Hagfræðingur segir að það sé alls ekki víst að óróleiki á mörkuðum hverfi í bráð. Viðskipti innlent 20. mars 2023 20:30
Stærstu hluthafar Bláa lónsins vilja ekki selja sig niður við skráningu á markað Stærstu hluthafar Bláa lónsins eru lítt áhugasamir um að losa um eignarhluti sína í félaginu í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað síðar á árinu og því horfir ferðaþjónustufyrirtækið fremur til þess að fara þá leið að auka hlutafé sitt. Erfiðar markaðsaðstæður réðu mestu um að hætt hefur verið við að stefna að skráningu félagsins núna á vormánuðum, að sögn stjórnarformanns Bláa lónsins. Innherji 20. mars 2023 17:09
Fjárfestahópur í Sýn nálgast yfirtökuskyldu Fjárfestahópurinn sem tryggði sér meirihluta stjórnarsæta í Sýn er kominn með samtals 29 prósenta hlut í fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækinu. Eignarhluturinn nálgast því 30 prósenta mörkin sem virkja yfirtökuskyldu samkvæmt lögum ef fjárfestarnir ákveða, eða eru taldir, eiga með sér samstarf. Klinkið 20. mars 2023 13:34
Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Viðskipti innlent 17. mars 2023 17:33
Tækifæri Kviku til vaxtar liggja nú fyrst og fremst á lánamarkaði Tækifæri Kviku til vaxtar liggja nú fyrst og fremst á lánamarkaði. Þótt engin sameining hafi verið á síðasta ári stækkaði efnahagsreikningur Kviku um 23 prósent. Eftir hraðan vöxt undanfarin ár er ekki ólíklegt að það dragi úr vexti félagsins. Kvika er nú stór á fjárfestingarbankamarkaði og fá tækifæri þar, segir í hlutabréfagreiningu. Innherji 17. mars 2023 15:03
Stefna að skráningu Bláa lónsins í haust Stjórn Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, hefur ákveðið að hefja undirbúning að því að skrá félagið í Kauphöllina í haust. Þetta staðfestir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Bláa lónsins, í samtali við Innherja, en hann kynnti ákvörðunina á hluthafafundi félagsins í morgun. Innherji 17. mars 2023 13:12
Stjórnendur Arion segja „hamlandi starfsumhverfi“ kalla á meiri vaxtamun Æðstu stjórnendur Arion gagnrýndu „hamlandi starfsumhverfi“ hér á landi á aðalfundi bankans í gær, sem þýddi að vaxtamunur þyrfti að vera hærri en ella til að ná fram sambærilegri arðsemi og erlendir keppinautar þeirra, og kölluðu eftir því að stjórnvöld myndu „jafna leikinn.“ Íslenskir bankar greiddu í fyrra um 70 til 80 prósent meira í heildarskatta borið saman við aðra norræna banka, að sögn bankastjóra Arion. Innherji 16. mars 2023 10:21
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. Viðskipti innlent 15. mars 2023 08:45
Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerfi standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. Viðskipti innlent 15. mars 2023 08:43
Sitja ekki á óinnleystu tapi vegna skuldabréfa sem hafa lækkað í verði Íslensku viðskiptabankarnir fjórir sitja ekki á neinu óinnleystu tapi í bókum sínum í tengslum við mörg hundruð milljarða króna eign þeirra í skuldabréfum en ólíkt því sem átti við um Silicon Valley Bank (SVB), sem varð gjaldþrota fyrir helgi, eru slík verðbréf metin á markaðsvirði í reikningum bankanna hér á landi. Margir evrópskir bankar beita hins vegar sömu aðferð og SVB þar sem skuldabréfasafn þeirra er metið á kostnaðarverði en meðal annars vegna sterkrar lausafjárstöðu er ólíklegt að bankarnir neyðist til að selja þau bréf með afföllum, samkvæmt nýrri greiningu Moody´s. Innherji 15. mars 2023 07:01
Ungir fjárfestar orðnir um þriðjungur af markaðnum Hluthöfum í fyrirtækjum í Kauphöllinni sem eru í aldurshópnum 20 til 39 ára hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum árum. Hlutabréfaverð hækkaði talsvert á tímabilinu samhliða auknum áhuga yngri fjárfesta en heildarfjöldi hluthafa í skráðum félögum jókst samtals um meira en fimmtíu þúsund. Innherji 14. mars 2023 07:01
Anna nýr framkvæmdastjóri Marel í Norður-Ameríku Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Marels í Norður-Ameríku. Hún er einnig framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá fyrirtækinu og mun gegna báðum störfum samhliða. Viðskipti innlent 13. mars 2023 19:58
Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi Gjaldþrot bankans Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum hefur leitt til verðlækkana á hlutabréfamörkuðum um allan heim og breytt spám um stýrivaxtahækkanir. Hérlendis hafa verið umtalsverðar lækkanir á hlutabréfum og krafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf lækkaði vegna væntinga um að Seðlabankinn hækki stýrivexti minna en áður var talið. Innherji 13. mars 2023 16:40
Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. Innlent 13. mars 2023 14:45
Verðmetur Reginn 66 prósentum yfir markaðsverði Jakobsson Capital verðmetur fasteignafélagið Reginn 66 prósentum yfir markaðsverði. Erlend fasteignafélög hafa hækkað nokkuð það sem af er ári. „Íslensku fasteignafélögin hafa hins vegar fátt annað gert en að lækka í verði það sem af er ári,“ segir í verðmati. „Verðtryggt greiðsluflæði og stöðugleiki ætti að heilla fjárfesta öllum stundum en sérstaklega nú á tímum verðbólgu og óvissu.“ Innherji 13. mars 2023 14:01
Setja á fót tíu milljarða sjóð sem horfir til haftengdra fjárfestinga Íslandssjóðir hafa klárað fjármögnun á tíu milljarða króna sjóð sem áformar að fjárfesta í haftengdri starfsemi á breiðum grunni en fjárfestingargeta hluthafanna sem standa að baki sjóðnum nemur margfaldri stærð hans. Stærstu fjárfestarnir eru Brim og Útgerðafélag Reykjavíkur, með samanlagt yfir fjórðungshlut, ásamt íslenskum lífeyrissjóðum en að sögn forsvarsmanna sjóðsins er þörf á „miklu fjármagni“ til að virkja þá möguleika sem eru til vaxtar í íslenskum sjávarútvegi. Innherji 13. mars 2023 07:01
Flugvél Play lenti í Stavanger vegna neyðartilfellis Flugvél Play á leið frá Berlín til Keflavíkur í morgun þurfti að lenda í Stafangri í Noregi vegna veikinda farþega sem þurfti að komast undir læknishendur. Innlent 12. mars 2023 13:12
„Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair“ „Ég lít á þetta eins og verslun. Ég er ekki að fara að bjóða upp á gosdrykkjamerki sem enginn vill kaupa. Ég er ekki af hrifinn af hugmyndinni að þú „þurfir að gefa þessu eitt til tvö ár,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er eins og að hafa tilfinningu fyrir einhverju. Annaðhvort bregst markaðurinn við eða ekki,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play. Viðskipti innlent 11. mars 2023 17:18
Najkorzystniejsze opcje oszczędzania? Bez wątpienia wszyscy zgodzimy się, że oszczędzanie jest korzystne, ale czy jedna forma oszczędzania jest korzystniejsza od innej? Snædís Ögn Flosadóttir, dyrektor operacyjny Lífeyrisauka, przybliża i tłumaczy opcje dodatkowych oszczędności emerytalnych, które są rodzajem prywatnych oszczędności. Samstarf 11. mars 2023 10:40
Hagstæðasti sparnaðurinn? Við getum eflaust öll verið sammála um að hagkvæmt sé að leggja fyrir en er eitt sparnaðarform hagstæðara en annað? Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fræddi okkur um viðbótarlífeyrissparnað sem er ein tegund séreignarsparnaðar. Samstarf 11. mars 2023 09:51
Bankastjóri Arion: Ættum að njóta sömu lánskjara og önnur norræn ríki Ísland ætti á komandi árum að geta séð fram á betri fjármögnunarkjör á erlendum lánamörkuðum samhliða væntingum um að hugverkaiðnaður verði brátt ein helsta útflutningsstoð hagkerfisins, að sögn bankastjóra Arion. Fyrirliggjandi þjóðhagsspár vanmeta áætlanir um vöxt útflutningstekna og því eru líkur á að „hagvaxtarhorfur séu allt aðrar og miklu betri“. Innherji 10. mars 2023 10:22