Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júlí 2023 15:45 Birgir Jónsson, forstjóri Play, þakkar teymi sínu fyrir góða vinnu. Flugfélagið hagnaðist um 53 milljónir á ársfjórðungnum. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri Play sem birt er í dag. Í tilkynningu frá Play segir að rekstrarhagnaðurinn sé umfram væntingar sem flugfélagið hafði fyrir umræddan ársfjórðung. Tekjur á ársfjórðungnum nám 9,7 milljörðum króna samanborið við 4,3 milljarða á sama tímabili á síðasta ári. Tekjurnar á tímabilinu hafa því rúmlega tvöfaldast milli ára. Þá nam tap á ársfjórðungnum um 542 milljónum íslenskra króna en sem fyrr segir var tapið tæpir tveir milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Einnig kemur fram að handbært fé félagsins hafi aukist á tímabilinu. Handvært og bundið fé félagsins var 7,2 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðið. Auk þess er bent á að félagið beri engar ytri vaxtaberandi skuldir. Þakkar teyminu fyrir góða vinnu Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að ársfjórðungurinn hafi markað þáttaskil í rekstri flugfélagsins því þá var lokið við að stækka flugvélaflota félagsins upp í tíu farþegaþotur. „Nú þegar við höfum náð nauðsynlegri stærðarhagkvæmni eftir að hafa stækkað hratt á síðustu tveimur árum, erum við afar stolt af því að tilkynna rekstrarhagnað í lok fjórðungsins, einingakostnað á áætlun og heilbrigða lausafjárstöðu,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu. Hann segir fjárhagslega niðurstöðu hafa farið fram úr væntingum. Það styðji við fyrri spár um að ná rekstrarhagnaði á þessu ári. „Sem er afrek fyrir ungt félag á sínu öðru heila starfsári,“ segir forstjórinn. „Við erum stolt af niðurstöðu þessa ársfjórðungs og það er ljóst að þetta var aðeins mögulegt með frábæru framlagi allra starfsmanna Play sem hafa skilað framúrskarandi verki. Ég er í engum vafa um að við öll munum halda því áfram og ég vil af fullri einlægni þakka okkar einstaka teymi fyrir þeirra góðu vinnu.“ Fréttir af flugi Play Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri Play sem birt er í dag. Í tilkynningu frá Play segir að rekstrarhagnaðurinn sé umfram væntingar sem flugfélagið hafði fyrir umræddan ársfjórðung. Tekjur á ársfjórðungnum nám 9,7 milljörðum króna samanborið við 4,3 milljarða á sama tímabili á síðasta ári. Tekjurnar á tímabilinu hafa því rúmlega tvöfaldast milli ára. Þá nam tap á ársfjórðungnum um 542 milljónum íslenskra króna en sem fyrr segir var tapið tæpir tveir milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Einnig kemur fram að handbært fé félagsins hafi aukist á tímabilinu. Handvært og bundið fé félagsins var 7,2 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðið. Auk þess er bent á að félagið beri engar ytri vaxtaberandi skuldir. Þakkar teyminu fyrir góða vinnu Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að ársfjórðungurinn hafi markað þáttaskil í rekstri flugfélagsins því þá var lokið við að stækka flugvélaflota félagsins upp í tíu farþegaþotur. „Nú þegar við höfum náð nauðsynlegri stærðarhagkvæmni eftir að hafa stækkað hratt á síðustu tveimur árum, erum við afar stolt af því að tilkynna rekstrarhagnað í lok fjórðungsins, einingakostnað á áætlun og heilbrigða lausafjárstöðu,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu. Hann segir fjárhagslega niðurstöðu hafa farið fram úr væntingum. Það styðji við fyrri spár um að ná rekstrarhagnaði á þessu ári. „Sem er afrek fyrir ungt félag á sínu öðru heila starfsári,“ segir forstjórinn. „Við erum stolt af niðurstöðu þessa ársfjórðungs og það er ljóst að þetta var aðeins mögulegt með frábæru framlagi allra starfsmanna Play sem hafa skilað framúrskarandi verki. Ég er í engum vafa um að við öll munum halda því áfram og ég vil af fullri einlægni þakka okkar einstaka teymi fyrir þeirra góðu vinnu.“
Fréttir af flugi Play Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira